Bergistangi komin með heimasíðu.
Gistiheimilið Bergistangi við Norðurfjörð er nú komin með heimasíðu. Hjónin Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason reka gistiheimilið sem er rekið á tveimur stöðum,annarsvegar í heimahúsi þeirra á jarðhæð,þar sem eru leigð út tvö herbergi á jarðhæð ásamt eldunaraðstöðu. Hins vegar er gisting í gamla frystihúsinu,sem þau breyttu í gistaðstöðu fyrir nokkru í gistiheimili. Þar eru þrjú herbergi með kojum,stærsta herbergið er með átta kojur,eða samtals tuttugu kojur í þessum þrem herbergjum. Gott eldhús er í frystihúsinu,eins og það er nefnt í daglegutali,með öllum búnaði. Sjónvarp er á báðum stöðunum.
Heimasíða BergistangaMeira