Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. nóvember 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 11.nóv til 18.nóv 2013.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, báðir á Djúpvegi, þjóðvegi nr. 61. Sunnudaginn 17.nóv.var tilkynnt um umferðarslys á Barðastrandarvegi / Kleifaheiði,þar voru erlendir ferðamenn á bílaleigubíl,sem hafnaði út fyrir veg
og valt nokkrar veltur. Mildi að þar varð ekki stórslys,bifreiðin hafnaði eina 50 metra niður fyrir kant,farþegi í bílnum náði að
komast út,en ökumaður var fastur í bílnum,tækjabíll og sjúkrabíll sendur á staðinn og greiðlega gekk að ná ökumanni út og var hann fluttur á helsugæslustöðina á Patreksfirði til aðhlynningar,sem betur fer reyndist ökumaður ekki alvarlega slasaður. Tildrög

Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. nóvember 2013

Ingólfur útnefndur heiðursfélagi í Hróknum.

Ingólfur Benediktsson heiðursfélagi Hróksins og Hrafn Jökulsson.
Ingólfur Benediktsson heiðursfélagi Hróksins og Hrafn Jökulsson.
Um helgina varð Ingólfur Benediktsson bóndi í Árnesi í Trékyllisvík sextugur. Því var vel fagnað með stórveislu í Reykjavík, þar sem saman komu vinir og ættingjar, sveitungar,brottfluttir Strandamenn og aðrir velunnarar. Hrókurinn útnefndi Ingólf bónda
sem heiðursfélaga Hróksins í tilefni afmælisins í gær og færði honum stein frá Grænlandi að gjöf,þannig að nú eru Grænlandsteinarnir orðir tveir í Árneshreppi.Hinn steininn er í Stóru-Ávík og talin hafa borist þangað með hafís.

Skákfélagið

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. nóvember 2013

Lay Low á Mölinni.

Lay Low.
Lay Low.
1 af 2
Sunnudagskvöldið 24. nóvember næstkomandi mun Lay Low  koma fram í tónleikaröðinni Mölinni á Drangsnesi. Lay Low þarf vart að kynna fyrir fólki enda hefur hún fyrir löngu síðan vakið landsathygli fyrir einstaka hæfileika sína,
frábærar lagasmíðar, þróttmikinn hljóðfæraleik og silkimjúka söngrödd. Lay Low gaf á dögunum út sína fjórðu breiðskífu sem ber heitið "Talking About the Weather". Á nýju plötunni svífur andi sveitarinnar yfir,en Lovísa fluttist nýverið frá borginni suður
á land þar sem hún hafði áður búið. Heimkoman í sveitina,friðurinn og kyrrðin,æskan og sjálfstæðisbarátta listakonunnar urðu því nokkuð óvænt yrkisefni plötunnar þar sem áður ótroðnar slóðir eru fetaðar.

 Á tónleikunum á Drangsnesi
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. nóvember 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 4. Nóv. til 11. Nóv. 2013.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í og við Ísafjörð. Þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í vikunni. Bíll hafði fokið út af veginum við afleggjarann að Holti í Önundarfirði,litlar skemmdir og ekki slys á fólki. Tilkynnt var til lögreglu s.l. mánudag að ekið hafi verið utan í bíl, á tímabilinu frá föstudeginum 1. nóv.,til mánudagsins 4. nóv.,á bifreiðastæði við Smiðjugötu á Ísafirði. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um atvik þetta,eða vitni,vinsamlegast hafið samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450-3730

Þrjár aðstoðarbeiðnir bárust  lögreglu vegna veðurs/foks í firradag sunnudag, ein á Ísafirði vegna foks á þaki af fjárhúsum við Efri – Tungu í Tungudal,Skutulsfirði,
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. nóvember 2013

Jóla Brunch á Grand Hótel Reykjavík.

Jólasveinar koma í heimsókn.
Jólasveinar koma í heimsókn.

Frétttilkynning frá Grand Hótel Reykjavík:Jóla Brunch verður alla sunnudaga frá 17. nóvember til 22. desember, frá kl. 11:30 til 14:00. Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Grand Hótel Reykjavik. Við bjóðum fjölskyldur velkomar til að njóta stundarinnar á hótelinu.Í Jóla brunchinum eru yfir 20 girnilegir réttir á borðum. Þar má nefna blandað salat, heimbakað brauð og álegg, ommelettur, egg benedict, eggjahrærur og fleira.
Einnig eru á borðum síldarsalöt, reykt nautatungusalat, reyklaxakonfekt, hunangsgljáðar kalkúnabringur, kryddlegin lambalæri og karamellaður hamborgarhryggur. Meðlætið er meðal annars sykurbrúnaðar kartöflur, heimalagað volgt rauðkál, eplasalat, grænar baunir og heitar sósur svo eitthvað sé nefnt. Eftirréttirnir eru allir lagaðir af  bakarameisturum hótelsins og ber þá helst að nefna volga súkkulaðiköku og ris a la mande. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Jólahorn fyrir börnin.
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 10. nóvember 2013

Jólahlaðborð á Grand Hótel.

Hið árlega jólahlaðborð á Grand Hótel Reykjavík verður hátíðlegt í ár og margar skemmtilegar uppákomur í boði.
Hið árlega jólahlaðborð á Grand Hótel Reykjavík verður hátíðlegt í ár og margar skemmtilegar uppákomur í boði.

Fréttatilkynning frá Grand Hótel Reykjavík:

Guðrún Gunnarsdóttir og Jón Ólafsson munu flytja íslensk og erlend jólalög, á föstudags- og laugardagskvöldum. Bjarni Ara verður með glæsilega söngdagskrá í Hvammi og Setri og mun hann flytja vel valda jólasöngva og góða slagara með Frank Sinatra, Tom Jones og Elvis Presley svo eitthvað sé nefnt. Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Reynir Sigurðsson mun töfra  fram jólatóna á píanó og vibrafón og hin óborganlega hljómsveit Hafrót mun spila fyrir dansi. Hlaðborðið er að vanda vel útilátið með jólalegum forréttum, köldum og heitum aðalréttum með sósum og meðlæti og girnilegt eftirréttahlaðborð að hætti matreiðslumeistaranna. 

Jólahlaðborðið er á
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. nóvember 2013

Frá aðalfundi Félags Árneshreppsbúa.

Frá aðalfundi Félags Árneshreppsbúa sunnudaginn 3. Nóvember.Mynd Ívar Benediktsson.
Frá aðalfundi Félags Árneshreppsbúa sunnudaginn 3. Nóvember.Mynd Ívar Benediktsson.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa var haldinn í Akógessalnum við Ármúla í Reykjavík á síðasta sunnudag. Skemmst er frá að segja að ekki var um átakafund að ræða. Formaður félagsins, Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri, var endurkjörinn með lófaklappi og án mót framboðs. Sömu sögu var að segja um aðra stjórnarmenn þá Böðvar Guðmundsson, Guðrúnu Gunnsteinsdóttur, Ívar Benediktsson og Unni Pálínu Guðmundsdóttur. Einnig voru varamennirnir Guðbrandur Torfason og Jensína Hjaltadóttir endurkjörin án mót framboða. Skoðunarmenn reikninga, Gíslína Vilborg Gunnsteinsdóttir og Arnar H. Ágústsson voru einnig endurkjörin. Félagið gaf út tvö fréttabréf að venju á síðasta starfsári auk þess að halda veglega árshátíð í mars og jólaskemmtun fyrir síðustu jól.

Stefnt
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. nóvember 2013

Þjónustukönnun Orkubús Vestfjarða.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða hefur nú þriðja árið í röð fengið Capacent til að vinna fyrir sig þjónustukönnun þar sem könnuð eru viðhorf viðskiptavina Orkubúsins til fyrirtækisins og þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir. Markmið könnunarinnar var að mæla upplifun viðskiptavina af þjónustu fyrirtækisins og breytingar frá fyrri mælingu og fór hún fram 15. - 25. október 2013. Í úrtakinu voru 1375 einstaklingar, af þeim svöruðu 548 könnuninni og þakkar Orkubú Vestfjarða þeim þátttökuna. Það er Orkubúi Vestfjarða
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. nóvember 2013

Rúllupylsukeppni.

Sævangur.Mynd Strandir.is
Sævangur.Mynd Strandir.is

Sauðfjársetur á Ströndum og Slow food samtökin á Íslandi halda Íslandsmeistaramót í rúllupylsugerð í Sauðfjársetrinu á Ströndum (Sævangi,12 km. sunnan við Hólmavík) laugardaginn 23. nóvember 2013 kl. 13:00. Þetta verður í annað skiptið sem keppnin er haldin. Árið 2012 var haldin keppni í Króksfjarðarnesi og þá fengu Strandamennirnir Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík, verðlaun fyrir léttreykta rúllupylsu. Rúllupylsuuppskriftir þekkjast úr fornum og nýjum uppskriftarbókum en líklegt er að margar og margvíslegar uppskriftir séu til á heimilum landmanna hver annarri betri.

Keppnisreglur:

Þátttakendur mega koma með eins margar gerðir rúllupylsa og þeir vilja.

Þátttakendur bjóða gestum að smakka á rúllupylsunum

Dómnefnd valinkunnugra matgæðinga og smakkara mun leggja dóm á lykt, áferð, bragð, framsetningu og frumleika.

Viðurkenningar verða veittar fyrir þrjú fyrstu sætin og einnig aukaverðlaun fyrir frumleika.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. nóvember 2013

Orkubú Vestfjarða hlýtur viðurkenningu.

Frá afhendingu á viðurkenningu.Mynd OV.is.
Frá afhendingu á viðurkenningu.Mynd OV.is.

Orkubú Vestfjarða hefur hlotið viðurkenningu Neytendastofu á innra eftirlitskerfi með varmaorkumælum og er fyrsta dreifiveitan sem hlýtur slíka viðurkenningu. Ragnar Emilsson deildarstjóri eftirlitsdeildar tók við viðurkenningunni fyrir hönd Orkubúsins. Af þessu tilefni kom fulltrúi Neytendastofu, Bjarni Bentsson, í heimsókn og afhenti Orkubúinu viðurkenninguna. Viðurkenningin er veitt samkvæmt reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með varmaorkumælum. Innra eftirlitið fer þannig fram að varmaorkumælum er skipað í söfn eftir árgerð og gerðarauðkenni og í framhaldi er tekið úrtak af mælum og þeir prófaðir af viðurkenndri prófunarstofu. Standist mælar ekki úrtaksprófun þá er skipt um alla mæla í viðkomandi mælasafni. Vert er að benda á gæðastefnu Orkubús Vestfjarða sem er að:


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kort Árneshreppur.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
Vefumsjón