Alþjóðleg refaráðstefna á Íslandi.
Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir The 4th Arctic Fox Conference
Melrakkasetur Íslands hefur umsjón með fjórðu alþjóðlegu ráðstefnunni sem haldin er um melrakkann (e. arctic fox, lat. Vulpes lagopus). Ráðstefna þessi er haldin á fjögurra ára fresti og hefur aldrei áður farið fram á Íslandi. Samstarfsaðilar eru Náttúrustofa Vestfjarða, Háskóli Íslands, Vesturferðir, Borea Adventures og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Núpi í Dýrafirði dagana 11. – 13. október 2013.
Dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um skráningu eru á heimasíðunni: http://www.melrakki.is/arctic_fox_conference/
Dagskráin hefst föstudaginn 11. Október kl. 10.00 með hefðbundnum fyrirlestrum og veggspjaldasýningum og stendur til kl. 17.00. Svipað fyrirkomulag er á laugardeginum þar sem hafist er handa kl. 10.00 og verða fjölbreytt erindi fram til kl. 17.00.
Sunnudagurinn 13. október er helgaður Páli heitnum Hersteinssyni sem lést á þessum degi árið 2011. Fjallað er um rannsóknir hans og samstarf við ýmsa aðila á innlendum sem erlendum vettvangi. Eftir hádegi verða sýndar heimildamyndir og veggspjöld ásamt myndasýningu um Pál og samstarfsmenn hans. Ráðstefnunni lýkur svo með samantekt á sunnudeginum kl. 17.00.
Meira