Kári Ingvarsson vann Stóru upplestrar keppnina.
Kári Ingvarsson frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi sigraði í Stóru upplestrarkeppninni á Reykhólum sem haldin var í gær.
Aron Viðar Kristjánsson frá Reykhólaskóla varð í öðru sæti og Daníel Freyr Newton frá Grunnskólanum á Hólmavík í þriðja sæti. Brianna Jewel Johnson frá Grunnskólanum á Hólmavík fékk aukaverðlaun. Aðrir þátttakendur voru Andri Smári Hilmarsson frá Grunnskólanum á Drangsnesi og Stefán Snær Ragnarsson frá Grunnskólanum á Hólmavík. Til aðstoðar voru Karen Ösp Haraldsdóttir frá Grunnskólanum á Drangsnesi, sem sigraði í keppninni í fyrra, og Aðalbjörg Egilsdóttir frá Reykhólaskóla, sem varð þá í öðru sæti. Áður en keppnin hófst ávarpaði Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri Reykhólaskóla mannskapinn.
Dómarar voru Baldur Sigurðsson frá Röddum, Guðjón Dalkvist á Reykhólum og sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum. „Keppnin var mjög jöfn og erfitt að gera upp á milli keppenda,“ segir Guðjón.
Meira