Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. mars 2014

Kári Ingvarsson vann Stóru upplestrar keppnina.

Baldur Sigurðsson og síðan Stefán, Aron, Andri, Daníel, Kári og Brianna.Mynd Reykholar.is
Baldur Sigurðsson og síðan Stefán, Aron, Andri, Daníel, Kári og Brianna.Mynd Reykholar.is

Kári Ingvarsson frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi sigraði í Stóru upplestrarkeppninni á Reykhólum sem haldin var í gær.
Aron Viðar Kristjánsson frá Reykhólaskóla varð í öðru sæti og Daníel Freyr Newton frá Grunnskólanum á Hólmavík í þriðja sæti. Brianna Jewel Johnson frá Grunnskólanum á Hólmavík fékk aukaverðlaun. Aðrir þátttakendur voru Andri Smári Hilmarsson frá Grunnskólanum á Drangsnesi og Stefán Snær Ragnarsson frá Grunnskólanum á Hólmavík. Til aðstoðar voru Karen Ösp Haraldsdóttir frá Grunnskólanum á Drangsnesi, sem sigraði í keppninni í fyrra, og Aðalbjörg Egilsdóttir frá Reykhólaskóla, sem varð þá í öðru sæti. Áður en keppnin hófst ávarpaði Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri Reykhólaskóla mannskapinn.

Dómarar voru Baldur Sigurðsson frá Röddum, Guðjón Dalkvist á Reykhólum og sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum. „Keppnin var mjög jöfn og erfitt að gera upp á milli keppenda,“ segir Guðjón.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. mars 2014

Samgöngunefnd FV- fundar með samgöngustofnun.

Samgöngunefnd FV. F.v. Sigurður Pétursson, formaður, Guðbrandur Sverrisson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Gústaf Jökull Ólafsson og Elías Jónatansson, Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri.
Samgöngunefnd FV. F.v. Sigurður Pétursson, formaður, Guðbrandur Sverrisson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Gústaf Jökull Ólafsson og Elías Jónatansson, Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri.
Fréttatilkynning frá Fjórðungssambandi Vestfjarða:
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga efndi til funda í Reykjavík 25. mars s.l., með forsvarsmönnum Vegagerðar, Póst og fjarskiptastofnunar, ISAVIA, Vodafone og NOVA til að ræða stöðu samgöngu og fjarskiptamála á Vestfjörðum og í lokin var haldinn fundur með skrifstofustjóra innviða í Innanríkisráðuneytinu. Fundir þessir eru haldnir árlega til að fylgja eftir verkefnum sem eru á áætlunum stjórnvalda og til

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. mars 2014

Bændur láta telja fósturvísa.

Guðbrandur  Þorkelsson við fósturtalningu.
Guðbrandur Þorkelsson við fósturtalningu.
1 af 2
Í gær og í fyrra dag var verið að ómskoða fé hjá bændum í Árneshreppi. Flestir bændur í Árneshreppi láta telja fósturvísa í ám sínum til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt,í vor í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sá um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta. Augljósustu nýtingamöguleikar tengjast skipulagningu fóðrunar á síðari hluta meðgöngutíma ánna auk
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. mars 2014

Opnað norður.

Guðbrandur Albertsson snjómokstursmaður við mokstur á norðanverðum Veiðileysuhálsi 5-03-2014.
Guðbrandur Albertsson snjómokstursmaður við mokstur á norðanverðum Veiðileysuhálsi 5-03-2014.
1 af 2
Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Byrjað var að moka í gær bæði norðanmegin frá og sunnanmegin. Um talsverðan snjó var að ræða. Sem dæmi má nefna að snjómoksturstækið sem var að moka norðanmegin var yfir fjóra tíma í Sætrakleyfinni. Vegurinn var síðast opnaður 5. Mars en þá lokaðist hann strax aftur daginn eftir. Vegurinn norður er undir svonefndri G- reglu. Samkvæmt henni er heimilt að moka tvo daga í viku haust og á vorin ef snjólétt er. Nú ætti að vera mokað tvisvar í viku ef ekki er um mikinn snjó að ræða,
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. mars 2014

Um vegaframkvæmdir á Ströndum.

Veiðileysa og Reykjarfjörður.
Veiðileysa og Reykjarfjörður.
Svar innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur vegna vegaframkvæmda á Ströndum:
1. Hver er staða mála varðandi vegaframkvæmdir á Bjarnarfjarðarhálsi, Veiðileysuhálsi og veginum norðan Reykjarfjarðar?
 
Í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016 sem lögð var fram á Alþingi vorið 2013, var gert ráð fyrir fjármagni til endurbyggingar vegar yfir Bjarnarfjarðarháls, 200 millj. kr. 2015 og 300 millj. kr. árið 2016. Tillagan var ekki rædd eða samþykkt á þinginu.
Tillaga ráðherra að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2014–2016 hefur verið samþykkt í ríkisstjórn til framlagningar á Alþingi. Þar er áfram gerð tillaga um framkvæmdir við Strandaveg. Hönnun nýs vegar er tilbúin að mestu og er hún í samræmi við aðalskipulag Kaldrananeshrepps 2010–2030. Nýr vegur yrði 7,5 km langur og geta framkvæmdir hafist sumarið 2015. Reiknað er með sömu fjárveitingu og áður árið 2015 eða 200 millj. kr., en hún er hækkuð árið 2016 úr 300 millj. kr. í 420 millj. kr.
Í þingsályktun um 12 ára samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022 er gert ráð fyrir fjármagni til vegagerðar um Veiðileysuháls í beinu framhaldi af framkvæmdum yfir Bjarnarfjarðarháls. Vegagerðin hefur skoðað nokkra valkosti fyrir nýja veglínu yfir hálsinn og að auki kannað möguleika á að fara fyrir Kamb í stað þess að fara yfir Veiðileysuhálsinn. Í nýsamþykktu aðalskipulagi Árneshrepps 2005–2025 ákvað sveitarstjórn að setja inn líklegustu veglínuna yfir Veiðileysuháls en þó er gert ráð fyrir leið um Kamb sem möguleika til framtíðar.

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. mars 2014

Kór MH- kemst ekki í Árneshrepp.

Ekkert verður af tónleikum MH á morgun í Árneshreppi.
Ekkert verður af tónleikum MH á morgun í Árneshreppi.

Nú liggur fyrir að vegurinn verður ekki opaður á morgun norður í Árneshrepp eins og vonað var í lengstu lög. Því liggur fyrir að ekkert verður úr heimsókn kórs Menntaskólans í Hamrahlíð á morgun laugardag eins og til stóð. Tónleikunum í Baldri á Drangsnesi er frestað til klukkan 16:00 á morgun.

Snarvitlaust
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. mars 2014

Úthlutanir úr húsafriðunarsjóði árið 2014.

Árneskirkja hin eldri fékk styrk.
Árneskirkja hin eldri fékk styrk.
Minjastofnun Íslands hefur úthlutað styrkjum úr húsafriðunarsjóði árið 2014. Alls bárust 262 umsóknir um styrki þar sem sótt var um rúmlega 600 milljónir króna. Að þessu sinni var ákveðið að veita styrki til 148 verkefna, samtals að upphæð 92.550.000 kr. Við úthlutun styrkja var tekið tillit til faglegrar umsagnar húsafriðunarnefndar á styrkumsóknum. Þegar auglýst var eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2014 var tekið fram í auglýsingu að lögð yrði sérstök áhersla á að veita styrki til endurbóta á friðlýstum húsum og mannvirkjum. Að þessu sinni var veitt 55.550.000 kr. til þess málaflokks, eða um 60% af þeirri upphæð sem úthlutað var. Ein úthlutun kom í Árneshrepp undir liðnum friðlýstar kirkjur
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. mars 2014

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferðalagi á Ströndum.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð.Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð.Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir.
1 af 2

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi á Ströndum og í Húnaþingi vestra dagana 22. - 24. mars. Kórinn heldur tvenna tónleika 22. mars, í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi kl. 14:30 og um kvöldið í Árneskirkju í Trékyllisvík kl. 20:30. Sunnudaginn 23. mars heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 20. Þá verður kórinn með þrenna tónleika mánudaginn 24. mars, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla Húnaþings vestra kl. 13 (í félagsheimilinu á Hvammstanga), kl. 14:30 syngur kórinn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga og kl. 16:30 verða tónleikar í Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Pál Ísólfsson, Snorra Sigfús Birgisson, Þorkel Sigurbjörnsson, J. S. Bach, Béla Bartók, William Byrd og Orlandus Lassus auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er fjölbreytt og margir hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga.

 

Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. mars 2014

Vetrarrúningur.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík við snoðklippingu í fyrradag.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík við snoðklippingu í fyrradag.
1 af 2
Bændur hafa verið við vetrarrúning eða svonefnda snoðklippingu nú undanfarið. Lítil ull kemur af féinu í þessari klippingu enn verður samt að taka snoðið af. Fyrri rúningur fer fram á haustin þegar fé er tekið inn á gjöf. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur alltaf getað klippt sitt fé sjálfur og hefur alltaf klippt talsvert á öðrum bæjum gegnum tíðina en er nú hættur því enda komin á sjötugsta og sjötta aldursárið. Nú fer að líða að því seinna í mánuðinum að bændur láti ómskoða til að telja fósturvísa og sjá þá hvað er tvílembt og einlembt og eða hvort gæti verið um þrílembur
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. mars 2014

Ofsaveður og fárviðri var í gær.

Skrifstofudyrnar fóru af í heilu lagi og rúðan brotnaði.
Skrifstofudyrnar fóru af í heilu lagi og rúðan brotnaði.
1 af 2
Það er óhætt að segja að ofsaveður og eða fárviðri hafi verið í gær,frá því í gærkvöld og fram á morgun. Samkvæmt mælum veðurstöðvarinnar í Litlu-Ávík var veðrið orðið klukkan 21:00 í gærkvöldi 23 m/s í jafnavind og kviður í 37 m/s í
suðsuðvestan vindi,þetta er vindur yfir gömul tólf vindstig og telst fárviðri. Í morgun klukkan 06:00 var vindurinn á stöðinni Litlu-Ávík SSV 30 m/s í jafnavind og fór upp í 51 m/s í kviðum,sem er fárviðri,loks um sjöleitið fór að draga hratt úr vindstyrk. Sem betur fer hefur ekki frest af neinu stórtjóni en sem komið er,en hurð fauk af á gistiheimilinu Bergistanga þar sem Gunnsteinn
Gíslason er með skrifstofuaðstöðu í sama húsi og gistiheimilið er í gamla frystihúsinu. Einnig

Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Húsið 29-10-08.
  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Úr sal.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
Vefumsjón