Sprengir grjót.
Meira
Tónleikaröðin Mölin mun vakna úr sumardvala laugardagskvöldið 5. október næstkomandi en þá mun tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm sækja Strandamenn heim og halda tónleika á Malarkaffi á Drangsnesi. Benni Hemm Hemm er listamannsnafn Benedikts Hermanns Hermannssonar en líka hljómsveit,listahópur,samfélag og lífsstíll. Fyrsta útgáfa Benna Hemm Hemm var þröngskífan Summerplate sem kom út í krossviðspakkningu í takmörkuðu upplagi árið 2003. Síðan þá hefur Benni verið iðinn við kolann og gefið út 4 breiðskífur auk fjölda smáskífna og annarra verka. Benni Hemm Hemm hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2005 fyrir plötu ársins sem var samnefnd hljómsveitinni.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Um minniháttar óhöpp var að ræða og ekki slys á fólki. Einn ökumaður ver stöðvaður fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði.
Mánudaginn 23. september,kom upp eldur í íbúðarhúsi við Stekkjargötu í Hnífsdal,enginn var heima þegar eldurinn kom upp. Nokkuð greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins,sem var talsveður og talsverðar skemmdir urðu húsi og innanstokksmunum.
S.l., laugardag var haldin flugslysaæfing á ÍsafjarðarflugvelliYfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrsta dag mánaðar var Norðlæg vindátt með úrkomu,síðan gekk í Suðlægar vindáttir fram til 14.,með skúrum eða rigningu. Suðvestan hvassviðri var þann 8. Þann 15.,gekk í Norðanátt og með hvassviðri með slydduéljum eða slyddu fram til 18. Síðan hafáttir eða breytilegar og mest hægviðri fram til 27,.en nokkur úrkoma. Suðlægar vindáttir voru síðan,en síðasta dag mánaðar voru hafáttir.
Alhvít fjöll voru að morgni 28.,og einnig flekkótt jörð á láglendi og víða alhvítt í sjó fram. Úrkomusamt var í mánuðinum. Berjaspretta er talin góð af krækiberum,en lélegri af bláberjum. Fallþungi dilka er í meðallagi,en um kílói minni en í fyrra,sem var metár þrátt fyrir mikla þurrka.
Yfirlit dagar eða vikur:
Kaupfélag Steingrímsfjarðar auglýsir laust til umsóknar starf verslunarstjóra í verslun félagsins á Norðurfirði. Verslunarstjóri ber ábyrgð á og stýrir daglegum rekstri verslunarinnar.
Helstu verkefni:
Leitin hófst við Naustvíkurgil og Búrfell,í vestri og leitað var svæðið milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði. Á syðra svæðinu hófst leit við Búrfell, leitað var fjalllendið frá Búrfelli og út Kjósarfoldir, með Háafelli, og til sjávar, að Kleifará. Fé var síðan rekið til Kjósarréttar við Reykjarfjörð og réttað þar. Letarmenn fengu ágætisveður á fimmtudag og föstudag,og í dag var nokkuð bjart og úrkomulítið inn í Reykjarfirði,þrátt fyrir súld og rigningu norðar við ströndina.
Á fimmtudaginn 19., var smalað frá Kaldbaksvík og til Veiðileysu og rekið í rétt þar og fé keyrt heim á bæi.Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir The 4th Arctic Fox Conference
Melrakkasetur Íslands hefur umsjón með fjórðu alþjóðlegu ráðstefnunni sem haldin er um melrakkann (e. arctic fox, lat. Vulpes lagopus). Ráðstefna þessi er haldin á fjögurra ára fresti og hefur aldrei áður farið fram á Íslandi. Samstarfsaðilar eru Náttúrustofa Vestfjarða, Háskóli Íslands, Vesturferðir, Borea Adventures og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Núpi í Dýrafirði dagana 11. – 13. október 2013.
Dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um skráningu eru á heimasíðunni: http://www.melrakki.is/arctic_fox_conference/
Dagskráin hefst föstudaginn 11. Október kl. 10.00 með hefðbundnum fyrirlestrum og veggspjaldasýningum og stendur til kl. 17.00. Svipað fyrirkomulag er á laugardeginum þar sem hafist er handa kl. 10.00 og verða fjölbreytt erindi fram til kl. 17.00.
Sunnudagurinn 13. október er helgaður Páli heitnum Hersteinssyni sem lést á þessum degi árið 2011. Fjallað er um rannsóknir hans og samstarf við ýmsa aðila á innlendum sem erlendum vettvangi. Eftir hádegi verða sýndar heimildamyndir og veggspjöld ásamt myndasýningu um Pál og samstarfsmenn hans. Ráðstefnunni lýkur svo með samantekt á sunnudeginum kl. 17.00.