Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. desember 2013 Prenta

Hvað veist þú um Vestfirði?

Hvað veist þú um Vestfirði.
Hvað veist þú um Vestfirði.
1 af 2

Hvað veist þú um Vestfirði er skemmtileg og fræðandi spurningabók fyrir alla fjölskylduna, þar sem finna má fjölda fjölbreyttra spurninga tengdum Vestfjörðum og vestfirðingum. Eyþór Jóvinsson samdi spurningarnar. Þetta er þriðja bók Eyþórs Jóvinssonar, en að baki á hann tvær ljósmyndabækur síðastliðin tvö ár. Hugmyndin að spurningabókinni kviknaði aðeins fyrir rétt um mánuði síðan, daginn eftir að Ísafjarðarbær keppti í Útsvari með eftirtektarverðum árangri. Því er óhætt að segja að það hafi verið hafðar hraðar hendur við að semja spurningar, setja upp og prenta. Aðeins 30 dagar frá hugmynd að útgáfu.


Bókinni er fyrst og fremst ætlað að skemmta vestfirðinum og öðrum eftir jólasteiknni, samhliða því að fræða landsmenn um Vestfirði. Spurningarnar spanna allt frá Gísla Súrsyn til Mugisons, frá landnámi Hrafna-Flóka og til sveitarstjórnakosninganna 2014. Fortíð, nútíð og framtíð. 
Bókin er fáanleg í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði og er væntanleg í verslanir um allt land. Laugardaginn 14. desember verður veglegt útgáfuteiti og pub-quiz í Skúrnum, við Húsið á Ísafirði og hefst það upp úr kl 21:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og vegleg verðlaun. Þá verður bókin seld á sérstöku útgáfutilboði.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Einingarnar hífðar úr gámunum.14-10-08.
  • Húsið fellt.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
Vefumsjón