Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. ágúst 2014

Framkvæmdir á þaki gömlu síldarverksmiðjunnar.

Síldarverksmiðjan í Djúpavík.Mynd Hótel Djúpavík.
Síldarverksmiðjan í Djúpavík.Mynd Hótel Djúpavík.
1 af 2

Allmiklar framkvæmdir hafa verið í sumar á þaki gömlu síldarverksmiðjunnar í Djúpavík. Tjörudúkur  er bræddur á þakið í lögum. Og þegar upp er staðið verður um 6-8 mm þykkt lag af vatnsheldu efni komið á þakið. Í gamla daga var þakið bikað (eða tjargað) annað hvert ár, þannig það má segja að þetta er nútímaleg leið við að gera það sem þeir gerðu í gamla daga. Víða má sjá enn leifar af gamla tjörulaginu. Húsið verður 80 ára á næsta ári og ber það aldurinn ótrúlega vel.  Ef þessir 550 fermetrar klárast í ár er stærsti áfanginn


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. ágúst 2014

Tennurnar komnar úr hvalnum.

Hvalurinn í Skarðsvík 04-08-2014.
Hvalurinn í Skarðsvík 04-08-2014.
1 af 3

Finnbogastaðabændur eru núna búnir að ná neðri kjálkanum úr hvalnum og þar með tönnunum. Þeir gátu snúið hvalnum með traktor á flóði og gátu svo komist til skera kjálkann af á fjöru. Tennurnar eru taldar nokkuð verðmætar í allskonar handverk,en sextíu tennur geta verið í búrhvalskjafti.  Reðasafnið í Reykjavík var að hugsa um að fá reðinn af hvalnum,en finnst hann of illa farin,þannig að ekkert verður úr því sennilega. Vísað er svo í frétt


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. ágúst 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 28.júlí til 4.ágúst.

Fíkniefnahundurinn Tindur sinnti sínum skyldum vel um helgina.
Fíkniefnahundurinn Tindur sinnti sínum skyldum vel um helgina.

Að kveldi 28. júlí sl. varð eldur laus í einbýlishúsi á Patreksfirði. Slökkviliði Vesturbyggðar tókst að slökkva eldinn áður en húsið yrði hans að bráð. Rannsóknarlögreglumaður í lögreglunni á Vestfjörðum ásamt tveimur starfsmönnum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu önnuðust vettvangsrannsókn. Rannsókn á tildrögum eldsins stendur enn yfir. Fólk var í húsinu en því varð ekki meint af og komust út í tíma enda gerði reykskynjari þeim viðvart. Í liðinni viku voru 39 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Sá sem hraðast ók mældist á 124 km hraða. Flest þessi tilvik voru í Ísafjarðardjúpi. 

Athyglisvert var að sami ökumaður var kærður tvisvar sinnum fyrir of hraðan akstur,með um einnar klukkustundar millibili. Í fyrra sinnið var hraði bifreiðar ökumannsins mældur 112 í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi,þar sem leyfilegt er að aka á  90 km hraða. Í seinna skiptið var ökumaðurinn stöðvaður í Staðardal og mældist hraði bifreiðar hans þá einnig 112 km m.v. klst.  Þetta var síðdegis í firradag (4. ágúst). Þetta ferðalag ökumannsins er kostnaðarsamt því sekt við slíku broti nemur 30.000 kr.,eða samtals 60.000.- kr vegna þessara tveggja brota.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. ágúst 2014

Hvalurinn er búrhvalur.

Hvalurinn er búrhvalur.
Hvalurinn er búrhvalur.
1 af 3

Ævar Peterssen dýrafræðingur hefur nú skoðað myndir af hvalnum sem rak í gær í Skarðsvík í Finnbogastaðalandi. Hann segist ekki sjá betur en þetta sé búrhvalur og sé tarfur,miðað við stærð dýrsins og lögun á bægslinu. Þetta er stærsti tannhvalurinn og mikil eftirspurn er eftir tönnunum,segir hann enn fremur,og hafa komið upp lögreglumál þegar menn hafa laumast til að saga neðri kjálkann af og hafa með sér á brott. Er því


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. ágúst 2014

Kjakræðarar hætt komnir.

Munaðarnes.
Munaðarnes.

Í kvöld voru þrír menn á kajakjökum hætt komnir útaf Munaðarnesi hér í Árneshreppi í kvöld. Þeir voru að koma úr Ingólfsfirði og voru að fara fyrir landið við Munaðarnes og lentu í ölduróti. Það sást til þeirra úr landi og gat Birgir Guðmundsson sem var staðsettur í Munaðarnesi farið á bátkænu út til eins þeirra sem hékk þá í bátnum við skerjaklasann og kom honum í land illa hröktum. Hinir tveir komust í land í svokölluðu landi


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. ágúst 2014

Hval rak að landi.

Hvalurinn í Skarðsvíkinni.
Hvalurinn í Skarðsvíkinni.
1 af 2

Allstóran hval hefur rekið inn í svonefnda Skarðsvík í Finnbogastaðalandi í Trékyllisvík í Árneshreppi. Ekki er vitað hvaða tegund af hval þetta er en hann gæti verið um tólf til fimmtán metra langur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. ágúst 2014

Bjarga manni úr sjálfheldu.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.

Björg­un­ar­sveit­ir frá Hólma­vík, Drangs­nesi og úr Árnes­hreppi eru nú að sækja mann sem er í sjálf­heldu í hlíðinni fyr­ir ofan tjaldsvæðið í Norðurf­irði. Ekk­ert amar að mann­in­um að sögn Land­helg­is­gæsl­unn­ar er hann bíður eft­ir björg­un í ágætis­veðri.

Nokkra línu­vinnu þarf til að kom­ast að mann­in­um og koma


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. ágúst 2014

Veðrið í Júlí 2014.

Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu Mela megin fimmtudaginn 10.
Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu Mela megin fimmtudaginn 10.
1 af 3

Mánuðurinn byrjaði með hægri suðlægri vindátt,en gekk síðan í norðlægar vindáttir,allhvassar,með mikilli úrkomu fram til sjötta. Hægari vindur af austri og síðan suðri,með minni úrkoma eftir það fram til ellefta. Þá gekk í ákveðna norðanátt aftur með talsverðri úrkomu fram til 16. Loks gerði suðvestanátt þann 17 sem stóð þann dag. Enn og aftur gerði hafáttir í fimm daga með vætutíð. 23 og 24 voru suðlægar vindáttir,með einhverri úrkomu. Frá 26.og út mánuðinn voru hafáttir enn á ný með úrkomu,en þurru veðri tvo síðustu daga mánaðarins.

Miklir vatnavextir voru í byrjun mánaðar,nokkrar vegaskemmdir urðu á vegum á norðanverðum Ströndum. Vegur fór í sundur við brúna yfir Selá í Steingrímsfirði og talsvert um aurspýjur niður á vegi norður í Árneshrepp.

Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu( Mela megin)fimmtudaginn 10. Mikil spilda fór niður og náði niður á veg í svonefndri Hvalvík og lokaði veginum í um 4 til 5 tíma,þegar talið var óhætt að opna. Skírsla hefur verið send ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands og myndir um þann atburð.
 Illa 


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. júlí 2014

Sveitaball og Mýrarbolti 2. Ágúst.

Mýrarboltinn þótti mjög vinsæll í fyrra.
Mýrarboltinn þótti mjög vinsæll í fyrra.
1 af 2

Laugardaginn 2. ágúst verður nóg um að vera í Árneshreppi, Leifur heppni heldur Mýrarboltamót á Melum kl 13.00 þar sem ungir sem aldnir geta skellt sér í forina og haft gaman af. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 4514015 og 8218798. Heitt kakó og kleinur verða til sölu auk smá sjoppu (engin posi).

Um kvöldið er síðan hið árlega sveitaball þar sem hljómsveitin Blek og byttur leika fyrir dansi fram á nótt. Þetta er fimmta Verslunarmannahelgin sem hljómsveitin tryllir sveitalýðinn og hefst dansleikurinn kl 23.00 og er 18 ára aldurstakmark.  


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. júlí 2014

Skrall fyrir ball.

Karl Hallgrímsson mun halda uppi fjörinu á Kaffi Norðurfirði föstudagskvöldið 1.ágúst.
Karl Hallgrímsson mun halda uppi fjörinu á Kaffi Norðurfirði föstudagskvöldið 1.ágúst.
1 af 2

Á föstudaginn 1. ágúst verður Skrall fyrir ball í Kaffi Norðurfirði eins og um síðustu verslunarmannahelgi. Karl Hallgrímsson úr Blek og Byttum verður með tónleika sem hefjast kl:21.00. Að loknum tónleikunum mun hann spila vinsæl lög af fingrum fram og halda uppi stuði fram á nótt. Aðgangur er aðeins 1000 kr. Heimafólk og ferðafólk er hvatt til að mæta. Einnig skal mynt á hinn rómaða mat sem er á boðstólum í Kaffi Norðurfirði,og svo verður barinn að sjálfsögðu opinn. Það


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
Vefumsjón