Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 3. til 10. febrúar 2014.
Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, þar af var einn stoðvaður í Bolungvarvíkurgöngum og það má ítreka fyrir ökumönnum að þar er 70 km hámarkshraði og aðrir stöðvaðir á Djúpvegi nr. 61, í nágrenni við Hólmavík og sá sem hraðast ók þar var mældur á 123 km/klst., vart þarf að taka fram að núna er vetrarfærð og aðstæður ekki góðar. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, um var að ræða bílveltu á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi um Þröskulda, þar hafnaði bifreið á hliðinni, aðstæður mjög slæmar, mikill skafrennir og skyggni ekki gott. Farþegi sem var í bifreiðinni var fluttur með sjúkrabíl til skoðunar á heilsugæslustöðina í Búðardal. Skráningarmerki voru fjarlægð af nokkrum bifreiðum í vikunni, bæði vegna vangoldinna trygginga og einnig þær höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar. Skemmtanahald um liðna helgi gekk nokkuð vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu.