Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. mars 2014 Prenta

Kári Ingvarsson vann Stóru upplestrar keppnina.

Baldur Sigurðsson og síðan Stefán, Aron, Andri, Daníel, Kári og Brianna.Mynd Reykholar.is
Baldur Sigurðsson og síðan Stefán, Aron, Andri, Daníel, Kári og Brianna.Mynd Reykholar.is

Kári Ingvarsson frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi sigraði í Stóru upplestrarkeppninni á Reykhólum sem haldin var í gær.
Aron Viðar Kristjánsson frá Reykhólaskóla varð í öðru sæti og Daníel Freyr Newton frá Grunnskólanum á Hólmavík í þriðja sæti. Brianna Jewel Johnson frá Grunnskólanum á Hólmavík fékk aukaverðlaun. Aðrir þátttakendur voru Andri Smári Hilmarsson frá Grunnskólanum á Drangsnesi og Stefán Snær Ragnarsson frá Grunnskólanum á Hólmavík. Til aðstoðar voru Karen Ösp Haraldsdóttir frá Grunnskólanum á Drangsnesi, sem sigraði í keppninni í fyrra, og Aðalbjörg Egilsdóttir frá Reykhólaskóla, sem varð þá í öðru sæti. Áður en keppnin hófst ávarpaði Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri Reykhólaskóla mannskapinn.

Dómarar voru Baldur Sigurðsson frá Röddum, Guðjón Dalkvist á Reykhólum og sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum. „Keppnin var mjög jöfn og erfitt að gera upp á milli keppenda,“ segir Guðjón. Í hléi var sýnt auglýsingamyndband frá nemendum Reykhólaskóla. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Karen Ösp Haraldsdóttir, flutti ljóð, og síðan var atriði frá Grunnskólanum á Hólmavík, þar sem Sólrún Ósk Pálsdóttir, nemandi í 8. bekk, lék lagið You can read all about it í eigin útsetningu. Eftir keppnina var boðið upp á indælis kjötsúpu að hætti matráðsins í Reykhólaskóla. Allir þátttakendurnir fengu bókargjöf frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, peningagjöf kom frá Íslandsbanka til þeirra sem lentu í fyrstu þremur sætunum og Mjólkursamsalan gaf öllum kókómjólk.


Þetta kemur fram á vef Reykhólahrepps

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
Vefumsjón