Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 16.til 23.júní 2014.
Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók, var mældur á 129 km/klst., á þjóðvegi 60. Fjögur umferðarðóhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, í öllum tilfellum var bifreiðar sem ultu út fyrir veg, um minniháttar slys var að ræða í einu tilfellanna, á Bíludalsvegi, þjóðvegi 63, hin óhöppin urðu á Þorskafjarðarheiði, á Steingrímsfjarðarheiði og við Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Í öllum þessum óhöppum voru bifreiðarnar óökuhæfar. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
TalsverðurMeira