Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. febrúar 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 3. til 10. febrúar 2014.

Bíll valt á Þröskuldum í liðinni viku.
Bíll valt á Þröskuldum í liðinni viku.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, þar af var einn stoðvaður í Bolungvarvíkurgöngum og það má ítreka fyrir ökumönnum að þar er 70 km hámarkshraði og aðrir stöðvaðir á Djúpvegi nr. 61, í nágrenni við Hólmavík og sá sem hraðast ók þar var mældur á 123 km/klst., vart þarf að taka fram að núna er vetrarfærð og aðstæður ekki góðar. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, um var að ræða bílveltu á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi um Þröskulda, þar hafnaði bifreið á hliðinni, aðstæður mjög slæmar, mikill skafrennir og skyggni ekki gott. Farþegi sem var í bifreiðinni var fluttur með sjúkrabíl til skoðunar á heilsugæslustöðina í Búðardal. Skráningarmerki voru fjarlægð af nokkrum bifreiðum í vikunni, bæði vegna vangoldinna trygginga og einnig þær höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar. Skemmtanahald um liðna helgi gekk nokkuð vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Sirrý og Siggi.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
Vefumsjón