Gylfi endurkjörinn formaður.
„Aðalfundur Lögreglufélags Vestfjarða, haldinn 10. október 2013,
Meira
58. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið 11. og 12 október 2013 í Trékyllisvík krefst þess að forgangsröðun stjórnvalda beinist áfram að bættum samgöngum á Vestfjörðum.
Í markmiðum Samgönguáætlunar 2011-2022, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2012, segir: „Samgöngur tengja saman fólk og byggðir. Í samræmi við sóknaráætlun og svæðaskiptingu landsins verði við forgangsaröðun framkvæmda tekið mið af þörfum einstakra svæða fyrir bættar samgöngur til að efla sveitarfélög, styrkja hvert svæði og landið allt.“
Vestfirðingar njóta enn ekki þess sem aðrir landsmenn hafa fengið, sem er að tengja allar byggðir aðalþjóðvegakerfi landsins með heilsársvegi og að tengja saman helstu þéttbýlissvæði á Vestfjörðum.
Til að það náist fram þarf:
58. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Trékyllisvík dagana 11.-12. október 2013 vekur athygli á að flug á Gjögurflugvöll uppfyllir ekki reglur og samninga sem í gildi eru. Á tímabilinu 1. júní til 1. október er flogið á einshreyfillsvél á flugleiðinni Reykjavík – Gjögur og þar með er verið að leggja farþega í óásættanlega hættu. Flugfélagið Ernir er með sérleyfi á leiðinni fyrir fraktflug og farþegaflug.
Þingið krefst þess að úr þessu verði bætt hið snarasta.
Í útboðsgögnum flugs til Gjögurs er skilyrði um að flogið sé á tveggja hreyfla flugvélum.
Árleg bólusetning gegn inflúensu er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Sóttvarnarlæknir mælir með inflúensubólusetningu fyrir:
• Alla einstaklinga 60 ára og eldri.
• Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna, nýrna og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
• Þungaðar konur.
Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð.
Byrjað var að sprauta þann 1.oktober. 2013.
Einnig er vakin athygli á bólusetningu gegn lungnabólgubakteríum fyrir 60 ára og
eldri.
Umferðin í liðinni viku var frekar róleg í umdæmi Lögreglunnar á Vestfjörðum, en einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði. Þrátt fyrir rólegheit í umferðinni voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu.
Tvö óhöpp urðu þriðjudaginn 8. okt.,útafakstur í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ekki slys á fólki, bifreiðin talsvert skemmd. Sama dag var útafakstur á Bíldudalsvegi/Hálfdán, þar hafnaði jeppabifreið niður fyrir veg, litlar skemmdir á bíl og ekki slys á fólki. Miðvikudaginn 9. okt, hafnaði bifreið á steypustöpli á bifreiðastæði við sjúkrahúsið á Ísafirði, skemmdir urðu á tveim bílum vegna þessa óhapps, en ekki slys á fólki. Aðfaranótt laugardagsins 12. okt., hafnaði bifreið út fyrir veg á Barðastrandarvegi/Kleifaheiði. Bifreiðin óökuhæf, ökumaður eitthvað lemstraður og fór á Heilsugæsluna á Patreksfirði til skoðunar. Sunnudaginn 13. okt ., varð bílvelta á Djúpvegi við Reykjanes, þar var ökumaður einn á ferð og var hann fluttur með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifreiðin óökuhæf.
Aðfaranótt sunnudagsins 6. október lagði lögreglan á Vestfjörðum hald á um 70 grömm af kannabisefnum (marihúana). Efnin fundust í bifreið sem var á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þrjú ungmenni voru í bifreiðinni,tvær stúlkur og karlmaður. Önnur stúlknanna var ökumaður og er hún grunuð um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna. Fólkið var allt handtekið og fært á lögreglustöðina á Ísafirði. Það var yfirheyrt daginn eftir og sleppt að yfirheyrslum loknum. Grunur leikur á að efni þessi hafi átt að fara í umferð á norðanverðum Vestfjörðum en með aðgerðum lögreglunnar tókst að koma í veg fyrir það. Fólk þetta hefur áður komið við sögu vegna fíkniefnamála. Við þetta tækifæri vill lögreglan á Vestfjörðum hvetja alla sem einhverja vitneskju hafa um fíkniefnameðhöndlun að gera viðvart,annað hvort með því að hafa beint samband við lögreglu í síma 450 3730 eða í upplýsingasíma lögreglu og tolls,sem er 800 5005. Fullri nafnleynd er heitið.