Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. desember 2013

Gleðileg jól.

Gleðilega jólahátíð.
Gleðilega jólahátíð.
Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær. Megi góður Guð gefa okkur öllum Gleðilega jólahátíð.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. desember 2013

Rafmagn fór af í smátíma.

Bylur er í Árneshreppi á Ströndum.
Bylur er í Árneshreppi á Ströndum.

Rafmagnslaust varð um alla Vestfirði rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld, þegar lína Landsnets milli Glerárskóga og Mjólkárvirkjunar sló út. Rafmagn komst aftur á tíu til fimmtán mínútum síðar. Talið er að ísing eða samsláttartruflanir hafi orðið á línu og henni slegið út í stutta stund, en mjög hvasst er nú á þeim slóðum þar sem línan liggur. Afar slæmt veður og stórhríð er


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. desember 2013

Viðvörun vegna norðanhvassviðris eða -storms um jólahátíðina.

Í þessu veðri gæti orðið stórsjór ef ekki hafrót.
Í þessu veðri gæti orðið stórsjór ef ekki hafrót.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á slæmri  veðurspá frá Veðurstofu Íslands um jólahátíðina. Spáð er norðan hvassviðri eða stormi (vindhraða 15-23 m/s) víða um land á aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur N- og A-lands og því hætt við að færð spillist á þeim slóðum. Á morgun, Þorláksmessu, gengur í norðaustanstorm með slyddu, en síðar snjókomu á Vestfjörðum og Ströndum. Lögreglan á Vestfjörðum bendir á að gangi veðurspá eftir geti færð spillst mjög hratt. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu á meðan veðrið gengur yfir. Þeim sem þurfa að vera á ferðinni er bent á að fylgjast vel með veðurspá, veðurathugunum og færð á vegum.

Þessu veðri,
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. desember 2013

Jólasaga.

Ólöf Jónsdóttir rithöfundur í túninu heima.
Ólöf Jónsdóttir rithöfundur í túninu heima.

Jól.
Við heyrum klukkurnar óma í fjarska. Það er eins og þær vilji segja: friður, friður með öllum mönnum. Jólin biðja þig og einnig mig að minnast annarra. Að minnast velgjörða þeirra, gleymi því, sem illt var unnið sakir skammsýni og bræði. Þau vilja líka að litið sé í aftari pokann, þann sem borinn er á bakinu, en þar í eru illvirkin okkar sjálfra geymd. Sá poki er oftast lítill í okkar augum, en ef við getum fengið okkur til að líta í hann, reynist hann næsta úttroðinn. Gerið kröfu til ykkar sjálfra, en ekki annarra, þá munið þið vinna stóra sigra. En nú skulum við hverfa hér um bil tvö þúsund ár aftar í tímann.

Þrír öldungar voru á ferð í eyðimörkinni. Úlfaldarnir þeirra vögguðu áfram eins og litlir bátar á öldum sandsins. En vitringarnir, því að þetta voru einmitt þeir, voru ekkert hræddir um að villast. Nýja stjarnan, sem var skærari en nokkur önnur stjarna, fór á undan þeim og vísaði þeim leiðina. Þeir lögðu eyðimörkina að baki, og við tóku víðlendir vellir. Þarna voru fjárhirðarnir með hjörðina sína, og máninn varpaði birtu yfir allt.

Stjarnan
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. desember 2013

Strandasól fær styrk frá Orkubúinu.

Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða. Mynd bb.is
Aðalstöðvar Orkubús Vestfjarða. Mynd bb.is
Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða: Alls bárust 87 umsóknir að þessu sinni til Orkubúsins, og voru veittir styrkir að upphæð 4,2 Mkr. Formleg afhending styrkjanna verður í húsnæði OV að Stakkanesi 1 Ísafirði,og að Eyrargötu Patreksfirði og að Skeiði 5 á Hólmavík mánudaginn 30.,desember kl:15:00. Þess er vænst að styrkþegar eða fulltrúar þeirra mæti og taki við skjali til staðfestingar á styrkveitinginni. Búið er að tilkynna styrkþegum um styrkveitinguna. Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi fékk styrk upp á krónur 125.000 þúsund til kaupa á búnaði. Þetta kemur sér mjög vel til þessarar litlu björgunarsveitar sem nú stendur í framkvæmdum að byggja yfir sig og sinn búnað.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. desember 2013

Kristján Andri gefur hljóðkerfi.

Hér má sjá Oddnýju S. Þórðardóttur oddvita og Elísu Ösp Valgeirsdóttur skólastjóra taka við gjöfinni.Mynd Valgeir Benidiktsson.
Hér má sjá Oddnýju S. Þórðardóttur oddvita og Elísu Ösp Valgeirsdóttur skólastjóra taka við gjöfinni.Mynd Valgeir Benidiktsson.
1 af 2
Mikill fengur barst sveitarfélaginu Árneshreppi og ekki síst Finnbogastaðaskóla í dag þegar Kristján Andri Guðjónsson útgerðarmaður á Ísafirði, kom færandi hendi með nýtt hljóðkerfi sem sett verður upp í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Mikil þörf var á slíku kerfi en það mun nýtast við ýmis tækifæri s.s. þegar nemendur halda skemmtanir í félagsheimilinu, við veisluhöld, fundi eða aðra viðburði. Oddný Þórðardóttir oddviti og Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri þökkuðu Kristjáni Andra fyrir þessa höfðinglegu gjöf og óskuðu honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kristján Andri hefur gert mikið út frá Norðurfirði undanfarin ár
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. desember 2013

Guðsþjónustur um jól.

Árneskirkja.
Árneskirkja.
Guðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli verða sem hér segir: Í Hólmavíkurkirkju á aðfangadag jóla kl:18:00. Í Drangsneskapellu jóladag kl:13:00. Í Kollafjarðarneskirkju á jóladag kl:15:30. Í Óspakseyrarkirkju á jóladag kl:17:00. Og í Árneskirkju á
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. desember 2013

Vegur opnaður.Flug í dag.

Kort Vegagerðin.
Kort Vegagerðin.
Vegagerðin er að opna veginn norður í Árneshrepp,búið er að moka frá Norðurfirði til Gjögurs og er verið að opna til Djúpavíkur norðan megin frá. Talsvert snjóaði í gær og í gærkvöldi og mikill skafrenningur var fram á morgun í hvassri suðvestanátt. Flug verður á áætlun í dag,enn ekki
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. desember 2013

Flugi hefur verið aflýst á Gjögur.

Gjögurflugvöllur.
Gjögurflugvöllur.

Flugfélagið Ernir aflýstu flugi til Gjögurs nú um hádegið,enda komin norðan allhvass vindur með snjókomu og veður fer versnandi með deginum. Athugað verður með flug á morgun enda spáir Veðurstofan hægri austlægri vindátt á morgun. Nú liggur talsverður jólapóstur í höfuðborginni og vörur í útibú Kaupfélag Steingrímsfjarðar í Norðurfirði,sem bíða eftir að komast norður. Þetta kemst allt á morgun til skyla ef fer sem horfir. Síðasta flug á Gjögur fyrir jól verður á mánudaginn 23.,Þorláksmessu ef veður leyfir.  

Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag,fyrir Strandir og Norðurland
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. desember 2013

Strandafrakt í seinni ullarferð.

Bíll frá Strandafrakt.Myndasafn.
Bíll frá Strandafrakt.Myndasafn.
Í dag kom bíll frá Strandafrakt að sækja seinni ferðina til bænda af ull. Fyrri ferðin var farin 26.,nóvember. Eitthvað af fóðurbætti kom með bílnum og eitthvað af vörum sem legið hefur á Hólmavík. Að venju fer ullin í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi. Strandafrakt sér um að sækja ull víðar í sýslunni til bænda og flytja á Blönduós. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er talsverð hálka eða hálkublettir nú á vegum frá Hólmavík til Norðurfjarðar. Þetta er síðasta
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
Vefumsjón