Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. júlí 2014

Krossnessundlaug 60.ára.

Krossnessundlaug er mjög vinsæl af ferðamönnum.
Krossnessundlaug er mjög vinsæl af ferðamönnum.

Sundlaugin á Krossnesi í Árneshreppi er með vinsælli sundlaugum landsins. Í dag verður haldið upp á 60.ára afmæli laugarinnar með veglegri dagskrá. Laugin er eitt aðal aðdráttarafl sveitarinnar. Nánast allir sem koma í Árneshrepp demba sér í laugin. Það koma útlendingar eingöngu til að fara í laugina og svo fara þeir aftur. Ungmennafélagið og Árneshreppur stóðu fyrir byggingu laugarinnar árið 1954 og heita vatnið færi laugin úr landi Krossness.

Krossnessundlaug liggur í fjöruborðinu í svonefndri Laugavík. Aðsókn


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. júlí 2014

Sumarlokun á hreppsskrifsofunni.

Eva oddviti á hreppsskrifstofunni.
Eva oddviti á hreppsskrifstofunni.

Tilkynning frá oddvita Árneshrepps: Skrifstofa Árneshrepps verður lokuð vegna sumarleyfis frá 18.júlí til 5.ágúst nk.  Ég mun sinna öllum tilfallandi erindum sem þörf krefur. Það er alltaf hægt að ná í mig í síma hreppsins. 451-4001, heimasíma mínum 451-4037 og í s. 847-2819.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. júlí 2014

Gengur illa með heyskap.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík sló um 5.hektara 9.júlí. Það hey liggur enn.
Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík sló um 5.hektara 9.júlí. Það hey liggur enn.

Það gengur illa með heyskap hjá bændum í Árneshreppi. Eins og allir vita var mikil vætutíð í byrjun þessa mánaðar og alltaf einhver úrkoma á hverjum degi og eða þokuloft. Bændur ætluðu að byrja heyskap að fullu nú í byrjun mánaðar,því gras er úr sér sprottið og farið að falla,nokkrir slógu smávegis í síðustu viku,og sumir náðu hálfblautu heyi í rúllur. Sem dæmi má nefna að Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík,sló um fimm hektara á miðvikudaginn 9.júlí,og það hey liggur enn. Það lítur helst út fyrir að eitthvað rætist úr með þurrt veður um næstkomandi helgi. Kannski verður að fara eftir almanakinu,en samkvæmt því byrja heyannir 27.júlí.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. júlí 2014

Myndbönd af aurskriðunni í gær.

Myndbönd af skriðuföllunum í Árnesfjalli sem Indriði Freyr Indriðason tók í gær og lét vefnum í té. Kona Indriða er ættuð frá Víganesi hér í sveit og þau dvelja þar einmitt þessa dagana,og komust ekki lönd hné strönd í Hvalvíkinni í gær frekar en aðrir. Vefurinn


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. júlí 2014

Búið að opna veginn í Hvalvík.

Kristján Guðmundsson að opna veginn í Hvalvík.
Kristján Guðmundsson að opna veginn í Hvalvík.
1 af 9

Vegagerðin opnaði veginn í Hvalvík um sexleitið í dag þar sem skriða féll á veginn í dag. Verið er að hreinsa skriðuna af veginum og eins verður hreinsað upp í ræsi fyrir ofan veginn,en það er mikil vinna. Bændur á Melum segja mikla landsslagsbreytingu hafa orðið eftir þessi skriðuföll úr Árnesfjallinu fyrir ofan Hvalvík,bæði frá bæjum frá Melum að sjá og annarsstaðar. Eftir að Sverrir Guðbrandsson vegaverkstjóri og fréttamaður litlahjalla og fleiri,fóru að skoða í sjónauka upp skriðurnar í fjallinu,sést greinilega klakastykki í grjóti og skriðunum,þannig að skriðuföllin hafa getað byrjað vegna að klaki hafi sprengt allt fram.

Fleiri myndir


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. júlí 2014

Mikil aurskriða féll úr Árnesfjalli.

Mikið rykský myndaðist í fyrstu skriðunni.
Mikið rykský myndaðist í fyrstu skriðunni.
1 af 3

Á öðrum tímanum í dag féll gífurleg aurskriða úr Árnesfjalli norðanmegin niður í svonefnda Hvalvík. Björn Torfason bóndi á Melum segist hafa séð steina byrja að hrinja úr fjallinu fyrir hádegið í dag,svo á öðrum tímanum hafi bara allt farið á stað,engu líkara en fjallið hafi hreint og beint sprungið. Björn segir enn fremur hafa séð sex kindur í grasgeira fyrir neðan þar sem skriðurar féllu en ekkert sest til þeirra eftir það. Skriðurnar náðu niðrá veg í Hvalvíkinni en ekki í sjó fram. Talsverð skál er þarna upp í fjallinu sem gæti hafa verið full af vatni eftir rigningarnar undanfarna daga,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. júlí 2014

Sagnakvöld á Eyri.

Myndin var tekin 2012 þegar systurnar settu upp sögu gömlu verksmiðjunnar á Eyri við Ingólfsfjörð.
Myndin var tekin 2012 þegar systurnar settu upp sögu gömlu verksmiðjunnar á Eyri við Ingólfsfjörð.

Sagnakvöld verður haldið á Eyri í Ólafsbragganum fimmtudaginn 17. júlí kl.20.30. Í Árneshreppi hefur verið löng hefð fyrir því að segja sögur. Margir sagnaþulir munu  stíga á stokk 17. júlí, heimamenn og brottfluttir,allir þekktir fyrir sagnalist. Allir eru velkomnir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. júlí 2014

Rafmagn tekið af Árneshreppi kl 23:00.

Rafmagn verður tekið af kl:23:00.
Rafmagn verður tekið af kl:23:00.

Tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða: Rafmagn verður tekið af Árneshreppi um klukkan 23:00 í kvöld,vegna bilunar í kapli á Trékyllisheiði þar sem bilunin var í daginn í svonefndum Sprengibrekkum. Ekki er vitað hvað þarf að taka rafmagnið lengi af sirka í


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. júlí 2014

Ljósmyndasyningin STEYPA - Djúpavík.

Steypa.
Steypa.
1 af 3

Annað sumarið í röð er ljósmyndasyningin STEYPA haldin í gömlu, fallegu síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum.
Sjö íslenskir og erlendir ljósmyndarar deila með okkur því sem þeir upplifa á Íslandi og í landslaginu, með myndum, texta og hljóðum. Ókeypis er inn á sýninguna sem opin er daglega milli


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. júlí 2014

Hjólhýsi fauk á hliðina.

Hjólhýsið fauk um 10 til 15 m leið.
Hjólhýsið fauk um 10 til 15 m leið.
1 af 2

Hjólhýsi sem staðsett var á lóð Ferðafélags Íslands á Valgeirsstöðum í Norðurfirði fauk á hliðina í hvassveðrinu á laugardaginn 5.júlí. Að sögn Sveins Sveinssonar verts á Kaffi Norðurfirði,segir það hafa fokið tíu til fimmtán metra í átt að hlöðunni. Sem betur fer var enginn í hjólhýsinu þegar það fauk.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Drangavík 18-04-2008.
Vefumsjón