Ísjakar á Húnaflóa.
Næstu daga er spáð fremur hvössum vestan og suðvestanáttum en norðanátt um miðja viku og þá færist ís norður af landinu nær landi. Þetta kemur fram á hafísvef
Meira
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með norðaustanáttum með köldu veðri fyrstu þrjá dagana,síðan gerði suðaustanátt í einn dag með nokkru frosti. Síðan frá fimmta var komið í hafáttir aftur fram til níunda. Síðan voru allverulegir umhleypingar í veðri út mánuðinn,með hita eða frosti á víxl,og oft mikill hitamunur á einum sólarhring. Í nokkur skipti gerði hvassviðri og oft með stormkviðum í éljum. Vindur náði að fara í 70 hnúta,36 m/s,eða meira en 12 vindstig gömul í kviðum um kvöldið þann 29.og fram á morgun þann 30. Mánuðurinn var snjóléttur. Borgarísjaki kom næst landi þann 18. á Ströndum,um 7 sjómílur NNA af Geirólfsnúp,sást ekki frá byggð.
Yfirlit dagar eða vikur.
Út eru komin 4. og 5. bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi. Þau fjalla um Vestfirði og Norðurland vestra. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá eyðibýli og önnur yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins. Fyrstu skref rannsóknarinnar voru tekin sumarið 2011 á Suðurlandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin til Norðurlands eystra og Vesturlands og í ár til Vestfjarða og Norðurlands vestra. Upplýsingar um verkefnið er að finna á www.eydibyli.is Efni hvors bindis er sem hér segir:
Eyðibýli á Íslandi, 4. bindi
Austur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Ísafjarðarsýsla, Norður-Ísafjarðarsýsla og Strandasýsla. Höfundar: Anton Svanur Guðmundsson, Arnar Logi Björnsson, Axel Kaaber, Bergþóra Góa Kvaran, Hafþór Óskarsson, Laufey Jakobsdóttir, Margrét Björk Magnúsdóttir, Olga Árnadóttir, Rósa Þórunn Hannesdóttir og Sunna Dóra Sigurjónsdóttir. Ritið er 128 bls. að stærð og fjallar um 89 hús.
Ingibjörg Jónsdóttir Landfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans, sem fylgist vel með hafísnum út af Vestfjörðum hefur sent vefnum nýjar upplýsingar um hafísinn við og úti fyrir Vestfjörðum. Nú eru 26 sjómílur í hafísinn N og NNV af Kögri.
Þetta eru þéttar hafísspangir, aðallega nýlega myndaður hafís, en talsvert gisnara á milli þeirra. Ingibjörg reiknar með að ísinn geti færst austar og einnig eitthvað nær landi næsta sólarhringinn. Meðfylgjandi