Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. nóvember 2013 Prenta

Veðrið í Október 2013.

Oft var slæmt sjóveður í mánuðinum.
Oft var slæmt sjóveður í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum fyrstu sex dagana með köldu veðri,síðan gerði suðlægar vindáttir með fremur köldu veðri í fyrstu,en síðan hlýnaði verulega tíunda til tólfta í allhvassri SV átt. Eftir það voru hafáttir eða breytilegar vindáttir,yfirleitt hægviðri en kólnandi veðri aftur. Þann 22 snerist í ákveðna Norðan og NA áttir allhvasst eða hvassviðri var dagana 22,23 og 24,og tvo síðustu daga mánaðar,með rigningu eða slyddu og eða éljum. Mánuðurinn var mun hlýrri en október í fyrra,og snjóléttur rétt flekkótt jörð í tvo daga.


Yfirlit dagar eða vikur:

1-6:Norðan eða NA,kul,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,súld,rigning,slyddu eða snjóél,hiti +1 til +5 stig.

7-9:Suðvestan eða S,kul,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,lítilsáttar rigning þ. 8. enn þurrt 7.og 9,hiti frá -1 stigi upp í +5 stig.

10-12:Suðvestan eða Sunnan,hvassviðri í fyrstu síðan allhvasst,stinningskaldi,kaldi,þurrt í veðri,hiti 4 til 14 stig.

13-21:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,en kaldi þann 16. Þurrt var í veðri þ.13,annars súld og þokuloft,rigning,en snjó eða slydduél 20.og 21.Hiti 12 stig niðri -2 stig.

22-31:Norðan eða NA,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,en allhvass eða hvassviðri dagana 22,23,24,30 og 31.rigning,súld,él,snjókoma eða slydda. Hiti frá -1 stigi upp í +5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 70,5 mm. (í október 2012:57,4 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 11: +14,0 stig.

Mest frost mældist þann 20: -2,0 stig.

Meðalhiti við jörð var +1,76 stig. (í október 2012: -0,5 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist. Mældist ekki.

Sjóveður: Mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
Vefumsjón