Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. janúar 2014
Prenta
Viðgerðarmenn snéru frá á Trékyllisheiði.
Viðgerðarmenn sem fóru upp á Trékyllisheiði í morgun urðu frá að hverfa vegna veðurs. Beðið verður með að fara upp aftur, þar til veður skánar.
Straumlaust er í Kollafirði og Bitrufirði. Vitað er að línan er óslitin. en rofi tollir ekki inni, líklega eru þetta salttruflanir. Viðgerðarmenn eru að skoða línuna. Óvíst er að reynt verði að fara á heiðina aftur í kvöld þótt veður lægi eitthvað í bili, en síðan á að hvessa aftur samkvæmt veðurspá. Það var svarta bilur á heiðinni. Á meðfylgjandi mynd/korti frá Orkubúinu á Hólmavík sést hvar bilunin er,í rauðleita hringnum í svonefndum Sprengibrekkum.