Dísusaga eftir Vígdísi Grímsdóttur komin út.
Dísusaga- Konan með gulu töskuna: Í baksíðutexta bókarinnar segir: Þegar loksins kemur að því að Dísa Gríms frá Kleppsveginum fær að skrifa sína fyrstu bók segir hún sögu sína umbúðalaust. Hún hefur heldur ekkert að fela. Sagan er mögnuð og segir frá stúlku sem tíu ára gömul verður fyrir ofbeldi og lokast inni í dýflissu þöggunar og feluleikja. Í fimmtíu ár sér hún enga útgönguleið, en dag einn fær hún frelsi hjá kúgara sínum og fyrrverandi bjargvætti til að skrifa, þó aðeins í tvo mánuði. Tíminn er naumur og Dísa ákveður að skrifa bréf til mannsins sem hún hefur alltaf elskað. En tekst henni að segja sannleikann?
Í Norðurfirði á Ströndum nýtur Dísa ómældrar gleði yfir öllu því sem náttúran og fólkið þar gefur henni til að takast á við ólgandi tilfinningar. Umlukt fjöllunum og sjónum og örygginu á Kaffihúsinu skrifar hún söguna og minningarnar streyma fram.
Þetta er saga Dísu, saga ofbeldis, einlægni og mannúðar. Þetta er líka sagan okkar; óvænt, hrífandi og dásamleg bók þar sem Vigdís Grímsdóttir víkur fyrir Dísu Gríms sem nú fær orðið:
JBV útgáfa gaf bókina út.