Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. desember 2013

Veðrið í Nóvember 2013.

Oft skóf sjóinn í suðvestan hvassviðrum í mánuðinum.
Oft skóf sjóinn í suðvestan hvassviðrum í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðaustanáttum með köldu veðri fyrstu þrjá dagana,síðan gerði suðaustanátt í einn dag með nokkru frosti. Síðan frá fimmta var komið í hafáttir aftur fram til níunda. Síðan voru allverulegir umhleypingar í veðri út mánuðinn,með hita eða frosti á víxl,og oft mikill hitamunur á einum sólarhring. Í nokkur skipti gerði hvassviðri og oft með stormkviðum í éljum. Vindur náði að fara í 70 hnúta,36 m/s,eða meira en 12 vindstig gömul í kviðum um kvöldið þann 29.og fram á morgun þann 30. Mánuðurinn var snjóléttur. Borgarísjaki kom næst landi þann 18. á Ströndum,um 7 sjómílur NNA af Geirólfsnúp,sást ekki frá byggð.

 

Yfirlit dagar eða vikur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. nóvember 2013

Söfnuðu fyrir Elsu og Ásgeir.

Frá tombólunni. Mynd Oddný Þ.
Frá tombólunni. Mynd Oddný Þ.
1 af 3
Konurnar í Árneshreppi tóku sig saman og héldu tombólu og kaffisölu í félagsheimilinu laugardaginn 23. nóvember . Ágóðinn rann til styrktar  Elsu Borgarsdóttur og Ásgeirs Hólm Agnarsdóttur. Vinir og vandamenn Vestfirðinganna Elsu Borgarsdóttir og Ásgeirs Hólm Agnarssonar á Ísafirði hafa hrundið af stað styrkarsíðu á Facebook fyrir þau hjónin en hjá þeim eru erfiðir tímar
framundan. Elsa hefur verið greind með illkynja brjóstakrabbamein og Ásgeir hefur verið óvinnufær af völdum vinnuslyss og veikinda í mörg ár. Ljóst er að,

Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. nóvember 2013

Strandafrakt sótti ull í gær.

Bíll frá Strandafrakt.
Bíll frá Strandafrakt.
1 af 2
Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt kom norður í gær að sækja fyrri ferðina til bænda af ull. Þetta er mjög snemmt miðað við undanfarin ár. Bændur hafa verið að rýja eða klippa fé eins og það er kallað nú. Nokkrir eru búnir með rúningu,aðrir langt komnir,en eitthvað vantar af fé ennþá. Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi. Strandafrakt sér um að sækja ull víðar í sýslunni til bænda og flytja á Blönduós. Strandafrakt kemur svo aftur
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. nóvember 2013

Eyðibýli á Íslandi – tvö ný bindi komin út.

Karlabragginn í Djúpavík.
Karlabragginn í Djúpavík.

Út eru komin 4. og 5. bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi. Þau fjalla um Vestfirði og Norðurland vestra. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá eyðibýli og önnur yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins. Fyrstu skref rannsóknarinnar voru tekin sumarið 2011 á Suðurlandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin til Norðurlands eystra og Vesturlands og í ár til Vestfjarða og Norðurlands vestra. Upplýsingar um verkefnið er að finna á www.eydibyli.is Efni hvors bindis er sem hér segir:

Eyðibýli á Íslandi, 4. bindi

Austur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Ísafjarðarsýsla, Norður-Ísafjarðarsýsla og Strandasýsla. Höfundar: Anton Svanur Guðmundsson, Arnar Logi Björnsson, Axel Kaaber, Bergþóra Góa Kvaran, Hafþór Óskarsson, Laufey Jakobsdóttir, Margrét Björk Magnúsdóttir, Olga Árnadóttir, Rósa Þórunn Hannesdóttir og Sunna Dóra Sigurjónsdóttir. Ritið er 128 bls. að stærð og fjallar um 89 hús.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. nóvember 2013

Nýsköpunarkeppni og námskeiðahald.

Þróunarsetrið á Hólmavík.
Þróunarsetrið á Hólmavík.
Nýsköpunarkeppni Vestfjarða stendur nú sem hæst, en meðal þess sem fer fram í tengslum við keppnina eru örnámskeið í gerð viðskiptaáætlunar, en þau eru haldin á Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði. Námskeiðið á Patreksfirði er haldið í dag, en á morgun á Hólmavík og fimmtudaginn á Ísafirði. Nýsköpunarkeppnin er samstarfsverkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, en samtals er verðlaunaféð 14 milljónir. Keppnin er liður í sóknaráætlun Vestfjarða, en þátttakendur þurfa að skila fullbúinni viðskiptaáætlun fyrir 2. desember.
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. nóvember 2013

Úrslit í rúllupylsukeppninni.

Vinningshafar í rúllupylsukeppninni.
Vinningshafar í rúllupylsukeppninni.
Rúllupylsukeppni var haldin í gær í Sauðfjársetrinu í Sævangi og úrslit liggja fyrir.  Það voru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías
Lýðsson í Húsavík sem sigruðu í keppninni með rúllupylsu sem hét Fjalladrottningin - villijurtakrydduð. Í öðru sæti varð Jón Jónsson á Kirkjubóli með pylsuna Strandasæla. Í þriðja sæti voru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Valur Jónsson á Kirkjubóli með pylsuna Eina með öllu. Þau
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. nóvember 2013

Hafís stutt út af Kögri.

Modis ljós og hitamynd.
Modis ljós og hitamynd.
1 af 2

Ingibjörg Jónsdóttir Landfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans, sem fylgist vel með hafísnum út af Vestfjörðum hefur sent vefnum nýjar upplýsingar um hafísinn við og úti fyrir Vestfjörðum. Nú eru 26 sjómílur í hafísinn N og NNV af Kögri.

Þetta eru þéttar hafísspangir, aðallega nýlega myndaður hafís, en talsvert gisnara á milli þeirra. Ingibjörg reiknar með að ísinn geti færst austar og einnig eitthvað nær landi næsta sólarhringinn. Meðfylgjandi
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. nóvember 2013

Tinna borgar lífgjöfina.

Tinna og hrútlambið sem hún kom með heim,og launaði lífgjöfina.
Tinna og hrútlambið sem hún kom með heim,og launaði lífgjöfina.
Á Krossnesi í dag  þegar fé var tekið inn ágjöf og til rúnings og smalað saman af heimalandi og eiðibýlinu Felli kom um mánaðar gamalt lamb með féinu úr Fellsdalnum. Móðurinni sem heitir Tinna var sleppt út í vor sem geldri á jafnt og hrútum, sem oftast er gert til að fá pláss vegna sauðburðarins. Svo hefur hún komist í hrút fljótt eftir það og kemur nú heim með þetta vænlegasta hrútlamb. Tinna hefur verið gjöful ær gegnum árin, en hún er nú á tíunda vetri. „Úlfar Eyjólfsson bóndi á Krossnesi segir að ekkert hafi verið tekið eftir því að Tinna hafi verið sverari um sig en aðrar ær um sláturtíð, en henni hafi verið gefið líf vegna þess hvað hún hafi verið frjósöm alla sína tíð, verið þrílembd og tvílembd alla sína tíð,
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. nóvember 2013

Rúllupylsukeppni á Sævangi.

Sævangur.
Sævangur.
Vefurinn Litlihjalli vill minna á rúllupylsukeppnina næstkomandi laugardag í Sauðfjársetrinu á Ströndum (Sævangi). Þetta verður í annað skiptið sem keppnin er haldin. Árið 2012 var haldin keppni í Króksfjarðarnesi og þá fengu Strandamennirnir Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík, verðlaun fyrir léttreykta rúllupylsu. Rúllupylsuuppskriftir þekkjast úr fornum
og nýjum uppskriftarbókum en líklegt er að margar og margvíslegar uppskriftir séu til á heimilum landmanna hver annarri betri. Þeim sem ekki eiga heimangengt með sínar rúllupylsur er bent á að þær má senda á Sauðfjársetrið og starfsmenn þess taka að sér að sjá um framsetningu og kynningu.

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. nóvember 2013

Vígdís Gríms les úr bók sinni í Edinborg.

Edinborgarhúsið á Ísafirði.Mynd ísafjörður.is
Edinborgarhúsið á Ísafirði.Mynd ísafjörður.is

Opin bók bókmenntavaka.

Hinn sívinsæli viðburður Opin bók hefur verið haldin í Menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði í nóvember ár hvert og verður hún að sjálfsögðu á sínum stað nú í ár og verður laugardaginn 23. nóvember klukkan 16:00. Að vanda munu Íslenskir rithöfundar koma og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Að þessu sinni koma fimm rithöfundar sem hafa gefið út bók á árinu. Í ár eruð það Vígdís Grímsdóttir sem les upp úr nýrri bók sinni Dísusaga,Finnbogi Hermannsson
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Úr sal.Gestir
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
Vefumsjón