Fleiri fréttir

Selma Margrét Sverrisdóttir | sunnudagurinn 13. apríl 2014

Ferðastiklur á RÚV

Lára og Ómar.
Lára og Ómar.
Þátturinn Ferðastiklur hefur göngu sína sunnudaginn 13. apríl klukkan 20:00 á RÚV. Í þessum þáttum fáum við að fylgjast með ferðalagi Láru Ómarsdóttur en ferðafélagi hennar er faðir hennar Ómar Ragnarsson. Litlihjalli náði tali af Láru á dögunum og fékk að forvitnast aðeins um þessa nýju þáttaröð.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. apríl 2014

Skólaferðalag Finnbogastaðaskóla.

Nemendur og starfsfólk við brottför frá Gjögri.
Nemendur og starfsfólk við brottför frá Gjögri.
Nemendur og Starfsfólk Finnbogastaðaskóla fóru í ferðalag þriðja til sjötta apríl. Farið var með flugi frá Gjögri til Reykjavíkur. Í Reykjavík var farið í Keiluhöllina í Öskjuhlíð og síðan í bíó. Á öðrum degi var farið til Vestmannaeyja með
Herjólfi og urðu sumir sjóveikir.
Í Vestmannaeyjum tók fyrrum kennari Finnbogastaðaskóla,Steinunn Jónatansdóttir og maður hennar Óðinn Steinsson sem fóru með hópinn víða um eyjarnar, svo sem í Hamraskóla,Sæheima og Safnheima og einnig upp á Stórhöfða. Á laugardaginn fimmta apríl
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. apríl 2014

Hljómsveitin Eva í Mölinni.

Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir.Hljómsveitin Eva.
Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir.Hljómsveitin Eva.

Tíundu tónleikar Malarinnar fara fram laugardagskvöldið 12. apríl. Þar kemur fram Hljómsveitin Eva sem hefur á undanförnum mánuðum getið sér gott orð fyrir skemmtilega tónlist, hnyttna texta og lifandi sviðsframkomu. Hljómsveitina skipa þær Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir sem stofnuðu hljómsveitina þegar þær voru saman í leiklistarnámi við Listaháskóla Íslands og nefndu sveitina eftir kærustum sínum. Þær vöktu fljótlega talsverða athygli og hafa síðan sveitin var stofnuð komið víða fram við fádæma undirtektir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. apríl 2014

Vestfirðir sækja fram í stórsókn!

Mynd:Baldvin-Díana og Einar Ben.
Mynd:Baldvin-Díana og Einar Ben.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum ásamt samstarfsaðilum á landsvísu og ferðaþjónum á Vestfjörðum hafa ákveðið að sækja fram og eru að fara af stað í stórt þriggja ára markaðsátak. Verkefninu verður stýrt af Markaðsstofu Vestfjarða en þetta er stærsta markaðsverkefnið sem sveitarfélögin hafa farið í frá upphafi. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna og ýta undir þá jákvæðu ímynd sem Vestfirðir hafa nú þegar. Verkefnið snýst að töluverðu leyti um starfrænt ferðalag um Vestfirði sem verður samansett af áhugaverðu myndefni sem sýnir allt það sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Það eru mjög margir sem þurfa að koma að borðinu til þess að svona stórt og ítarlegt verkefni geti gengið upp, ber þar að nefna samstarfsaðila líkt og Icelandair, Flugfélag Íslands, Hertz, Símann, N1 og ferðaþjónar á Vestfjörðum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. apríl 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 31.mars 07.apríl 2014.

Skráningarnúmer voru tekin af fimm bifreiðum í vikunni.
Skráningarnúmer voru tekin af fimm bifreiðum í vikunni.

Tólf ökumenn voru stöðvaðir í liðinni viku fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók var mældur á  120 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu á Patreksfirði. Þar var ekið utan í bíl, ekki vitað um tjónvald. Skráningarnúmer voru tekin af fimm bifreiðum í vikunni, þar sem tryggingar voru ekki í gildi.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. apríl 2014

Álftirnar kvaka.

Álftirnar í vörinni við Litlu-Ávík.
Álftirnar í vörinni við Litlu-Ávík.
1 af 2
Tvær Álftir eru komnar fyrir nokkru sem halda sig á Ávíkinni og synda þar fram og til baka og koma stundum alveg upp í vörina (lendinguna) og kvaka mikið. Þetta er alltaf viss vorboði þegar álfirnar eru mættar: Íslenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum  yfir vetrarmánuðina en kringum tíundi hluti hefur vetursetu á Íslandi aðallega á Suður-og Suðvesturlandi og Mývatni. Á Reykjavíkurtjörn eru einnig venjulega nokkrir tugir fugla. Álftin er með fyrstu farfuglum, þær fyrstu sjást yfirleitt á Suðausturlandi í byrjun mars. Álftir eru mjög áberandi fuglar enda alhvítar með svarta fætur og dökk augu. Kynin eru eins í útliti en karlfuglinn er þó stærri og þyngri. Goggurinn er svartur
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. apríl 2014

Dreifing á raforku gæti lækkað um 20%.

Tafla- dreifingarkosnaðar.
Tafla- dreifingarkosnaðar.
1 af 2

Allt frá því að ný raforkulög tóku gildi árið 2005, með aðskilnaði orkufyrirtækja í dreifiveitur og sölufyrirtæki, hefur dreifikostnaður raforku í dreifbýli hækkað langt umfram það sem þekkist í þéttbýli. Stjórnvöld hafa leitað leiða til að lækka raforkuverð í dreifbýli til jafns við það verð sem er hæst í þéttbýli. Veitt hefur verið sérstakri fjárveitingu til að jafna þennan kostnað, svokallað dreifbýlisframlag. Fyrir Alþingi  liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir að dreifbýlisframlagið hækki á næstu þremur árum þannig að dreifing raforku í dreifbýli verði til samræmis við dreifikostnað í þéttbýli. Þessu verður mætt með jöfnunargjaldi sem leggst á hverja kWst hjá almennum notendum sem nemur 10 aurum á kWst á ári á næstu þremur árum.

Á fjárlögum ársins 2014 er varið 544 m.kr til jöfnunar kostnaði við dreifingu raforku sem er aukning um 304 m.kr. frá árinu á undan.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. apríl 2014

Fíkniefnaleitarhundur til Vestfjarða.

Þórir Guðmundsson lögreglumaður, Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Steinar Gunnarsson yfirhundaþjálfari hjá ríkislögreglustjóraembættinu með fíkniefnaleitarhundinn Tind.
Þórir Guðmundsson lögreglumaður, Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Steinar Gunnarsson yfirhundaþjálfari hjá ríkislögreglustjóraembættinu með fíkniefnaleitarhundinn Tind.

Lögreglunni á Vestfjörðum hefur bæst liðsauki. En í dag lét ríkislögreglustjóraembættið lögreglunni á Vestfjörðum í té fíkniefnaleitarhund sem mun verða staðsettur á Ísafirði og þjónusta allt umdæmið. Hundurinn er af labradorkyni og ber nafnið Tindur. Hann hefur hlotið þjálfun hjá Steinari Gunnarssyni, yfirhundaþjálfara hjá ríkislögreglustjóraembættinu. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður mun hafa hundinn í sinni umsjá og viðhalda þjálfun hans. Fíkniefnaleitarhundur hefur ekki verið á Vestfjörðum frá því í nóvember 2011. En þá skilaði embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fíkniefnaleitarhundinum Dollar til ríkislögreglustjóraembættisins. Ástæðan var fjárskortur vegna niðurskurðarkrafna fjárveitingavaldsins. Nú sér embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fram á bjartari tíma og óskaði því eftir því að fá aftur í þjónustu sína fíkniefnaleitarhund.

Gaman
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. apríl 2014

Veðrið í Mars 2014.

Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.
Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Fyrstu fjóra dagana voru norðaustanáttir með talsverðri snjókomu þann 2. Síðan voru suðlægar vindáttir í þrjá daga. En gekk í norðaustan og norðan 8.og 9.,með snjókomu. Frá tíunda til þrettánda voru mest suðlægar vindáttir,eftir það voru NA eða A- lægar vindáttir,en SV eða V þann 16. Þá gerði norðaustan með hvassviðri eða stormi nítjánda til tuttugusta og fyrsta og talsverðri snjókomu. Þann 24 voru komnar suðlægar vindáttir með hlýindum og talsverðri rigningu fram til 27. Síðustu daga mánaðar var hægviðri með hita yfir daginn en frosti á nóttinni og þurru og fallegu veðri.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. apríl 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 24.til 31.mars 2014.

Skráningarnúmer voru tekin af nokkrum ökutækjum í umdæminu.
Skráningarnúmer voru tekin af nokkrum ökutækjum í umdæminu.
Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, á Barðastrandarvegi nr. 62, ekki slys  á fólki. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir ofhraðan akstur á þjóðvegi nr. 60, mældur á 118 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Skráningarnúmer voru tekin af nokkrum ökutækjum í umdæminu þar sem þau voru ekki með tryggingar í gildi. Einnig voru höfð afskipti af ökumönnum vegna notkunar farsíma við akstur. Föstudaginn 28. mars  kom upp
eldur í tau þurrkara,
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Úr sal.Gestir.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
Vefumsjón