Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 8.til 15.september 2014.
Umferð í liðinni viku var með rólegra móti, ferðamönnum að fækka á þjóðvegunum. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar. Tvö umferðaróhöpp urðu, bílvelta á Örlygshafnarvegi, þar voru erlendir ferðamenn á ferð, bifreiðin óökuhæf og engin slys á fólki. Hitt óhappið var minniháttar á Ísafirði .
Þá voru fimm aðilar kærðir fyrir lagningar ökutækja á Ísafirði og vill lögregla að gefnu tilefni minna ökumenn/umráðamenn ökutækja á að taka tillit til gangandi vegfaranda því gangstéttir eru fyrir gangandi vegfarendur en ekki að leggja ökutækjum sínum þar. Mjög víða í þéttbýliskjörnum umdæmisins eru gangstéttir þröngar og mjóar. Þetta eru vinsamleg tilmæli til viðkomandi.
Skemmtanahald fór nokkuð vel fram í umdæminu um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.