Vortónleikar.
Meira
Mikill fjöldi fólks sótti Ísafjörð og nágrenni heim um páskana eins og fyrri ár. Ætla má að gestafjöldinn hafi verið á bilinu 2000 til 3000 manns. Margir viðburðir voru á norðanverðum Vestfjörðum og má þar m.a. nefna ýmsa atburði í tengslum við hátíðina "Skíðavikan á Ísafirði" og eins rokkhátíðina "Aldrei fór ég suður". Lögreglan á Vestfjörðum lagði ríka áherslu á að tryggja öryggi ferðafólks og íbúana, í sem víðustum skilningi. Þetta var gert með því að efla löggæsluna þessa daga. Fleiri lögreglumenn voru á vakt en venjulega og fíkniefnaleitarhundurinn Tindur notaður óspart. Þá voru tveir lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu fengnir til aðstoðar þessa hátíðisdaga. Lögreglan hafði í nógu að snúast bæði við eftirlit og að sinna útköllum af ýmsu tagi. Þannig voru bókuð samtals 451 verkefni og í sumum þessum tilvika er um kærur að ræða.
Frá miðvikudaginum 16. apríl sl. og fram til dagsins í dag hafði lögreglan afskipti af 55 ökumönnum sem óku yfir leyfilegum hámarkshraða.Í gærkvöldi bar ærin Vá númer 769 á Steinstúni tveim vænum hvítum hrútlömbum,og í nótt báru tvær til viðbótar,önnur tvílembd en hin einlembd. „Að sögn Guðlaugs Ágústssonar bónda gætu fimm ær borið næstu daga. Skýringin er sú að nokkrar rollur sem voru í Munaðarneslandi í haust náðust ekki inn fyrr en í byrjun desember,og voru hrútar með féinu.“
Tveir aðalfundir verða í félagsheimilinu í Trékyllisvik næstkomandi þriðjudag 22.apríl. Fyrri fundurinn er aðalfundur Ungmannafélagsins Leifs Heppna sem hefst klukkan þrettán hundruð (13:00.) Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Seinni fundurinn er aðalfundur björgunarsveitarinnar Strandasólar,og hefst hann klukkan fimmtán hundruð (15:00.)Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Laugardaginn 12. hafnaði mokstursbíll á vegum Vegagerðarinnar út fyrir veg á Djúpvegi 61 í Seiðisfirði Ísafjarðardjúpi, talsveðar skemmdir á bílnum, ökumaður fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Önnur umferðaróhöpp sem tilkynnt voru til lögreglu í vikunni voru minniháttar. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í nágrenni Patreksfjarðar. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Aðfaranótt s.l. sunnudags voru unnin skemmdarverk á nokkrum stöðum á