Lækka flugfar á Gjögur.
Meira
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 708,0 mm á liðnu ári 2013. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Aðeins einu sinni fór úrkoman 2013 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í september (107,7 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2013 var í júní (13,2mm). Úrkoman var því 81,1 mm minni en árið 2012.
Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2013:
Tilkynning frá FV: Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur fyrir hönd sveitafélagna á Vestfjörðum unnið að því að fá sveitafélögin umhverfisvottuð af vottunarsamtökunum EarthCheck sem er einu samtökin í heiminum sem votta sveitafélög.
Gögnum var skilað í desember 2013 vegna ársins 2012 og hafa nú borist upplýsingar um að vottunin sé komin og fengu sveitafélögin á Vestfjörðum brons vottun en þau voru vel yfir viðmiðunarlínu í nær öllum þáttum sem kannaðir voru.
Verkefnastjóri byggðaþróunardeildar FV vinnur nú að því að taka skírsluna samanEitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, um var að ræða bílveltu á Flateyrarvegi þar sem fólksflutningabifreið rann út af veginum. Ekki slys á fólki. Aðfaranótt sunnudags var ekið á gangandi vegfaranda á Strandgötu á Patreksfirði. Hinn slasaði var fluttur með þyrlu LHG á Háskólasjúkrahús, slysadeild í Reykjavík til skoðunar. Hann hlaut alvarlega áverka en þó ekki lífshættulega. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Ástæða er til að benda hlutaðeigandi aðilum á að akstur vélsleða í þéttbýli er ekki leyfilegur enda eru þessi ökutæki flokkuð sem torfærutæki. Talsvert hefur borðið á því að ökumenn virði ekki þessar reglur.
Rafmagnsleysi hefur verið mjög títt í Árneshreppi á Ströndum undanfarnar vikur. Halldór Magnússon, framkvæmdastjóri rafveitusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða, segir mikla ísingu hafa verið á línunni yfir Trékyllisheiði og hún hafi slitnað á fleirum en einum stað. Þá gerði vonskuveður á heiðinni viðgerðarmönnum erfitt fyrir. Halldór segir að skemmdir á línum hefðu orðið mun meiri ef Orkubúið hefði ekki gert skurk í að koma þeim í jörð á síðasta ári. „Við framkvæmdum fyrir 50 milljónir í hreppnum í fyrra og á framkvæmdaáætlun 2014 eru ráðgerðar framkvæmdir fyrir 33 milljónir í Árneshreppi,“ segir Halldór í viðtali við bb.is á föstudaginn 10., janúar. Enn fremur segir Halldór að í ár sé ráðgert að koma línunni sem liggur frá botni Reykjarfjarðar um Naustvíkurskörð yfir í Trékyllisvík í jörð.
Orkubúið er ekki með neitt varaafl