Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 28. okt. til 4. nóvember. 2013.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku, öll fimmtudaginn 31. Október. Talsverður viðbúnaður var þegar tilkynnt var að strætisvagn hefði farið út af veginum um Gemlufallsheiði, ekki var vitað hvort og þá hversu margir farþegar voru í vagninum, en nánast ekkert símasamband var þar sem vagninn fór út af. Björgunarsveitir og sjúkrabílar voru kallaðir út, en þeir síðan afturkallaðir þegar lögregla var kominn á staðinn og ökumaður reyndist einn í vagninum. Vagninn hafði hafnað út fyrir veg í mikilli hálku og hvassviðri, þegar vindhviða kom á vagninn. Ökumaður slapp án meiðsla. Þá var ekið utan í bifreið við Hamraborg á Ísafirði um minniháttar mál að ræða. Þá fauk bifreið út af veginum við bæinn Fremri Breiðadal Önundarfirði, ekki slys á fólki.
Meira