Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. september 2014 Prenta

Réttað í Kjósarrétt.

Regnbogi var á Reykjarfirði á föstudag.
Regnbogi var á Reykjarfirði á föstudag.
1 af 5

Leitin hófst við Naustvíkurgil og  Búrfell,í vestri og leitað var svæðið  milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði. Á syðra svæðinu hófst leit við Búrfell, leitað var fjalllendið frá Búrfelli og út Kjósarfoldir, með Háafelli, og til sjávar, að Kleifará. Fé var síðan rekið til Kjósarréttar við Reykjarfjörð og réttað þar. Leitar og smalamenn fengu ágætisveður þessa daga en einhverja smá vætu,en talsvert mistur var  á laugardaginn. Leitarmenn telja að smalast hafi nokkuð vel og fé komi nokkuð vænt af fjalli.

Á fimmtudaginn 18.,var smalað frá Kaldbaksvík og til Veiðileysu og rekið í rétt þar og fé keyrt heim á bæi. Síðan á föstudaginn 19.,var smalað kringum Kamb til Kúvíkur og það fé rekið í Kjósarrétt og lömbum keyrt heim. Þannig að var réttað tvívegis í Kjósarrétt,þessar smalanir,átjánda og nítjánda teljast ekki skylduleitir hversu einkennilegt sem það er nú.! Selur lá á steini í sjónum rétt fyrir neðan réttina í makindum sínum og fylgdist með öllu saman.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Fell-06-07-2004.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
Vefumsjón