Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. nóvember 2013 Prenta

Ingólfur útnefndur heiðursfélagi í Hróknum.

Ingólfur Benediktsson heiðursfélagi Hróksins og Hrafn Jökulsson.
Ingólfur Benediktsson heiðursfélagi Hróksins og Hrafn Jökulsson.
Um helgina varð Ingólfur Benediktsson bóndi í Árnesi í Trékyllisvík sextugur. Því var vel fagnað með stórveislu í Reykjavík, þar sem saman komu vinir og ættingjar, sveitungar,brottfluttir Strandamenn og aðrir velunnarar. Hrókurinn útnefndi Ingólf bónda sem heiðursfélaga Hróksins í tilefni afmælisins og færði honum stein frá Grænlandi að gjöf,þannig að nú eru Grænlandsteinarnir orðir tveir í Árneshreppi. Hinn steininn er í Stóru-Ávík og talin hafa borist þangað með hafís.

Skákfélagið Hrókurinn hefur síðan um aldamótin 2000 haldið fjölmörg skákmót og hátíðir í Árneshreppi. Ingólfur í Árnesi og hans fjölskylda hafa jafnan tekið þátt í þessum viðburðum af lífi og sál.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Pétur og Össur.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
Vefumsjón