Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. desember 2013 Prenta

Sigríður Thorlacius - Jólatónleikar.

Sigríður Thorlacius.
Sigríður Thorlacius.
1 af 2

Jólatónleikar Malarinnar fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi sunnudagskvöldið 15. desember næstkomandi. Þar kemur fram söngkonan Sigríður Thorlacius ásamt Guðmundi Óskari Guðmundssyni og Bjarna Frímanni Bjarnasyni. Þau munu leika hugljúf jólalög og koma fólki endanlega í jólagírinn í hlýju og notalegu umhverfi. Sigríði Thorlacius þarf varla að kynna fyrir fólki. Hún hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu og dáðustu söngkonum þjóðarinnar. Hún vakti fyrst athygli fyrir einstaka rödd sína með hljómsveitinni Hjaltalín og hefur í kjölfarið sungið inn á fjölda hljómplatna, komið fram við ólíklegustu tækifæri með rjóma íslenskra listamanna auk þess sem hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem "Besta röddin" árið 2009.

Á tónleikunum munu Sigríður og félagar leika lög af nýútkominni plötu sinni sem ber nafnið Jólakveðja. Á plötunni syngur Sigríður lög eftir Guðmund Óskar og Bjarna Frímann við vel valda jólatexta frá ýmsum tímum. Lögin eru einstaklega hlý og falleg og má segja að á plötunni nái Sigríður og samverkamenn hennar að fanga hinn sanna anda jólanna. Það ætla þau líka að gera á Mölinni. Venju samkvæmt mun Borko leika nokkur lög á undan gestum Malarinnar, að þessu sinni í félagi við Prins Póló.
Húsið opnar kl. 20:30 en tónleikarnir hefjast kl. 21:00.
Miðaverð er 2000 kr.
Hér má hlýða á lag af nýju plötunni: http://www.youtube.com/watch?v=W9lAKUbhd3k

Nánari upplýsingar gefur Björn í s. 8645854

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
Vefumsjón