Síðustu öruggu skiladagarnir.
Meira
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í og við Ísafjörð. Þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í vikunni. Bíll hafði fokið út af veginum við afleggjarann að Holti í Önundarfirði,litlar skemmdir og ekki slys á fólki. Tilkynnt var til lögreglu s.l. mánudag að ekið hafi verið utan í bíl, á tímabilinu frá föstudeginum 1. nóv.,til mánudagsins 4. nóv.,á bifreiðastæði við Smiðjugötu á Ísafirði. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um atvik þetta,eða vitni,vinsamlegast hafið samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450-3730
Þrjár aðstoðarbeiðnir bárust lögreglu vegna veðurs/foks í firradag sunnudag, ein á Ísafirði vegna foks á þaki af fjárhúsum við Efri – Tungu í Tungudal,Skutulsfirði,Frétttilkynning frá Grand Hótel Reykjavík:Jóla Brunch verður alla sunnudaga frá 17. nóvember til 22. desember, frá kl. 11:30 til 14:00. Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Grand Hótel Reykjavik. Við bjóðum fjölskyldur velkomar til að njóta stundarinnar á hótelinu.Í Jóla brunchinum eru yfir 20 girnilegir réttir á borðum. Þar má nefna blandað salat, heimbakað brauð og álegg, ommelettur, egg benedict, eggjahrærur og fleira.
Einnig eru á borðum síldarsalöt, reykt nautatungusalat, reyklaxakonfekt, hunangsgljáðar kalkúnabringur, kryddlegin lambalæri og karamellaður hamborgarhryggur. Meðlætið er meðal annars sykurbrúnaðar kartöflur, heimalagað volgt rauðkál, eplasalat, grænar baunir og heitar sósur svo eitthvað sé nefnt. Eftirréttirnir eru allir lagaðir af bakarameisturum hótelsins og ber þá helst að nefna volga súkkulaðiköku og ris a la mande. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi.
Fréttatilkynning frá Grand Hótel Reykjavík:
Guðrún Gunnarsdóttir og Jón Ólafsson munu flytja íslensk og erlend jólalög, á föstudags- og laugardagskvöldum. Bjarni Ara verður með glæsilega söngdagskrá í Hvammi og Setri og mun hann flytja vel valda jólasöngva og góða slagara með Frank Sinatra, Tom Jones og Elvis Presley svo eitthvað sé nefnt. Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Reynir Sigurðsson mun töfra fram jólatóna á píanó og vibrafón og hin óborganlega hljómsveit Hafrót mun spila fyrir dansi. Hlaðborðið er að vanda vel útilátið með jólalegum forréttum, köldum og heitum aðalréttum með sósum og meðlæti og girnilegt eftirréttahlaðborð að hætti matreiðslumeistaranna.Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa var haldinn í Akógessalnum við Ármúla í Reykjavík á síðasta sunnudag. Skemmst er frá að segja að ekki var um átakafund að ræða. Formaður félagsins, Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri, var endurkjörinn með lófaklappi og án mót framboðs. Sömu sögu var að segja um aðra stjórnarmenn þá Böðvar Guðmundsson, Guðrúnu Gunnsteinsdóttur, Ívar Benediktsson og Unni Pálínu Guðmundsdóttur. Einnig voru varamennirnir Guðbrandur Torfason og Jensína Hjaltadóttir endurkjörin án mót framboða. Skoðunarmenn reikninga, Gíslína Vilborg Gunnsteinsdóttir og Arnar H. Ágústsson voru einnig endurkjörin. Félagið gaf út tvö fréttabréf að venju á síðasta starfsári auk þess að halda veglega árshátíð í mars og jólaskemmtun fyrir síðustu jól.
Stefnt