Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 30. sept til 7. október 2013.
Aðfaranótt sunnudagsins 6. október lagði lögreglan á Vestfjörðum hald á um 70 grömm af kannabisefnum (marihúana). Efnin fundust í bifreið sem var á leið frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þrjú ungmenni voru í bifreiðinni,tvær stúlkur og karlmaður. Önnur stúlknanna var ökumaður og er hún grunuð um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna. Fólkið var allt handtekið og fært á lögreglustöðina á Ísafirði. Það var yfirheyrt daginn eftir og sleppt að yfirheyrslum loknum. Grunur leikur á að efni þessi hafi átt að fara í umferð á norðanverðum Vestfjörðum en með aðgerðum lögreglunnar tókst að koma í veg fyrir það. Fólk þetta hefur áður komið við sögu vegna fíkniefnamála. Við þetta tækifæri vill lögreglan á Vestfjörðum hvetja alla sem einhverja vitneskju hafa um fíkniefnameðhöndlun að gera viðvart,annað hvort með því að hafa beint samband við lögreglu í síma 450 3730 eða í upplýsingasíma lögreglu og tolls,sem er 800 5005. Fullri nafnleynd er heitið.
Meira