Breytingar á starfsemi RÚV á Vestfjörðum.
Meira
Árið 2013 varð hagnaður af venjubundnum rekstri Orkubús Vestfjarða níunda árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var með minna móti sökum tíðarfarsins eða rúmar 84 GWh. Í aftakastormi síðustu daga janúar brotnuðu flutningslínur og urðu verulegar truflanir í flutnings og dreifikerfi raforku. Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2013 varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 278,5 Mkr., en þegar tekið er tillit til tekjuskatts og er hagnaður ársins um 222,9 Mkr.. Afskriftir námu alls 240 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2013 voru alls 6.505 Mkr. og heildarskuldir alls 983 Mkr. Eigið fé nam því alls 5.522 Mkr. sem er um 84,9 % af heildarfjármagni.
Á árinu 2013 var 681 Mkr. varið til fjárfestinga, þar af voru tengigjöld og vinna greidd af öðrum 27,5 Mkr.. Fjárfestingar ársins voru að mestu kostaðar af eigin fé fyrirtækisins eða greiddar af þeim sem þeirra óskuðu.
Í lok febrúar 2014 tilkynnti Landsvirkjun að skerða þyrfti raforku
Fimm ökumenn voru ákærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, þrír í nágrenni Ísafjarðar og tveir við Hólmavík. Tveir ökumenn voru kærðir vegna gruns um meintan akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Skemmdarverk voru unnin um liðna helgi á Ísafirði og einnig í Bolungarvík. Á Ísafirði voru brotnar rúður í þrem ökutækjum, í einu ökutæki við Hafnarstræti og tveim ökutækjum við Aðalstræti. Þá voru unnar skemmdir á húsi við Hafnargötu í Bolungarvík. Þá óskar lögregla eftir að ef einhverjir hafa orðið vitni að umræddum skemmdarverkum gefi sig fram við lögreglu í síma 450-3730.
Þá óskar lögreglan eftir vitnum af óhappi sem varðEitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, þar var um að ræða bifreið sem hafnaði út fyrir veg á þjóðvegi nr. 63. Bíldudalsvegi á Trostansfjarðarfjalli, þar voru erlendir ferðamenn á ferð. Bifeiðin óökuhæf og ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innabæjar á Ísafirði. Tvær kærur um líkamsárásir bárust lögreglu í liðinni viku og eru þær til rannsóknar. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.
Tvær tilkynningar bárust lögreglu um sinueld í vikunni
Héraðsmót í bridds var haldið í félagsheimilini í Trékyllisvík á frídegi verkalýðsins fyrsta maí. Úrslit urðu þessi:
1.sæti Vignir Pálsson Hólmavík og Guðbrandur Björnsson Smáhömrum með 150 stig
2.sæti Maríus Kárason Hólmavík og Ólafur Gunnarsson Þurranesi Dalasýslu með 134 stig
3.sæti Eyvindur Magnússon Reykhólum og Jón Stefánsson Broddanesi með 130 stig.