Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. júlí 2014.
Í vikunni voru 5 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók var mældur á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km m.v. klst. Höfð voru afskipti af einum ökumanni sem ekki hafði ökuréttindi til aksturs þeirrar bifreiðar er hann ók. Um var að ræða ungan ökumann sem hefur ekki réttindi til að aka bifreið með leyfðum heildarþunga sem nemur 3500 kg. Rétt er að minna ökumenn sem hafa nýlega öðlast almenn ökuréttindi á þessar takmarkanir. Kl.04:23 aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við að gestir sætu að áfengisdrykkju á veitingastað sem staðsettur er á norðanverðum Vestfjörðum. Viðeigandi afskipti voru höfð af rekstraraðila staðarins.
Skömmu eftir miðnættið, aðfaranótt laugardagsins 19. júlí sl.Meira