Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. mars 2014

Öskudagsskemmtun.

Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri í fallegum búnig.
Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri í fallegum búnig.
1 af 3
Börn og starfsfólk Finnbogastaðaskóla héldu Öskudagsskemmtun í Félagsheimilinu í Trékyllisvík í gærdag. Margt var gert sér til skemmtunar,svo sem farið í Kústadans, Limbó og Skóladans og margt fleira. Einnig var slegin kötturinn úr tunninni. Í henni var náttúrlega engin köttur heldur var fullt af sælgæti í henni. Fréttamaður Litlahjalla
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. mars 2014

Vegurinn opnaður í Árneshrepp.

Snjómokstur við Hrafnshamar.Myndasafn.
Snjómokstur við Hrafnshamar.Myndasafn.
1 af 2
Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Byrjað var á mokstri í gær og var mokað bæði norðanmegin frá og sunnanmegin. Þetta var harður snjór í mokstri og þurfti að fara í gegnum nokkur snjóflóð aðallega á Kjörvogshlíðinni. Vegurinn var síðast opnaður 7.janúar en hélts að mestu opinn fram byrjun febrúar vegna góðrar tíðar. Vegurinn norður er undir svonefndri G-reglu. Samkvæmt henni er heimilt að moka tvo daga í viku haust og á vorin ef snjólétt er. Frá 20. mars hefst svonefndur vormokstur eftir G-reglunni
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. mars 2014

Rafmagn tekið af.

Rafmagn verður tekið af Árneshreppi kl 15:00. Mynd frá viðgerð á Trékyllisheiði.
Rafmagn verður tekið af Árneshreppi kl 15:00. Mynd frá viðgerð á Trékyllisheiði.
Rafmagn verður tekið í Árneshreppi klukkan 15:00 í dag og verður rafmagnslaust eitthvað fram eftir degi. Orkubúsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík ætla upp á Trékyllisheiði að vír (loftlínur) á tveimur köflum á heiðinni,vírin er mjög ílla farin eftir átök vetrarins,ísingu
Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | þriðjudagurinn 4. mars 2014

Árneshreppur hlýtur verðlaun Lífshlaupsins

Lárus Blöndal við verðlaunaathöfn / Mynd ARN
Lárus Blöndal við verðlaunaathöfn / Mynd ARN
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni á vegum ÍSÍ en þar eru landsmenn hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu og aukningu hennar eins og kostur gefst. Keppninni er þannig skipt niður í grunnskólakeppni, framhaldsskólakeppni, vinnustaðakeppni og einstaklingskeppni. Hver keppni hefur svo sína undirflokka. 
 

Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. mars 2014

Rafmagnslaust á fimmta tíma.

Frá viðgerð á Trékyllisheiði um áramótin.Mynd Gunnar L B.
Frá viðgerð á Trékyllisheiði um áramótin.Mynd Gunnar L B.
Rafmagn fór af Árneshreppi um það bil klukkan 10:15 í morgun. Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru strax á stað að leita bilunarinnar,en það var ekki fyrr enn upp á Trékyllisheiði sem fannst eitt slit. Rafmagn komst á aftur um klukkan 14:45 í dag. Síðan fóru Orkubúsmenn í að draga út línu sem á að endurnýja á heiðinni nú einhvern daginn,
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. mars 2014

Veðrið í Febrúar 2014.

Svonefndir Vogar sem eru fjórir útí Neslandi í Litlu-Ávíkurlandi.
Svonefndir Vogar sem eru fjórir útí Neslandi í Litlu-Ávíkurlandi.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru mest ríkjandi í mánuðinum. Fyrstu þrjá daga mánaðarins voru norðaustlægar vindáttir,síðan gerði hægviðri í tvo daga. Síðan var ákveðin norðaustanátt næstu tíu daga. Þá gerði blíðviðri í tvo daga með nokkru frosti. En snerist til norðaustanáttar þann 19.,sem stóð út mánuðinn. Úrkoman var í lægri kantinum þennan mánuðinn.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | föstudagurinn 28. febrúar 2014

Vigdís Grímsdóttir skrifar í Kvennablaðið

Vigdís Grímsdóttir rithöfundur
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur
Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir hefur nú hafið pistlaskrif hjá Kvennablaðinu en hún skrifar frá Norðurfirði á Ströndum. Í skrifum sínum talar hún um lífið og tilveruna á þessum fallega stað og sendir Vegagerðinni tóninn. Einnig dásamar hún Borgarbókasafnið og segir frá því sem á daga hennar drífur. Pistlarnir eru líkastir hugsanaflutningi úr höfði rithöfundarins og skemmtilegir aflestrar. 
Fyrir þá sem vilja fylgjast með skrifum Vigdísar má lesa nánar hér.


selma@litlihjalli.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. febrúar 2014

Bjarnarfjarðarhálsstöðin feðruð.

Myndin er af sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli.
Myndin er af sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli.
Nokkuð hefur verið rætt um það manna á meðal hvar þessi sjálfvirka veðurstöð er á Bjarnarfjarðarhálsi,sem oft er lesin upp í veðurskeytum og er oft með mesta vind á landinu,og eða mikinn vind sérstaklega í NA. Nú hefur vefurinn fengið upplýsingar um þessa stöð bæði frá Orkubúi Vestfjarða sem á stöðina og setti hana upp,og frá Veðurstofunni. Menn héldu alltaf að þessi stöð væri við þjóðveginn sem liggur yfir Bjarnarfjarðarháls,( sem hét áður fyrr Bassastaðaháls),til Bjarnarfjarðar,en svo er ekki. Stöðin mun vera fyrir ofan Kleyfar og eða Hellu á Selströnd þar uppá Bjarnarfjarðarhálsi. „Samkvæmt Sölva Sólbergssyni framkvæmdastjóra orkusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða voru settar upp tvær veðurstöðvar önnur á Bjarnarfjarðarhálsi og hin á Arnkötludalsheiði. Mælt er hitastig, loftþrýstingur, rakastig og vindur. Þarna er eingöngu verið að horfa til nýtingu vindsins og tengist ekki þörfum almennings. Svokallað
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. febrúar 2014

Minnt á árshátið.

Forsala aðgöngumiða er í dag.
Forsala aðgöngumiða er í dag.
Formaður Félags Árneshreppsbúa bað vefinn að minna á forsölu aðgöngumiða á árshátíð Félagsins sem verður í dag laugardaginn 22. febrúar frá kl: 14:00 - 16:00 í sal Lionsklúbbsins Lundar sem staðsettur er í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi. Árshátíðin fer svo fram laugardaginn 1. mars og verða veislustjórar Ellen Björnsdóttir frá Melum og Torfi Guðbrandsson en bæði
eru þau barnabörn Torfa Guðbrandssonar, fyrrum skólastjóra við Finnbogastaðaskóla. Dagskrá kvöldsins er glæsileg en þar ber að nefna borðsöng og happdrætti,

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. febrúar 2014

Samtal um framtíð og samvinnu í markaðssetningu.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.
Íslandsstofa og Markaðsstofa Vestfjarða boða til samtals aðila í ferðaþjónustu og tengdra hagsmunaaðila. Á fundinum er ætlunin að ræða möguleika á að stilla enn frekar saman strengi í markaðssetningu landshluta og á landsvísu. Hvaða árangri viljum við ná í ferðaþjónustunni í framtíðinni og hvað er árangur í okkar huga? Hvernig getum við unnið betur saman og nýtt okkur þá markaðssetningu sem fer fram?
Á fundinum verða Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og Díana Jóhannsdóttir, Markaðsstofu Vestfjarða sem mun stýra fundinum.

Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
Vefumsjón