Gleðileg jól.
Meira
Rafmagnslaust varð um alla Vestfirði rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld, þegar lína Landsnets milli Glerárskóga og Mjólkárvirkjunar sló út. Rafmagn komst aftur á tíu til fimmtán mínútum síðar. Talið er að ísing eða samsláttartruflanir hafi orðið á línu og henni slegið út í stutta stund, en mjög hvasst er nú á þeim slóðum þar sem línan liggur. Afar slæmt veður og stórhríð er
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á slæmri veðurspá frá Veðurstofu Íslands um jólahátíðina. Spáð er norðan hvassviðri eða stormi (vindhraða 15-23 m/s) víða um land á aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur N- og A-lands og því hætt við að færð spillist á þeim slóðum. Á morgun, Þorláksmessu, gengur í norðaustanstorm með slyddu, en síðar snjókomu á Vestfjörðum og Ströndum. Lögreglan á Vestfjörðum bendir á að gangi veðurspá eftir geti færð spillst mjög hratt. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu á meðan veðrið gengur yfir. Þeim sem þurfa að vera á ferðinni er bent á að fylgjast vel með veðurspá, veðurathugunum og færð á vegum.
Þessu veðri,Jól.
Við heyrum klukkurnar óma í fjarska. Það er eins og þær vilji segja: friður, friður með öllum mönnum. Jólin biðja þig og einnig mig að minnast annarra. Að minnast velgjörða þeirra, gleymi því, sem illt var unnið sakir skammsýni og bræði. Þau vilja líka að litið sé í aftari pokann, þann sem borinn er á bakinu, en þar í eru illvirkin okkar sjálfra geymd. Sá poki er oftast lítill í okkar augum, en ef við getum fengið okkur til að líta í hann, reynist hann næsta úttroðinn. Gerið kröfu til ykkar sjálfra, en ekki annarra, þá munið þið vinna stóra sigra. En nú skulum við hverfa hér um bil tvö þúsund ár aftar í tímann.
Þrír öldungar voru á ferð í eyðimörkinni. Úlfaldarnir þeirra vögguðu áfram eins og litlir bátar á öldum sandsins. En vitringarnir, því að þetta voru einmitt þeir, voru ekkert hræddir um að villast. Nýja stjarnan, sem var skærari en nokkur önnur stjarna, fór á undan þeim og vísaði þeim leiðina. Þeir lögðu eyðimörkina að baki, og við tóku víðlendir vellir. Þarna voru fjárhirðarnir með hjörðina sína, og máninn varpaði birtu yfir allt.
StjarnanFlugfélagið Ernir aflýstu flugi til Gjögurs nú um hádegið,enda komin norðan allhvass vindur með snjókomu og veður fer versnandi með deginum. Athugað verður með flug á morgun enda spáir Veðurstofan hægri austlægri vindátt á morgun. Nú liggur talsverður jólapóstur í höfuðborginni og vörur í útibú Kaupfélag Steingrímsfjarðar í Norðurfirði,sem bíða eftir að komast norður. Þetta kemst allt á morgun til skyla ef fer sem horfir. Síðasta flug á Gjögur fyrir jól verður á mánudaginn 23.,Þorláksmessu ef veður leyfir.
Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag,fyrir Strandir og Norðurland