Mikið til fært allan mánuðinn.
Meira
Ný verðskrá fyrir bréfapóst tók gildi hjá Íslandspósti um áramótin. Póst- og fjarskiptastofnun samþykkti breytinguna en gjaldskráin hefur verið óbreytt frá 1. júlí 2012. Eftirfarandi breytingar urðu á verðskrá Póstsins 1. janúar 2014:
Nokkrar ástæður eru fyrir verðskrárbreytingunni: Í fyrsta lagi hefur bréfum fækkað mikið á undanförnum árum. Í öðru lagi almennar verðhækkanir í rekstri fyrirtækins. Í þriðja lagi fjölgun íbúða sem hefur bein áhrif á kostnað dreifikerfis.Í liðinni viku var einn ökumaður kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna og annar vegna gruns um ölvun við akstur. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku,um var að ræða minni háttar óhöpp og án meiðsla. Skemmtanahald gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu, en þorrablót voru haldin á nær öllum þéttbýlisstöðum í umdæminu.
Lögreglan vill koma þeim ábendingum til vegfaranda,Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 708,0 mm á liðnu ári 2013. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Aðeins einu sinni fór úrkoman 2013 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í september (107,7 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2013 var í júní (13,2mm). Úrkoman var því 81,1 mm minni en árið 2012.
Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2013:
Tilkynning frá FV: Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur fyrir hönd sveitafélagna á Vestfjörðum unnið að því að fá sveitafélögin umhverfisvottuð af vottunarsamtökunum EarthCheck sem er einu samtökin í heiminum sem votta sveitafélög.
Gögnum var skilað í desember 2013 vegna ársins 2012 og hafa nú borist upplýsingar um að vottunin sé komin og fengu sveitafélögin á Vestfjörðum brons vottun en þau voru vel yfir viðmiðunarlínu í nær öllum þáttum sem kannaðir voru.
Verkefnastjóri byggðaþróunardeildar FV vinnur nú að því að taka skírsluna saman