Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. október 2013

Um fjarskipti og jafnrétti.

Fjarskiptastöð Mílu-Ávíkurstöð.
Fjarskiptastöð Mílu-Ávíkurstöð.
58. Fjórðungsþing Vestfirðinga lýsir vonbrigðum með framgang í uppbyggingu ljósleiðaranets á Vestfjörðum. Hringtengt
gagnaflutningsnet á grunni ljósleiðara er til framtíðar litið grundvöllur fyrir atvinnuþróun á Vestfjörðum og jöfnun búsetuskilyrða. Hraða þarf uppbyggingu þessa kerfis og fyrsti áfangi verði lagning ljósleiðara til Hólmavíkur og Drangsness,

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. október 2013

Gylfi endurkjörinn formaður.

Gylfi Þór Gíslason. Mynd BB.is
Gylfi Þór Gíslason. Mynd BB.is
Gylfi Þór Gíslason var endurkjörin formaður Lögreglufélags Vestfjarða á aðalfundi félagsins sem haldinn var á fimmtudag á veitingahúsinu Bræðraborg á Ísafirði. Aðrir í stjórn voru kjörnir Hannes Leifsson, Haukur Árni Hermannsson, Ingibjörg Elín Magnúsdóttir og Þorkell L. Þorkelsson. Á fundinum varu samþykkt meðfylgjandi ályktun:
„Aðalfundur Lögreglufélags Vestfjarða, haldinn 10. október 2013,
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. október 2013

Samgöngumál.

Frá vegagerð í Árneskróknum nú í haust.
Frá vegagerð í Árneskróknum nú í haust.

58. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið 11. og 12 október 2013 í Trékyllisvík krefst þess að forgangsröðun stjórnvalda beinist áfram að bættum samgöngum á Vestfjörðum.

Í markmiðum Samgönguáætlunar 2011-2022, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2012, segir:  „Samgöngur tengja saman fólk og byggðir. Í samræmi við sóknaráætlun og svæðaskiptingu landsins verði við forgangsaröðun framkvæmda tekið mið af þörfum einstakra svæða fyrir bættar samgöngur til að efla sveitarfélög, styrkja hvert svæði og landið allt.“

Vestfirðingar njóta enn ekki þess sem aðrir landsmenn hafa fengið, sem er að tengja allar byggðir aðalþjóðvegakerfi landsins með heilsársvegi og að tengja saman helstu þéttbýlissvæði á Vestfjörðum.

Til að það náist fram þarf:

  1. Að klára      vegagerð um Gufudalssveit í Barðastrandarsýslu á Vestfjarðavegi 60.
  2. Að standa      við áætlanir um gerð Dýrafjarðarganga 2015-2018 og vinna samhliða að      endurgerð  vegar um Dynjandisheiði.
  3. Að standa      við áætlanir um uppbyggingu nýs vegar í Árneshreppi í áföngum. Tryggja      þarf fjármagn til að  flýta      framkvæmdum á Veiðileysuhálsi og Bjarnafjarðarhálsi.
  4. Að jarðgöng      á milli Ísafjarðar og Súðavíkur komist inn á samgönguáætlun, sem      næstu  jarðgöng á eftir Dýrafjarðargöngum.

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. október 2013

Fjórðungsþing styður íbúa Árneshrepps í kröfum um öryggi í flugsamgöngum.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

58. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Trékyllisvík dagana 11.-12. október 2013 vekur athygli á að flug á Gjögurflugvöll uppfyllir ekki reglur og samninga sem í gildi eru. Á tímabilinu 1. júní til 1. október er flogið á einshreyfillsvél á flugleiðinni Reykjavík – Gjögur og þar með er verið að leggja farþega í óásættanlega hættu. Flugfélagið Ernir er með sérleyfi á leiðinni fyrir fraktflug og farþegaflug.

Þingið krefst þess að úr þessu verði bætt hið snarasta.
Í útboðsgögnum flugs til Gjögurs er skilyrði um að flogið sé á tveggja hreyfla flugvélum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. október 2013

Bólusetning gegn inflúensu.

Guðmundur Sigurðsson læknir á Hólmavík.
Guðmundur Sigurðsson læknir á Hólmavík.

Árleg bólusetning gegn inflúensu er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Sóttvarnarlæknir mælir með inflúensubólusetningu fyrir:
• Alla einstaklinga 60 ára og eldri. 
• Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna, nýrna og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
• Þungaðar konur.

Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð.

Byrjað var að sprauta þann 1.oktober. 2013.

Einnig er vakin athygli á bólusetningu gegn lungnabólgubakteríum fyrir 60 ára og
eldri.

Á heilsugæsluselinu í Norðurfirði í Árneshreppi
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. október 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 7. okt til 14. okt 2013.

 Fimm umferðaróhöpp vor tilkynnt til lögreglu.
Fimm umferðaróhöpp vor tilkynnt til lögreglu.

Umferðin í liðinni viku var frekar róleg í umdæmi Lögreglunnar á Vestfjörðum, en einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði. Þrátt fyrir rólegheit í umferðinni voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu.

Tvö óhöpp urðu þriðjudaginn 8. okt.,útafakstur í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, ekki slys á fólki, bifreiðin talsvert skemmd. Sama dag var útafakstur á Bíldudalsvegi/Hálfdán, þar hafnaði jeppabifreið niður fyrir veg, litlar skemmdir á bíl og ekki slys á fólki. Miðvikudaginn 9. okt, hafnaði bifreið á steypustöpli á bifreiðastæði við sjúkrahúsið á Ísafirði, skemmdir urðu á tveim bílum vegna þessa óhapps, en ekki slys á fólki. Aðfaranótt laugardagsins 12. okt., hafnaði bifreið út fyrir veg á Barðastrandarvegi/Kleifaheiði. Bifreiðin óökuhæf, ökumaður eitthvað lemstraður og fór á Heilsugæsluna á Patreksfirði til skoðunar. Sunnudaginn 13.  okt ., varð bílvelta á Djúpvegi við Reykjanes, þar var ökumaður einn á ferð og var hann fluttur með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.  Bifreiðin óökuhæf.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. október 2013

58.Fjórðungsþing.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.
1 af 4
Á 58. Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Trékyllisvík á Ströndum var ýmislegt á dagskrá í gær þar á meðal voru margvíslegar ársskírslur og ársreikningar,auk þess sem góðir gestir ávörpuðu þingið. Þeirra á meðal voru Þóroddur Bjarnason stjórnarformaður Byggðastofnunar,Halldór Halldórsson formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga,Stefanía Traustadóttir sérfræðingur í Innanríkisráðuneytinu og Lilja Rafney Magnúsdóttir sem var eini alþingismaðurinn sem þáði boð um að mæta á þingið og taka þátt í umræðum á þinginu. Umræður voru fjörugar og skemmtilegar. Nú heldur þingið áfram í
dag,enn líkur um klukkan þrjú í dag.

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. október 2013

Fjórðungsþingið sett í morgun.

Starfsfólk Hótel Djúpavíkur sér um mat og kaffiveitingar.
Starfsfólk Hótel Djúpavíkur sér um mat og kaffiveitingar.
1 af 4
58. Fjórðungsþing Vestfirðinga var sett í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík í morgun föstudag klukkan níu árdegis,og er þetta í fyrsta sinn sem þingið er haldið í Árneshreppi. Það er alveg óhætt að segja að íbúatala Árneshrepps þrefaldist á meðan á þinginu stendur. Starfsfólk Hótel Djúpavíkur sér um mat og kaffiveitingar í félagsheimilinu á meðan að Fjórðungsþingið stendur. Fjórðungsþinginu

Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. október 2013

Vegurinn hækkaður upp í Árneskróknum.

Keyrt í veginn.
Keyrt í veginn.
1 af 4
Í liðinni viku byrjaði Vegagerðin á Hólmavík að hækka upp veginn í Árneskróknum. Vegurinn er hækkaður upp um einn meter þar sem hækkunin er mest. Búið er að setja nýtt ræsi með stærri hólk sem tekur við meyra vatnsmagni. Efni í upphækkunina er tekið í Urðunum,í skriðunum,þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar. Síðan er verið að setja grjótvörn sjávarmegin við veginn. Það grjót spengdi Jósteinn Guðmundsson við Björgin í Reykjaneslandi. Einnig verður keyrt fínna efni yfir veginn að lokum.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. október 2013

Fjórðungsþing Vestfirðinga.

Fjórðungsþingið verður í félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Fjórðungsþingið verður í félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Árlegur fundur Fjórðungssambands Vestfirðinga nefnist Fjórðungsþing Vestfirðinga. Sérhvert sveitarfélag á Vestfjörðum kýs fulltrúa á Fjórðungsþing. Árið 2013 verður 58. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Trékyllisvík í Árneshreppi dagana 11.-12. október.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
Vefumsjón