Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. janúar 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 20.jan til 27.ján 2014.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Í liðinni viku var einn ökumaður kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna og annar vegna gruns um ölvun við akstur. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku,um var að ræða minni háttar óhöpp og án meiðsla. Skemmtanahald gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu, en þorrablót voru haldin á nær öllum þéttbýlisstöðum í umdæminu.

Lögreglan vill koma þeim ábendingum til vegfaranda,
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. janúar 2014

Lækka flugfar á Gjögur.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Ég hef ákveðið að veita öllum þeim sem fljúga til eða frá Gjögri afslátt af því flugi. Afslátturinn sem sem við veitum fullorðnum er 45% af almennu verði og mun því hvert fargjald kosta 10.560 fyrir fullorðinn einstakling. Fyrir börn munum við veita 30% afslátt og verður því barnafagjald 8190. Til þess að fá afslátt þarf að bóka flug í síma 562-2640 og greiða við bókun.Afsláttur þessi gildir frá með deginum í dag til 31maí 2014. Með þessum afsláttum vill Flugfélagið Ernir vekja athygli almennings á flugsamgöngum til og frá Gjögri og hversu nauðsynlegar flugsamgöngur eru fyrir samfélagið í heild. Segir Ásgeir
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. janúar 2014

Á skautum.

Börnin skemmttu sér vel á skautum.
Börnin skemmttu sér vel á skautum.
1 af 2
Í gær þegar fréttamaður var á ferð í Trékyllisvík sá hann börn Finnbogastaðaskóla á skautum á Finnbogastaðavatni,og fór til þeirra og tók myndir. Ekta skautasvell hefur verið þar núna undanfarna daga,og verður áfram ef þiðnar ekki því meyr. Ekki
var að sjá annað en skólabörnin og fleiri skemmttu sér konunglega  á skautum á Finnbogastaðavatni
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. janúar 2014

Úrkoman var 708,0 mm árið 2013.

Úrkoman var 81,1 mm minni en árið 2012.
Úrkoman var 81,1 mm minni en árið 2012.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 708,0 mm á liðnu ári 2013. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Aðeins einu sinni fór úrkoman 2013 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í september (107,7 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2013 var í júní (13,2mm). Úrkoman var því 81,1 mm minni en árið 2012.

 

Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2013:
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. janúar 2014

Einkennilegt tíðarfar.

Séð til Krossness og Norðurfjarðar. Mynd tekin rétt fyrir hádegi. Það mætti samt halda að þessi mynd væri tekin í maí.
Séð til Krossness og Norðurfjarðar. Mynd tekin rétt fyrir hádegi. Það mætti samt halda að þessi mynd væri tekin í maí.
1 af 2
Frá því fyrir jól og yfir og eftir áramót hefur verið einkennilegt tíðarfar. Þótt Veðurstofa Íslands hafi spáð snjókomu varð litið sem ekkert úr henni,frekar í formi élja,slyddu eða frostrigningar eða frostúða,enda hefur hitastigið verið rokkandi frá í um frostmarkið og í og yfir þriggja stiga hita,og oft með ísingar veðri,með tilheyrandi rafmagnsleysi,því línur slitnuðu og staurar brotnuðu á Trékyllisheiðinni í þessu ísingar veðri. Þumalputtareglan segir að ef hiti er um þrjú stig niður á lálendi,lækki hitinn um hverja hundrað metra hæð um eitt stig,þannig að ef hiti er um þrjú stig á lálendi er hitinn um núll stig í þrjú hundruð metra hæð. Snjódýpt á veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur aðeins mælst mest sex sentimetrar sem af er mánuðinum,en undananfarið gefin upp
svellaða jörð að miklu leyti,en nú eru svellin að minka. Það má segja svolítið einkennilegt

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. janúar 2014

MBL.IS sagði best frá og fljótastir með fréttir af rafmagnsleysi í Árneshreppi.

Viðgerð á línum.Mynd OV feisbók.
Viðgerð á línum.Mynd OV feisbók.
Það verður að segjast eins og er að fréttamiðillinn MBL.is var fljótastur að segja fréttir frá rafmagnleysinu í Árneshreppi og kynntu sér vel aðstæður hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík,og allan fréttaflutning frá fréttamannii liltahjalla.is,sem sendi stöðugar fréttir frá viðgerðum eða tilraunum OV til viðgerða um áramótin og eftir áramótin,þar sem rafmagnsleysið var lengur og
mikilli barátta hjá línumönum OV við að komast á heiðina. MBL á heiður skilið fyrir þennan fréttaflutning,því það skiptir máli að aðstandendur fólks í hreppnum,sem er fyrir sunnan eða annarsstaðar á landinu fái fréttir af stöðu
mála. Það er aðra sögu að segja af fréttum RÚV/útvarp/vefur,þótt RÚV væri sendar  fréttir um stöðu mála var lítið
sem ekkert byrt,þrátt fyrir sendingar um stöðu mála. Eins var um BB.is sem er aðalfréttavefur Vestfjarða
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. janúar 2014

Útsvarið hækkar í Árneshreppi.

Sveitarfélagið nýtir að fullu leyfilega útsvarsprósentu.
Sveitarfélagið nýtir að fullu leyfilega útsvarsprósentu.
Sveitarfélagið
Árneshreppur hækkar útsvarsprósentuna. Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga geta sveitarfélögin ákveðið útsvar á bilinu 12,44% og í 14,52%. Í Árneshreppi verður útsvarsprósentan 14,52% fyrir árið 2014, en var 14,48% í fyrra 2013. Sveitarfélagið nýtir því að fullu leyfilega útsvarsprósentu. Sömu sögu er að segja í nágrannabyggðarlögunum,Kaldrananeshreppi og Strandabyggð. Hér er listi yfir

Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. janúar 2014

Sveitafélögin á Vestfjörðum umhverfisvottuð.

Sveitafélögin á Vestfjörðum fengu brons vottun.
Sveitafélögin á Vestfjörðum fengu brons vottun.

Tilkynning frá FV: Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur fyrir hönd sveitafélagna á Vestfjörðum unnið að því að fá sveitafélögin umhverfisvottuð af vottunarsamtökunum EarthCheck sem er einu samtökin í heiminum sem votta sveitafélög.

Gögnum var skilað í desember 2013 vegna ársins 2012 og hafa nú borist upplýsingar um að vottunin sé komin og fengu sveitafélögin á Vestfjörðum brons vottun en þau voru vel yfir viðmiðunarlínu í nær öllum þáttum sem kannaðir voru.

Verkefnastjóri byggðaþróunardeildar FV vinnur nú að því að taka skírsluna saman
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. janúar 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 6. jan til 13. jan. 2014.

Lögreglan hvetur ökumenn vélsleða til að haga akstri og flutningi þessara tækja í samræmi við lög og reglur.
Lögreglan hvetur ökumenn vélsleða til að haga akstri og flutningi þessara tækja í samræmi við lög og reglur.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, um var að ræða bílveltu á Flateyrarvegi þar sem fólksflutningabifreið rann út af veginum. Ekki slys á fólki. Aðfaranótt sunnudags var ekið á gangandi vegfaranda á Strandgötu á Patreksfirði. Hinn slasaði var fluttur með þyrlu LHG á Háskólasjúkrahús, slysadeild í Reykjavík til skoðunar. Hann hlaut alvarlega áverka en þó ekki lífshættulega. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Ástæða er til að benda hlutaðeigandi aðilum á að akstur vélsleða í þéttbýli er ekki leyfilegur enda eru þessi ökutæki flokkuð sem torfærutæki. Talsvert hefur borðið á því að ökumenn virði ekki þessar reglur. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. janúar 2014

OV fyrirhugar að halda áfram jarðstrengjalögn í Árneshreppi.

Jarðstrengir voru lagðir í sumar sem leið.
Jarðstrengir voru lagðir í sumar sem leið.

Rafmagnsleysi hefur verið mjög títt í Árneshreppi á Ströndum undanfarnar vikur. Halldór Magnússon, framkvæmdastjóri rafveitusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða, segir mikla ísingu hafa verið á línunni yfir Trékyllisheiði og hún hafi slitnað á fleirum en einum stað. Þá gerði vonskuveður á heiðinni viðgerðarmönnum erfitt fyrir. Halldór segir að skemmdir á línum hefðu orðið mun meiri ef Orkubúið hefði ekki gert skurk í að koma þeim í jörð á síðasta ári. „Við framkvæmdum fyrir 50 milljónir í hreppnum í fyrra og á framkvæmdaáætlun 2014 eru ráðgerðar framkvæmdir fyrir 33 milljónir í Árneshreppi,“ segir Halldór í viðtali við bb.is á föstudaginn 10., janúar. Enn fremur segir Halldór að í ár sé ráðgert að koma línunni sem liggur frá botni Reykjarfjarðar um Naustvíkurskörð yfir í Trékyllisvík í jörð.

Orkubúið er ekki með neitt varaafl
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
Vefumsjón