Skúli mennski á Mölinni.
Með hækkandi sól rís Mölin úr rekkju og býður til veislu með hússtjórnarskólagengna Ísfirðingnum Skúla mennska laugardagskvöldið 8. mars. Skúli mennski er framsækinn og metnaðarfullur texta- og lagahöfundur og flytjandi sem býður uppá sérsniðnar tónlistarlausnir fólk og furðuskepnur af öllum stærðum og gerðum. Hann er einkarekinn í almannaþágu og heiðrar nú á laugardag Strandamenn með einstakri nærveru sinni. Skúli hefur komið víða við í tónleikahaldi bæði einn síns liðs og studdur af hljómsveitunum Sökudólgunum, Grjót og Þungri byrði. Á síðustu árum hefur Skúli meðal annars gefið út plöturnar Búgí og Blúsinn í fangið sem gefa nokkuð góð fyrirheit um eðli tónlistarinnar sem Skúli flytur.
Meira
Meira