Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. september 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 8.til 15.september 2014.

Umferð í liðinni viku var með rólegra móti,ferðamönnum að fækka á þjóðvegunum.
Umferð í liðinni viku var með rólegra móti,ferðamönnum að fækka á þjóðvegunum.

Umferð í liðinni viku var með rólegra móti, ferðamönnum að fækka á þjóðvegunum. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar. Tvö umferðaróhöpp urðu, bílvelta á Örlygshafnarvegi, þar voru erlendir ferðamenn á ferð, bifreiðin óökuhæf og engin slys á fólki. Hitt óhappið var minniháttar á Ísafirði .

Þá voru fimm aðilar kærðir fyrir lagningar ökutækja á Ísafirði og vill lögregla að gefnu tilefni minna ökumenn/umráðamenn ökutækja á að taka tillit til gangandi vegfaranda því gangstéttir eru fyrir gangandi vegfarendur en ekki að leggja ökutækjum sínum þar. Mjög víða í þéttbýliskjörnum umdæmisins eru gangstéttir þröngar og mjóar.  Þetta eru vinsamleg tilmæli til viðkomandi.

Skemmtanahald fór nokkuð vel fram í umdæminu um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
Vefumsjón