Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.
Meira
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með hafáttum fyrstu sex dagana með köldu veðri,síðan gerði suðlægar vindáttir með fremur köldu veðri í fyrstu,en síðan hlýnaði verulega tíunda til tólfta í allhvassri SV átt. Eftir það voru hafáttir eða breytilegar vindáttir,yfirleitt hægviðri en kólnandi veðri aftur. Þann 22 snerist í ákveðna Norðan og NA áttir allhvasst eða hvassviðri var dagana 22,23 og 24,og tvo síðustu daga mánaðar,með rigningu eða slyddu og eða éljum. Mánuðurinn var mun hlýrri en október í fyrra,og snjóléttur rétt flekkótt jörð í tvo daga.
Yfirlit dagar eða vikur:
Nokkrar framkvæmdir voru í Árneshreppi í sumar og haust. Í sumar var grunnur tekin að nýju húsi Björgunarsveitarinnar Strandasólar,og var sökkull steyptur í sumar. Ekki er reiknað með að unnið verði meira á þessu ári,nema þá að fylla í grunnin. Björgunarsveitin ætlar að byggja yfir sína starfssemi og búnað sem björgunarsveitin á. Húsið mun rísa rétt austan megin við Finnbogastaðaskóla.
Í Litlu-Ávík var settur niður fimmþúsund lítra neysluvatnstankur og lögð um 230 metra löng vatnslögn að nýju vatnsbóli,og er þetta nú orðið lokað vatnskerfi í Litlu-Ávík. Þetta átti að framkvæmast í fyrra haust bæði var það ekki hægt vegna veðurs og tímaskorts í fyrra. Einnig voru gömul tvö hundruð kinda fjárhús endurgerð í Litlu-Ávík. Endurnýjaðir voru veggir,burðarbitar og sperrur og lektur og annað sem þurfti. Allt var síðan klætt með aluzink járni. Tveir smiðir frá Sparra ehf frá Keflavík voru fengnir í verkið. Talsverð vinna er eftir innanhús í fjárhúsunum. Víða þarf að endurnýja grindur og milliveggi og ýmislegt annað. Einnig verður lagt fyrir nýju rafkerfi í húsin.
Á KjörvogiDísusaga- Konan með gulu töskuna: Í baksíðutexta bókarinnar segir: Þegar loksins kemur að því að Dísa Gríms frá Kleppsveginum fær að skrifa sína fyrstu bók segir hún sögu sína umbúðalaust. Hún hefur heldur ekkert að fela. Sagan er mögnuð og segir frá stúlku sem tíu ára gömul verður fyrir ofbeldi og lokast inni í dýflissu þöggunar og feluleikja. Í fimmtíu ár sér hún enga útgönguleið, en dag einn fær hún frelsi hjá kúgara sínum og fyrrverandi bjargvætti til að skrifa, þó aðeins í tvo mánuði. Tíminn er naumur og Dísa ákveður að skrifa bréf til mannsins sem hún hefur alltaf elskað. En tekst henni að segja sannleikann?
Í Norðurfirði á Ströndum nýtur DísaÁtta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, tvö minniháttar óhöpp og ein bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði, bifreiðin var ekki ökuhæf og flutt af vettvangi með dráttarbifreið, ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru kærðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Skemmtanahald fór vel fram um liðna helgi.
Lögregla vill koma á framfæriFréttatilkynning frá Orkubúinu:
Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur í annað sinn ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar 4.200.000.- krónur.
Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 15. nóvember n.k. og er stefnt að því að þeim verði úthlutað í desember.
Umsókn um styrk má senda í pósti til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt „Styrkur" eða með tölvupósti til orkubússtjóra á netfangið kh@ov.is .
Upplýsingar um úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2012 má finna á eftirfarandi vefslóð: