Vegurinn hækkaður upp í Árneskróknum.
Meira
Aðfaranótt sunnudagsins 6. október lagði lögreglan á Vestfjörðum hald á um 70 grömm af kannabisefnum (marihúana). Efnin fundust í bifreið sem var á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þrjú ungmenni voru í bifreiðinni,tvær stúlkur og karlmaður. Önnur stúlknanna var ökumaður og er hún grunuð um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna. Fólkið var allt handtekið og fært á lögreglustöðina á Ísafirði. Það var yfirheyrt daginn eftir og sleppt að yfirheyrslum loknum. Grunur leikur á að efni þessi hafi átt að fara í umferð á norðanverðum Vestfjörðum en með aðgerðum lögreglunnar tókst að koma í veg fyrir það. Fólk þetta hefur áður komið við sögu vegna fíkniefnamála. Við þetta tækifæri vill lögreglan á Vestfjörðum hvetja alla sem einhverja vitneskju hafa um fíkniefnameðhöndlun að gera viðvart,annað hvort með því að hafa beint samband við lögreglu í síma 450 3730 eða í upplýsingasíma lögreglu og tolls,sem er 800 5005. Fullri nafnleynd er heitið.
Tónleikaröðin Mölin mun vakna úr sumardvala laugardagskvöldið 5. október næstkomandi en þá mun tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm sækja Strandamenn heim og halda tónleika á Malarkaffi á Drangsnesi. Benni Hemm Hemm er listamannsnafn Benedikts Hermanns Hermannssonar en líka hljómsveit,listahópur,samfélag og lífsstíll. Fyrsta útgáfa Benna Hemm Hemm var þröngskífan Summerplate sem kom út í krossviðspakkningu í takmörkuðu upplagi árið 2003. Síðan þá hefur Benni verið iðinn við kolann og gefið út 4 breiðskífur auk fjölda smáskífna og annarra verka. Benni Hemm Hemm hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2005 fyrir plötu ársins sem var samnefnd hljómsveitinni.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Um minniháttar óhöpp var að ræða og ekki slys á fólki. Einn ökumaður ver stöðvaður fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði.
Mánudaginn 23. september,kom upp eldur í íbúðarhúsi við Stekkjargötu í Hnífsdal,enginn var heima þegar eldurinn kom upp. Nokkuð greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins,sem var talsveður og talsverðar skemmdir urðu húsi og innanstokksmunum.
S.l., laugardag var haldin flugslysaæfing á ÍsafjarðarflugvelliYfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrsta dag mánaðar var Norðlæg vindátt með úrkomu,síðan gekk í Suðlægar vindáttir fram til 14.,með skúrum eða rigningu. Suðvestan hvassviðri var þann 8. Þann 15.,gekk í Norðanátt og með hvassviðri með slydduéljum eða slyddu fram til 18. Síðan hafáttir eða breytilegar og mest hægviðri fram til 27,.en nokkur úrkoma. Suðlægar vindáttir voru síðan,en síðasta dag mánaðar voru hafáttir.
Alhvít fjöll voru að morgni 28.,og einnig flekkótt jörð á láglendi og víða alhvítt í sjó fram. Úrkomusamt var í mánuðinum. Berjaspretta er talin góð af krækiberum,en lélegri af bláberjum. Fallþungi dilka er í meðallagi,en um kílói minni en í fyrra,sem var metár þrátt fyrir mikla þurrka.
Yfirlit dagar eða vikur: