Veðrið í Nóvember 2013.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með norðaustanáttum með köldu veðri fyrstu þrjá dagana,síðan gerði suðaustanátt í einn dag með nokkru frosti. Síðan frá fimmta var komið í hafáttir aftur fram til níunda. Síðan voru allverulegir umhleypingar í veðri út mánuðinn,með hita eða frosti á víxl,og oft mikill hitamunur á einum sólarhring. Í nokkur skipti gerði hvassviðri og oft með stormkviðum í éljum. Vindur náði að fara í 70 hnúta,36 m/s,eða meira en 12 vindstig gömul í kviðum um kvöldið þann 29.og fram á morgun þann 30. Mánuðurinn var snjóléttur. Borgarísjaki kom næst landi þann 18. á Ströndum,um 7 sjómílur NNA af Geirólfsnúp,sást ekki frá byggð.
Yfirlit dagar eða vikur.
Meira