Bændur láta telja fósturvísa.
Meira
Nú liggur fyrir að vegurinn verður ekki opaður á morgun norður í Árneshrepp eins og vonað var í lengstu lög. Því liggur fyrir að ekkert verður úr heimsókn kórs Menntaskólans í Hamrahlíð á morgun laugardag eins og til stóð. Tónleikunum í Baldri á Drangsnesi er frestað til klukkan 16:00 á morgun.
SnarvitlaustKór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi á Ströndum og í Húnaþingi vestra dagana 22. - 24. mars. Kórinn heldur tvenna tónleika 22. mars, í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi kl. 14:30 og um kvöldið í Árneskirkju í Trékyllisvík kl. 20:30. Sunnudaginn 23. mars heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 20. Þá verður kórinn með þrenna tónleika mánudaginn 24. mars, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla Húnaþings vestra kl. 13 (í félagsheimilinu á Hvammstanga), kl. 14:30 syngur kórinn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga og kl. 16:30 verða tónleikar í Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Pál Ísólfsson, Snorra Sigfús Birgisson, Þorkel Sigurbjörnsson, J. S. Bach, Béla Bartók, William Byrd og Orlandus Lassus auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er fjölbreytt og margir hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga.
Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
Fyrri part þriðjudagsins 4. mars sl. voru unnar skemmdir á vélarhlíf og þaki grárrar Toyotu Corolla bifreiðar sem stóð á bifreiðastæði við Menntaskólann á Ísafirði. Einhver er talinn hafa gert sér að leik að stíga eða leggjast á vélarhlíf og þak bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að dældir og rispur hlutust af. Atvikið er talið hafa átt sér stað fyrri part þriðjudagsins 4. mars sl. Ekið mun hafa verið utan í mannlausa bifreið sem stóð á bifreiðastæði við Fjarðarstræti 4-6 á Ísafirði í vikunni. Bifreiðin, sem ekið var á, er rauð Nissan Almera. Áreksturinn er talinn hafa átt sér stað 4. eða 5. mars sl. Lögreglan hvetur þá sem einhverja vitneskju hafa um þessi tvö tilvik að gera viðvart í síma 450 3730. Eigendur bera tjónið sem af þessu háttarlagi hlaust, nema sá sem þeim olli gefi sig fram eða mál upplýsist. Kl.12:22 þann 6. mars barst lögreglu og Neyðarlínu aðstoðarbeiðni vegna ökumanns vélsleða við Þorskafjarðarheiði. Lögregla frá Hólmavík, björgunarsveitin Mannbjörg í Reykhólasveit, sjúkraflutningamenn frá Búðardal og þyrla LHG tóku m.a. þátt í björgun ökumanns vélsleðans, sem mun hafa fótbrotnað. Talið er að maðurinn hafi fallið af vélsleðanum við akstur við rætur Þorskafjarðarheiðar. Hann var fluttur með þyrlu LHG til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð.