Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum,16.-22.apríl 2014.
Mikill fjöldi fólks sótti Ísafjörð og nágrenni heim um páskana eins og fyrri ár. Ætla má að gestafjöldinn hafi verið á bilinu 2000 til 3000 manns. Margir viðburðir voru á norðanverðum Vestfjörðum og má þar m.a. nefna ýmsa atburði í tengslum við hátíðina "Skíðavikan á Ísafirði" og eins rokkhátíðina "Aldrei fór ég suður". Lögreglan á Vestfjörðum lagði ríka áherslu á að tryggja öryggi ferðafólks og íbúana, í sem víðustum skilningi. Þetta var gert með því að efla löggæsluna þessa daga. Fleiri lögreglumenn voru á vakt en venjulega og fíkniefnaleitarhundurinn Tindur notaður óspart. Þá voru tveir lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu fengnir til aðstoðar þessa hátíðisdaga. Lögreglan hafði í nógu að snúast bæði við eftirlit og að sinna útköllum af ýmsu tagi. Þannig voru bókuð samtals 451 verkefni og í sumum þessum tilvika er um kærur að ræða.
Frá miðvikudaginum 16. apríl sl. og fram til dagsins í dag hafði lögreglan afskipti af 55 ökumönnum sem óku yfir leyfilegum hámarkshraða.Meira