Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. febrúar 2014

Nýr fréttamaður við Litlahjalla.

Selma Margrét Sverrisdóttir.
Selma Margrét Sverrisdóttir.
Nýr fréttamaður, Selma Margrét Sverrisdóttir 23 ára málfræðinemi í Háskóla Íslands. Hún lauk stúdentsprófi frá Borgarholtsskóla þann 19. maí 2012. Stundar nú nám í Háskólanum og vinnur með skóla við að selja bækur í Griffli. Finnst gaman að skrifa og stefnir á blaða- og eða fréttamennsku í framtíðinni. Hún er staðsett í Reykjavík og verður með sína fyrstu frétt hér á vefnum á morgun. Netfang hennar er selma@litlihjalli.is Lára Ómarsdóttir fréttamaður á RÚV kynnti Selmu fyrir umsjónarmanni vefsins. Eins og að venju eru öll fréttaskrif á vefinn launalaus.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. febrúar 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 3. til 10. febrúar 2014.

Bíll valt á Þröskuldum í liðinni viku.
Bíll valt á Þröskuldum í liðinni viku.
Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, þar af var einn stoðvaður í Bolungvarvíkurgöngum og það má ítreka fyrir ökumönnum að þar er 70 km hámarkshraði og aðrir stöðvaðir á Djúpvegi nr. 61, í nágrenni við Hólmavík og sá sem hraðast ók þar var mældur á 123 km/klst., vart þarf að taka fram að núna er vetrarfærð og aðstæður ekki góðar. Eitt
umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, um var að ræða bílveltu á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi um Þröskulda, þar hafnaði bifreið á hliðinni, aðstæður mjög slæmar, mikill skafrennir og skyggni ekki gott. Farþegi sem var í bifreiðinni var fluttur með sjúkrabíl til skoðunar á heilsugæslustöðina í Búðardal.

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. febrúar 2014

Júlíana prufar flotgalla.

Júlíana Lind komin í gallann.
Júlíana Lind komin í gallann.
1 af 3
Seint í haust þegar Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík fór niðri fjöru til að mæla sjávarhita sem þarf að gera tvisvar í viku,sá Jón eitthvað rautt útá flúrum. Þessu var dröslað í land og upp að skemmu,og þegar þetta var skoðað betur kom í ljós að þetta var taska með flotgalla. Taskan var rifin og gallinn rennandi blautur. Gallinn var svo skolaður og þurrkaður. Jón lét síðan Guðlaug Ágústsson á Steinstúni fá gallan,en hann á bát sem hann gerir út á sumrin á strandveiðar. Þegar Júlíana Lind dóttir Gulla og Eddu,var heima í jólafrí gerði hún sér lítið fyrir og fór í gallann og prufaði hann í höfninni á Norðurfirði.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. febrúar 2014

Gömul hafísmynd.

Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
1 af 2
Skúli Alexanderson fyrrverandi alþingismaður sendi vefnum frábæra  mynd af hafís á Reykjarfirði frá árinu 1965,myndin var tekin frá Djúpavík. „Skúli segist alltaf vera mikill aðdáandi fréttavefsins litlahjalla,enda er ég strandamaður í húð og hár. Ég er uppalinn í Kjós í Reykjarfirði syðri og á hús í Djúpavík og dvelst þar mikið á sumrum,en rek nú gistiheimili á Hellissandi. Skúli segist fylgjast vel með fréttum frá Árneshreppi helst ekki fara að sofa án þess að kíkja á vef litlahjalla. Því miður segist Skúli ekki hafa fundið fleiri hafísmyndir í myndalbúmi sínu.“ Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hefur nú skannað myndina og sendi á bókasafn Veðurstofu Íslands,með leyfi Skúla. Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur þar segir myndina mjög mikilvæga í hafísmyndasafnið og hvetur fólk sem hefur gamlar myndir af hafís að hafa samband við sig á Veðurstofunni. Þór Jakobsson
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. febrúar 2014

En frestað að leggja bundið slitlag á Gjögurflugvöll.

Malað og harpað var efni í flugbrautina síðastliðið haust.
Malað og harpað var efni í flugbrautina síðastliðið haust.
Eins kunnugt var stóð til að fara í framkvæmdir á Gjögurflugvelli til að leggja bundið slitlag á flugbrautina árið 2013. Eingöngu var farið í efnisvinnslu og fyrirhugað var að ljúka framkvæmdum 2014. Vegna fjárskorts hefur verið ákveðið að fresta  framkvæmdum til 2015. Þannig að enn virðist seinka með að leggja slitlag á brautina á Gjögurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. febrúar 2014

Farþega og vöruflutningar á Gjögurflugvöll árið 2013.

Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Nú hefur vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöru- og póstflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2013 frá Isavia. Fækkun er á farþegum á milli áranna 2013 og 2012 eða 70 færri,en 2012. Umtalsverð fækkun var á farþegum á milli áranna 2010 og 2009 eða 170 farþegar. Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum. Vöru og póstflutningar jukust aðeins á milli áranna eða um 837 kg. Farþegafjöldi á Gjögurflugvöll árið 2013 voru 146 á móti 216 árið áður,eða 32.4 % færri, þarna er átt við bæði komu og brottfararfarþega. Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2013:19.722. kg,enn árið 2012:18.885. kg. jókst því um 4,4%. Lendingar á Gjögurflugvöll fyrir síðastliðið ár voru 172 enn árið áður 170 lendingar,tveim lendingum fleiri eða 1,2% fleiri lendingar árið 2013. Ekkert sjúkraflug er skráð á Gjögur á liðnu ári. Það verður að koma fram og hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní júlí ágúst og september,og var það fjórða árið í röð. En slíkt fyrirkomulag byrjaði í júní 2010.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. febrúar 2014

Veðrið í Janúar 2014.

Séð niðrað Gjögri.Mynd 30-01-2014.
Séð niðrað Gjögri.Mynd 30-01-2014.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan eða Norðan hvassviðri,eða allhvössum vindi sem stóð til og með áttunda þessa mánaðar. Síðan gerði hægviðri með austlægum eða suðlægum vindáttum í þrjá daga. Tólfta til fimmtánda voru austlægar vindáttir allhvasst eða með kalda,og með lítilsáttar úrkomu. Eftir það voru bara hægviðri að mestu með nokkurri úrkomu fram til 23. Eftir það voru hægar hafáttir og síðan austlægar vindáttir,en allhvasst af austri síðasta dag mánaðar. Úrkoman var í minna lagi í mánuðinum. Rafmagn fór af Árneshreppi um morguninn þann þriðja og komst rafmagn aftur á á sunnudagsnótt þann 5. Rafmagnslínur slitnuðu vegna ísingar á Trékyllisheiði.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. febrúar 2014

Fyrsti saumaklúbbur vetrarins.

Konur við hannyrðir.
Konur við hannyrðir.
1 af 3
Í gærkvöld var haldinn fyrsti saumaklúbbur vetrararins nú á Melum hjá Bjarnheiði Fossdal og Birni Torfasyni. Klúbburinn var vel sóttur í gærkvöldi. Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin. Þá eru konur viðsauma eða aðra handavinnu. Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margraáratuga og á meðan fleira fólk var í sveitinni voru klúbbarnir tvískiptir,það er klúbbar voru haldnir bæði í norðurhluta hreppsins og austari hlutanum þá ver skipt við Melabæina. Oftast koma allir sem geta og eiga heimangegnt,ungir sem aldnir. Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. janúar 2014

Aðalskipulag Árneshrepps samþykkt.

Aðalskipulag Árneshrepps hefur verið samþykkt.
Aðalskipulag Árneshrepps hefur verið samþykkt.
Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025 hefur nú verið staðfest. Samkvæmt 19.gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 hefur umhverfis og auðlindaráðherra þann 28. janúar 2014 staðfest aðalskipulag 2005-2025. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags –og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. janúar 2014

Síminn leggur niður gagnaflutning um d-rás.

Nú er 3G kerfið allsráðandi í Árneshreppi.
Nú er 3G kerfið allsráðandi í Árneshreppi.

Samkvæmt tilkynningu frá Símanum,vill Síminn vekja athygli á því að nú næstkomandi föstudag 31. janúar mun Síminn leggja niður gagnaflutning um svonefnda d-rás á ISDN samböndum. Síminn leggur niður d-rásina þar sem þjónustuaðilar hafa hætt stuðningi við vöruna og ekki er mögulegt að viðhalda því öryggi sem Síminn krefst. D-rásin er lághraða gagnaflutningsleið. Helstu notkunarmöguleikar hennar voru,tenging við Internetið og tenging fyrir greiðsluposa hjá fyrirtækjum. Jafnframt hefur hún verið nýtt í samskiptum við ýmiss konar mælibúnað.

Víð í Árneshreppi og víðar í dreifbýli þekkjum þessa tengingu vel
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
Vefumsjón