Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. desember 2013

Bergistangi komin með heimasíðu.

Bergistangi.
Bergistangi.
1 af 2

Gistiheimilið Bergistangi við Norðurfjörð er nú komin með heimasíðu. Hjónin Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason reka gistiheimilið sem er rekið á tveimur stöðum,annarsvegar í heimahúsi þeirra á jarðhæð,þar sem eru leigð út tvö herbergi á jarðhæð ásamt eldunaraðstöðu. Hins vegar er gisting í gamla frystihúsinu,sem þau breyttu í gistaðstöðu fyrir nokkru í gistiheimili. Þar eru þrjú herbergi með kojum,stærsta herbergið er með átta kojur,eða samtals tuttugu kojur í þessum þrem herbergjum. Gott eldhús er í frystihúsinu,eins og það er nefnt í daglegutali,með öllum búnaði. Sjónvarp er á báðum stöðunum.

Heimasíða Bergistanga
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. desember 2013

Hvað veist þú um Vestfirði?

Hvað veist þú um Vestfirði.
Hvað veist þú um Vestfirði.
1 af 2

Hvað veist þú um Vestfirði er skemmtileg og fræðandi spurningabók fyrir alla fjölskylduna, þar sem finna má fjölda fjölbreyttra spurninga tengdum Vestfjörðum og vestfirðingum. Eyþór Jóvinsson samdi spurningarnar. Þetta er þriðja bók Eyþórs Jóvinssonar, en að baki á hann tvær ljósmyndabækur síðastliðin tvö ár. Hugmyndin að spurningabókinni kviknaði aðeins fyrir rétt um mánuði síðan, daginn eftir að Ísafjarðarbær keppti í Útsvari með eftirtektarverðum árangri. Því er óhætt að segja að það hafi verið hafðar hraðar hendur við að semja spurningar, setja upp og prenta. Aðeins 30 dagar frá hugmynd að útgáfu. Bókinni er fyrst og fremst ætlað að skemmta

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. desember 2013

Sigríður Thorlacius - Jólatónleikar.

Sigríður Thorlacius.
Sigríður Thorlacius.
1 af 2
Jólatónleikar Malarinnar fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi sunnudagskvöldið 15. desember næstkomandi. Þar kemur fram söngkonan Sigríður Thorlacius ásamt Guðmundi Óskari Guðmundssyni og Bjarna Frímanni Bjarnasyni. Þau munu leika hugljúf jólalög og koma fólki endanlega í jólagírinn í hlýju og notalegu umhverfi. Sigríði Thorlacius þarf varla að kynna fyrir fólki. Hún hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu og dáðustu söngkonum þjóðarinnar. Hún vakti fyrst athygli fyrir einstaka rödd sína með hljómsveitinni Hjaltalín og hefur í kjölfarið sungið inn á fjölda hljómplatna, komið fram við ólíklegustu tækifæri með rjóma íslenskra listamanna auk þess sem hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem "Besta röddin" árið 2009.

Á tónleikunum munu Sigríður og félagar leika lög af nýútkominni plötu sinni sem ber nafnið Jólakveðja.

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. desember 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 9. des 2013.

Þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Í liðinni viku voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar. Þá voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu, öll þriðjudaginn 3. des., um að ræða eitt minniháttar óhapp á Ísafirði, útafakstur og veltu í Hestfirði og útafakstur og veltu á Vestfjarðavegi í Reykhólasveit. Ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Vestfjarðavegi var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur til skoðunar. Bifreiðarnar úr báðum veltunum voru óökuhæfar eftir óhappið. Á Ísafirði  var einn ökumaður kærður fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku. Aðfaranótt föstudagsins 5. des., hafði lögreglan afskipti af tveim ungum mönnum sem höfðu bundið band á milli bifreiðar og gúmíslöngu. Þeir höfðu gert sér að leik að draga hvor annan á slöngunni eftir götum Bolungarvíkur. Vart þarf að fjölyrða um þá hættu sem slíku hátterni fylgir.

Björgunarsveit frá
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. desember 2013

Kuldabola að ljúka.

Í þessu kuldakasti fór frostið niður í -12.0 stig í Litlu-Ávík.
Í þessu kuldakasti fór frostið niður í -12.0 stig í Litlu-Ávík.

Mesta kuldanum er nú að ljúka,og er nú að draga mikið úr frosti í gær og núna með morgninum. Mesta frost á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum fór niður í -12,0 stig aðfararnótt föstudagsins 6 desember. Mesta frost sem mælst hefur í Litlu-Ávík mældist -14,2 stig þann fyrsta mars 1996. „Samkvæmt gögnum frá Trausta Jónssyni sem er í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands,hefur mesta frost mælst hér í Árneshreppi á mönnuðum veðurstöðvum mælst mest á Kjörvogi -18,9 stig þann 8-3-1969, tveim árum áður en stöðin hætti þar. Og á Gjögri mældist -17,1 stig á aðfangadag 24. desember 1975. Á Grænhól við Gjögur mældist mest frost -19,0 stig þann 27. Janúar 1923. Reyndar mældist mesta frost sem getið er um í Árneshreppi á Kjörvogi -20,0 stig í febrúar 1882,en þar var veðurfarsstöð,sem kölluð var,á vegum dönsku veðursstofunnar  frá 1878 til 1883 sem aðallega sá um að athuga um hafís og hitastigs athuganir.“


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. desember 2013

Aðventuhátíð.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna heldur aðventuhátíð með líku sniði og undanfarin ár. Hátíðin verður að þessu sinni í Bústaðakirkju sunnudaginn 8. desember klukkan:16:30. Á hátíðinni mun Ágota Joó stjórna kórnum,en hún tók við kórstjórninni haustið 2012. Vilberg Viggósson leikur á píanó og Haraldur Hreinsson flytur hugvekju. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni verður Gunnar Guðbjörnsson. Einnig mun sérstakur barnakór sem stofnaður var í tilefni aðventuhátíðarinnar syngja nokkur jólalög og setur barnakórinn alltaf skemmtilegan blæ á hátíðina. Í lok hátíðarinnar er gestum boðið á kaffihlaðborð sem kórfélagar sjá um.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. desember 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 25. nóv til 2. des 2013.

Lögreglan minnir á endurskinsmerki.
Lögreglan minnir á endurskinsmerki.

Í liðinni viku voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðann akstur innan bæjar á Ísafirði, þar sem hámarkshraði  er 35 km/klst. Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og annar stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Fimmtudaginn 28. nóv., kom upp eldur í flutningabifreið sem ekið var  um Þröskulda, þjóðveg 61, Djúpveg.  Slökkvilið frá Hólmavík var kallað á vettvang ásamt lögreglu. Bifreiðin var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang og nokkuð greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Bifreiðin gjörónýt og færð af vettvangi með krana. Eldsupptök eru ókunn.

Enn og aftur vill lögregla kom á framfæri ábendingum
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. desember 2013

Ísjakar á Húnaflóa.

Hafískort 02-12-2013. Kl:11:00.Kort VÍ.
Hafískort 02-12-2013. Kl:11:00.Kort VÍ.
Jaðar hafíss er um 40 SM NV af Vestfjörðum. Talsvert hefur verið um tilkynningar um ísjaka nærri landi, einkum á Húnaflóasvæðinu.
Næstu daga er spáð fremur hvössum vestan og suðvestanáttum en norðanátt um miðja viku og þá færist ís norður af landinu nær landi. Þetta kemur fram á hafísvef

Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. desember 2013

Veðrið í Nóvember 2013.

Oft skóf sjóinn í suðvestan hvassviðrum í mánuðinum.
Oft skóf sjóinn í suðvestan hvassviðrum í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðaustanáttum með köldu veðri fyrstu þrjá dagana,síðan gerði suðaustanátt í einn dag með nokkru frosti. Síðan frá fimmta var komið í hafáttir aftur fram til níunda. Síðan voru allverulegir umhleypingar í veðri út mánuðinn,með hita eða frosti á víxl,og oft mikill hitamunur á einum sólarhring. Í nokkur skipti gerði hvassviðri og oft með stormkviðum í éljum. Vindur náði að fara í 70 hnúta,36 m/s,eða meira en 12 vindstig gömul í kviðum um kvöldið þann 29.og fram á morgun þann 30. Mánuðurinn var snjóléttur. Borgarísjaki kom næst landi þann 18. á Ströndum,um 7 sjómílur NNA af Geirólfsnúp,sást ekki frá byggð.

 

Yfirlit dagar eða vikur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. nóvember 2013

Söfnuðu fyrir Elsu og Ásgeir.

Frá tombólunni. Mynd Oddný Þ.
Frá tombólunni. Mynd Oddný Þ.
1 af 3
Konurnar í Árneshreppi tóku sig saman og héldu tombólu og kaffisölu í félagsheimilinu laugardaginn 23. nóvember . Ágóðinn rann til styrktar  Elsu Borgarsdóttur og Ásgeirs Hólm Agnarsdóttur. Vinir og vandamenn Vestfirðinganna Elsu Borgarsdóttir og Ásgeirs Hólm Agnarssonar á Ísafirði hafa hrundið af stað styrkarsíðu á Facebook fyrir þau hjónin en hjá þeim eru erfiðir tímar
framundan. Elsa hefur verið greind með illkynja brjóstakrabbamein og Ásgeir hefur verið óvinnufær af völdum vinnuslyss og veikinda í mörg ár. Ljóst er að,

Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Langa súlan á leið upp.
Vefumsjón