Rafmagn komið í Árneshreppi. Bráðabirgðaviðgerð.
Rafmagn komst aftur á í Árneshreppi klukkan 03:22. Bilunin var fyrir norðan neyðarskýlið á Trékyllisheiði, þar voru brotnir að minnsta kosti fimm staurar,í svonefndum Sprengibrekkum og þar lá línan neðri í um eins kílómetra kafla. Það hefur verið bullandi ísing upp á heiði í gær og hlaðist á línur og brotið staurana, þótt hiti hafi verið um þrjú stigin niður við sjóinn í byggð. Athuga skal að aðeins er um bráðabirgðaviðgerð að ræða. Mjög hættulegt er að fara um línusvæðið ,þar sem línan er mjög slök. Viðgerðarmenn fengu mjög slæmt veður á meðan að viðgerð stóð yfir. Þetta eru galvaskir sveinar, línumennirnir hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík,og ósérhlífnir. Það eru sjálfsagt allir ánægðir að rafmagnið sé komið á, sérstaklega þeyr sem hafa ekkert varaafl.