Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. janúar 2014

Farnir á Trékyllisheiði aftur.

Frá viðgerð á Trékyllisjeiði.Mynd Gunnar L Björnsson.
Frá viðgerð á Trékyllisjeiði.Mynd Gunnar L Björnsson.
Vinnuflokkur er farin af stað á Trékyllisheiði þó veðrið hafi lítið skánað, þar sem veðurútlit næsta sólarhring lofi ekki góðu. Vinnuflokkurinn ætlar að freista þess að skoða línuna því reyknað er með að bilað sé þar sem bráðabirgðaviðgerð fór fram á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdags. Vind hefur aðeins lægt í bili en mjög vont á heiðinni og blint. Rafmagn
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. janúar 2014

Viðgerðarmenn snéru frá á Trékyllisheiði.

Mynd/kort frá Eysteini hjá OV.Hólmavík.
Mynd/kort frá Eysteini hjá OV.Hólmavík.
Viðgerðarmenn sem fóru upp á Trékyllisheiði í morgun urðu frá að hverfa vegna veðurs. Beðið verður með að fara upp aftur, þar til veður skánar.
Straumlaust er í Kollafirði og Bitrufirði. Vitað er að línan er óslitin. en rofi tollir ekki inni, líklega eru þetta salttruflanir. Viðgerðarmenn eru að skoða línuna. Óvíst er að reynt verði að fara á heiðina aftur í kvöld þótt veður lægi eitthvað í bili, en síðan á að hvessa aftur samkvæmt veðurspá. Það var svarta bilur á heiðinni. Á meðfylgjandi mynd/korti frá Orkubúinu á Hólmavík sést hvar bilunin er,í

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. janúar 2014

Rafmagnið farið aftur.

Það þarf varla skó til að klifra upp í staurabrotin.Mynd Gunnar L Björnsson.
Það þarf varla skó til að klifra upp í staurabrotin.Mynd Gunnar L Björnsson.
Þá fór rafmagnið aftur af í Árneshreppi um klukkan 08:43 í morgun.  Ekki er vitað um ástæðu,en Orkubúsmenn á Hólmavík eru að athuga með aðstæður að komast upp á Trékyllisheiði á sérbúnum bíl,en snarvitlaust veður er á heiðinni. Reyknað er með að lína nái jörð þar sem bráðabirgða viðgerðin fór fram á gamlárskvöld. Eins
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. janúar 2014

Veðrið í Desember 2013.

Oftast var slæmt sjóveður í mánuðinum.
Oftast var slæmt sjóveður í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum með hvassviðri eða stormi fyrsta dag mánaðarins. Þann fjórða gekk í skammvinna Norðanátt með hörkufrosti til sjötta. Eftir það dróg úr frosti með austlægum eða breytilegum vindáttum,og síðan suðlægum. Síðan héldu umhleypingar áfram fram til 22. Eftir það gekk í ákveðna Norðaustanátt,oft með hvassviðrum eða stormi,rigningu,slyddu eða éljum. Talsverð ísing var 26 og 27.,í byggð. Talsverð eða mikil hálka og svell voru á vegum fyrir hátíðarnar og fram á áramót. Vindur náði 12 vindstigum gömlum þann 1.,eða yfir 35 m/s. Talsvert tjón varð hjá Orkubúi Vestfjarða á Trékyllisheiði á gamlársdag,þegar rafmagnstaurar brotnuðu og línur slitnuðu,vegna ísingar þar uppi.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. janúar 2014

Rafmagn komið í Árneshreppi. Bráðabirgðaviðgerð.

Rafmagn komst aftur á í Árneshrepp klukkan 03:22.
Rafmagn komst aftur á í Árneshrepp klukkan 03:22.
Rafmagn komst aftur á í Árneshreppi klukkan 03:22. Bilunin var fyrir norðan neyðarskýlið á Trékyllisheiði, þar voru brotnir að minnsta kosti fimm staurar,í svonefndum Sprengibrekkum og þar lá línan neðri í um eins kílómetra kafla. Það hefur verið bullandi ísing upp á heiði í gær og hlaðist á línur og brotið staurana, þótt hiti hafi verið um þrjú stigin niður við sjóinn í byggð. Athuga skal að aðeins er um bráðabirgðaviðgerð að ræða. Mjög hættulegt er að fara um línusvæðið ,þar sem línan er mjög slök. Viðgerðarmenn fengu mjög slæmt veður á meðan að viðgerð stóð yfir. Þetta eru galvaskir sveinar, línumennirnir hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík,og ósérhlífnir.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. janúar 2014

Gleðilegt ár!

Gleðilegt nýtt ár.
Gleðilegt nýtt ár.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2014.!


Þetta Ár er frá oss farið,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. desember 2013

Rafmagnslaust í Árneshreppi.

Viðgerðarmenn eru farnir á Trékyllisheiði.Myndasafn.
Viðgerðarmenn eru farnir á Trékyllisheiði.Myndasafn.
Rafmagn fór af öllum Árneshreppi á öðrum tímanum í dag. Að sögn stafsmanna Orkubús Vestfjarða á Hólmavík er bilunin klárlega á Trékyllisheiði,því rafmagn er á Geirmundarstöðum en rafmagnslaust í Djúpavík,þannig að allur hreppurinn er úti. Menn frá Orkubúinu á Hólmavík eru farnir á Trékyllisheiðina að leyta bilunar. Ágætt veður er ennþá en á að hvessa af NA með kvöldinu. Óvíst er að rafmagn komist á aftur áður en hátíð gengur í garð klukkan átján.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. desember 2013

Félagsvist og Flugeldasala.

Spilað var við fimm borð.
Spilað var við fimm borð.
1 af 4
Ungmannafélagið Leifur Heppni hélt félagsvist í gærkvöldi í félagsheimilinu í Trékyllisvík,og var aðeins spilað á fimm borðum, leiðindaveður hefur kannski sett strik í reikninginn að ekki fleiri komu. Ágóðinn af spilakvöldinu fór til kaupa á trampolíni, við Finnbogastaðaskóla sem einnig er hægt að nota í félagsheimilinu þar sem íþróttir við skólann eru kenndar,má segja að þetta sé því bæði úti og inni trampolín. Einnig var Björgunarsveitin Strandasól með flugeldasölu í félagsheimilinu í gærkvöldi,og gekk sú sala vel. Barnafólk kaupir meira af fjölskyldupökkum
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. desember 2013

Pósturinn komst til skila eftir fjórtán ár.

Efri hluti bréfsins sem Ágústa póstlagði, ef svo má segja, fyrir rúmum 14 árum.
Efri hluti bréfsins sem Ágústa póstlagði, ef svo má segja, fyrir rúmum 14 árum.
1 af 2
Flöskuskeyti sem Ágústa Ýr Sveinsdóttir frá Skálanesi í Gufudalssveit „setti í póst“ á Sauðá á Vatnsnesi þegar hún var tíu ára gömul, eða fyrir fjórtán árum, kom í leitirnar í Trékyllisvík á Ströndum núna í haust. Það var tólf ára gamall piltur í Árnesi, Kári Ingvarsson, sem gekk fram á flöskuna þegar hann var að smala. „Mamma sendi mér skilaboð um að þetta flöskuskeyti hafi fundist. Þá var ég stödd í Nepal, þar sem ég var að fljúga svifvæng sem ég geri eins mikið og ég get í frí tímanum mínum. Ég ákvað að senda honum póstkort til að þakka fyrir að senda mér bréfið aftur,“ segir Ágústa Ýr, sem núna um hátíðarnar er stödd heima á Skálanesi.„Þótt ég muni ekki sérstaklega eftir því að hafa sent þetta bréf, þá finnst mér alveg magnað að sjá það aftur, og í svona góðu ástandi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. desember 2013

Slæm veðurspá í dag.

Blint verður seinnipartinn í dag og í kvöld.
Blint verður seinnipartinn í dag og í kvöld.
Veðurspáin er slæm í dag og í kvöld fyrir Strandir og Norðurland vestra,en hún er svohljóðandi: Norðan 13-23 m/s og snjókoma, hvassast á annesjum. Frost 0 til 5 stig. Norðan 10-15 og él á morgun, en norðaustan 8-13 annað kvöld og úrkomuminna. Nú um hálf þrjú er komin talsverð snjókoma hér í Árneshreppi,en él og lítilsáttar snjókoma var fyrir hádegið og mjög hvass,en nú er hægari í bili. Mikil frostrigning var frá því um hádegi um talsverðan tíma,greinilega á meðan frostið var að minnka. Síðan
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Úr sal.
Vefumsjón