Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. nóvember 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 28. okt. til 4. nóvember. 2013.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku, öll fimmtudaginn  31. Október. Talsverður viðbúnaður var þegar tilkynnt var að strætisvagn hefði farið út af veginum um Gemlufallsheiði, ekki var vitað hvort og þá hversu margir farþegar voru í vagninum, en nánast ekkert símasamband var þar sem vagninn fór út af. Björgunarsveitir og sjúkrabílar voru kallaðir út, en þeir síðan afturkallaðir þegar lögregla var kominn á staðinn og ökumaður reyndist einn í vagninum. Vagninn hafði hafnað út fyrir veg í mikilli hálku og hvassviðri, þegar vindhviða kom á vagninn. Ökumaður slapp án meiðsla. Þá var ekið  utan í bifreið við Hamraborg á Ísafirði um minniháttar mál að ræða. Þá fauk bifreið út af veginum við bæinn Fremri Breiðadal Önundarfirði, ekki slys á fólki.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. nóvember 2013

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Merki félags Árneshreppsbúa.
Merki félags Árneshreppsbúa.
Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldinn á morgun sunnudaginn 3. nóvember 2013 í Akoges salnum, Lágmúla 4, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 14. Dagskrá aðalfundar: 1. Venjuleg aðalfundastörf. 2. Önnur mál. Að loknum aðalfundi
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. nóvember 2013

Veðrið í Október 2013.

Oft var slæmt sjóveður í mánuðinum.
Oft var slæmt sjóveður í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum fyrstu sex dagana með köldu veðri,síðan gerði suðlægar vindáttir með fremur köldu veðri í fyrstu,en síðan hlýnaði verulega tíunda til tólfta í allhvassri SV átt. Eftir það voru hafáttir eða breytilegar vindáttir,yfirleitt hægviðri en kólnandi veðri aftur. Þann 22 snerist í ákveðna Norðan og NA áttir allhvasst eða hvassviðri var dagana 22,23 og 24,og tvo síðustu daga mánaðar,með rigningu eða slyddu og eða éljum. Mánuðurinn var mun hlýrri en október í fyrra,og snjóléttur rétt flekkótt jörð í tvo daga.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. október 2013

Framvæmdir í sumar og í haust.

Grunnur að húsi Strandasólar.
Grunnur að húsi Strandasólar.
1 af 5

Nokkrar framkvæmdir voru í Árneshreppi í sumar og haust. Í sumar var grunnur tekin að nýju húsi Björgunarsveitarinnar Strandasólar,og var sökkull steyptur í sumar. Ekki er reiknað með að unnið verði meira á þessu ári,nema þá að fylla í grunnin. Björgunarsveitin ætlar að byggja yfir sína starfssemi og búnað sem björgunarsveitin á. Húsið mun rísa rétt austan megin við Finnbogastaðaskóla.

Í Litlu-Ávík var settur niður fimmþúsund lítra neysluvatnstankur og lögð um 230 metra löng vatnslögn að nýju vatnsbóli,og er þetta nú orðið lokað vatnskerfi í Litlu-Ávík. Þetta átti að framkvæmast í fyrra haust bæði var það ekki hægt vegna veðurs og tímaskorts í fyrra. Einnig voru gömul tvö hundruð kinda fjárhús endurgerð í Litlu-Ávík. Endurnýjaðir voru veggir,burðarbitar og sperrur og lektur og annað sem þurfti. Allt var síðan klætt með aluzink járni. Tveir smiðir frá Sparra ehf frá Keflavík voru fengnir í verkið. Talsverð vinna er eftir innanhús í fjárhúsunum. Víða þarf að endurnýja grindur og milliveggi og ýmislegt annað. Einnig verður lagt fyrir nýju rafkerfi í húsin.

Á Kjörvogi
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. október 2013

Reykjavíkurflugvelli ekki lokað.

Frá undirskrift.Mynd Rax mbl.is.
Frá undirskrift.Mynd Rax mbl.is.
Norður-suðurflugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ekki lokað árið 2016, eins og ráðgert hafði verið. Þetta er þáttur í nýju
samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um framtíð innanlandsflugs. Samkvæmt því fær norður-suður-brautin að halda sér allt til 2022 en jafnframt verður farið í úttekt á framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs, með áherslu á að miðstöð þess verði á höfuðborgarsvæðinu. Forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóri, formaður borgarráðs og forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu á fjórða tímanum í gær:

Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. október 2013

Dísusaga eftir Vígdísi Grímsdóttur komin út.

Vígdís Grímsdóttir við ritstörf í Kaffi Norðurfirði.
Vígdís Grímsdóttir við ritstörf í Kaffi Norðurfirði.
1 af 2

Dísusaga- Konan með gulu töskuna: Í baksíðutexta bókarinnar segir: Þegar loksins kemur að því að Dísa Gríms frá Kleppsveginum fær að skrifa sína fyrstu bók segir hún sögu sína umbúðalaust. Hún hefur heldur ekkert að fela. Sagan er mögnuð og segir frá stúlku sem tíu ára gömul verður fyrir ofbeldi og lokast inni í dýflissu þöggunar og feluleikja. Í fimmtíu ár sér hún enga útgönguleið, en dag einn fær hún frelsi hjá kúgara sínum og fyrrverandi bjargvætti til að skrifa, þó aðeins í tvo mánuði. Tíminn er naumur og Dísa ákveður að skrifa bréf til mannsins sem hún hefur alltaf elskað. En tekst henni að segja sannleikann?

Í Norðurfirði á Ströndum nýtur Dísa
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. október 2013

Veturinn dansaður inn.

Húsið opnar kl:20:00. Dansinn hefst kl:22:00.
Húsið opnar kl:20:00. Dansinn hefst kl:22:00.
Haustball Átthagafélags Strandamanna verður fyrsta vetrardag,laugardagskvöldið 26.október í Breiðfirðingabúð Faxafeni
14.annari hæð. Húsið opnar fyrir spjall og vinahitting kl:20:00. Strandamenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti,og  ræða um veðrið og landsins gagn og nauðsynjar og annað sem fólki liggur á hjarta áður en tónlistin og dansinn taka völdin.
Strandamaðurinn Ari Jónsson og co,sjá um að leika gömlu og nýju danslögin. Dansleikurinn

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. október 2013

Flogið aftur tvisvar í viku.

TF-MYV frá Mýflugi.
TF-MYV frá Mýflugi.
Nú í október byrjaði flugfélagið Ernir að fljúga aftur á fimmtudögum á Gjögur. Ernir eru með leiguflugvél frá Mýflugi til að sinna
þessu flugi til Gjögurs á mánudögum og fimmtudögum.  Ekkert hefur verið flogið á fimmtudögum í sumar eða í fjóra mánuði. Ernir flugu á einshreyfils flugvél til Gjögurs í sumar á mánudögum,og það gekk misjafnlega,því sú flugvél gat ekki flogið í blindflugi. Nú kemur póstur aftur á fimmtudögum með flugi í stað þess að koma með flutningabílnum á miðvikudögum eins og í sumar. Flutningabíllinn
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. október 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. okt. 2013.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, tvö minniháttar óhöpp og ein bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði, bifreiðin var ekki ökuhæf og flutt af vettvangi með dráttarbifreið, ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru kærðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Skemmtanahald fór vel fram um liðna helgi.

Lögregla vill koma á framfæri
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. október 2013

Styrkir Orkubús Vestfjarða til samfélagsverkefna.

Orkubú Vestjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestjarða á Hólmavík.

Fréttatilkynning frá Orkubúinu:

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur í annað sinn ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar 4.200.000.- krónur.

Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 15. nóvember n.k. og er stefnt að því að þeim verði úthlutað í desember.

Umsókn um styrk má senda í pósti til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt „Styrkur" eða með tölvupósti til orkubússtjóra á netfangið kh@ov.is .

Upplýsingar um úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2012 má finna á eftirfarandi vefslóð:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Söngur.
Vefumsjón