Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. september 2013

Verslunarstjóri óskast.

Verslunarstjóri óskast.
Verslunarstjóri óskast.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar auglýsir laust til umsóknar starf verslunarstjóra í verslun félagsins á Norðurfirði. Verslunarstjóri ber ábyrgð á og stýrir daglegum rekstri verslunarinnar.

 

Helstu verkefni:

  • Innkaup
  • Vörumóttaka
  • Sala og póstafgreiðsla
  • Dagleg stjórnun
  • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini

Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. september 2013

Réttað í Kjósarrétt.

Úr Kjósarrétt.
Úr Kjósarrétt.
1 af 4

Leitin hófst við Naustvíkurgil og  Búrfell,í vestri og leitað var svæðið  milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði. Á syðra svæðinu hófst leit við Búrfell, leitað var fjalllendið frá Búrfelli og út Kjósarfoldir, með Háafelli, og til sjávar, að Kleifará. Fé var síðan rekið til Kjósarréttar við Reykjarfjörð og réttað þar. Letarmenn fengu ágætisveður á fimmtudag og föstudag,og í dag var nokkuð bjart og úrkomulítið inn í Reykjarfirði,þrátt fyrir súld og rigningu norðar við ströndina.

Á fimmtudaginn 19., var smalað frá Kaldbaksvík og til Veiðileysu og rekið í rétt þar og fé keyrt heim á bæi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. september 2013

Alþjóðleg refaráðstefna á Íslandi.

Við refarannsóknir á Hornströndum 2013.Mynd Melrakkasetur.
Við refarannsóknir á Hornströndum 2013.Mynd Melrakkasetur.

Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir The 4th Arctic Fox Conference

Melrakkasetur Íslands hefur umsjón með fjórðu alþjóðlegu ráðstefnunni sem haldin er um melrakkann (e. arctic fox, lat. Vulpes lagopus). Ráðstefna þessi er haldin á fjögurra ára fresti og hefur aldrei áður farið fram á Íslandi. Samstarfsaðilar eru Náttúrustofa Vestfjarða, Háskóli Íslands, Vesturferðir, Borea Adventures og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ráðstefnan verður haldin á Hótel Núpi í Dýrafirði dagana 11. – 13. október 2013.

Dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um skráningu eru á heimasíðunni: http://www.melrakki.is/arctic_fox_conference/

  

Dagskráin hefst föstudaginn 11. Október kl. 10.00 með hefðbundnum fyrirlestrum og veggspjaldasýningum og stendur til kl. 17.00. Svipað fyrirkomulag er á laugardeginum þar sem hafist er handa kl. 10.00 og verða fjölbreytt erindi fram til kl. 17.00.

Sunnudagurinn 13. október er helgaður Páli heitnum Hersteinssyni sem lést á þessum degi árið 2011. Fjallað er um rannsóknir hans og samstarf við ýmsa aðila á innlendum sem erlendum vettvangi. Eftir hádegi verða sýndar heimildamyndir og veggspjöld ásamt myndasýningu um Pál og samstarfsmenn hans. Ráðstefnunni lýkur svo með samantekt á sunnudeginum kl. 17.00.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. september 2013

Réttað var í Melarétt í dag.

Réttað var í Melarétt í dag.
Réttað var í Melarétt í dag.
1 af 3
Leitað var nyrðra svæðið í gær og í dag,það er leitað var á föstudag norðan Ófeigsfjarðar og fé sett þar í rétt yfir nóttina,í gær var leitað frá Ófeigsfirði og fjalllendið austan Húsár leitað að Reykjarfarðartagli um Sýrdal og Seljaneshlíð,einnig var leitað svæðið út með Glifsu og Eyrardal að Hvalhamri,síðan var féið rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt. Það var Suðvestanátt og kaldi eða stinningskaldi báða dagana og gekk á með skúrum,en alveg stytt upp þegar réttað var. Að sögn leitarstjóra smalaðist nokkuð vel miðað við aðstæður en sæmilegasta skyggni var báða leitardagana.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. september 2013

Gífurleg úrkoma var í nótt.

Gífurleg úrkoma var í nótt 34,2 mm.
Gífurleg úrkoma var í nótt 34,2 mm.
Veðrið hefur var nokkuð skaplegt hér á Ströndum í nótt,enn Veðurstofa Íslands spáði því í gær að við hér á Ströndum mundum sleppa svona sæmilega frá veðrinu sem hefur gengið yfir landið í nótt og í morgun,og hefur það gengið eftir. Það hefur kólnað nú í morgunsárið og hitinn kominn niður í 4,9 stig nú klukkan níu í morgun,og slydda var um tíma í morgun,enda fór hitinn niður í 3,6 stig. Enn úrkoman hefur verið gífurleg í nótt hér í Árneshreppi og bara allt á floti,úrkoman mældist 34,2 mm eftir nóttina,eða frá kl:18:00 í gær og til 09:00 í morgun,og er þetta með mestu úrkomu sem mælst hefur á milli úrkomumælinga eða
í 15 tíma. Í ágúst 2011 mældist úrkoman 39,0 mm eftir nóttina.

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. september 2013

Heimasmalanir.

Lömb vigtuð í Litlu-Ávík.
Lömb vigtuð í Litlu-Ávík.

Bændur hafa verið að smala heimalönd sín í liðinni viku og í þessari viku. Sláturlömb eru nokkuð misjöfn miðað við vigt en öll lömb eru vigtuð áður en sleppt er út á tún aftur. Allavega er vigt lægri en í fyrra en þá var mjög góður fallþungi,þrátt fyrir hina miklu þurrka sem voru í fyrrasumar. Búið er að láta sláturlömb á tvo bíla frá tveim bæjum sem fór í slátrun á Blönduósi hjá SAH Afurðum ehf.,í liðinni viku. Einnig verður sett á einn bíl frá tveim bæjum næstkomandi fimmtudag,það sláturfé fer í slátrun hjá Kaupfélagi Vestur Húnvetninga (KVH),á Hvammstanga.

Fyrstu skylduleitir verða um næstkomandi
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. september 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 2. sept til 9. sept 2013.

Enn er ekið á búfé.
Enn er ekið á búfé.

Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel fyrir sig, þó var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Ísafirði.

Mánudaginn 2. sept.,valt lyftari út fyrir veg, sem leið átti um Örlygshafnarveg,ökumaður var fluttur með  sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar. Eitt minniháttar umferðaróhapp tilkynnt á Patreksfirði. Þá er enn nokkuð um að ekið er á búfé og voru tvær tilkynningar til lögreglu  þess efnis.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur á Patreksfirði. Þá voru númer fjarlægð af ökutækjum vegna vöntunar á aðalskoðun og þar sem tryggingar voru fallnar úr gildi.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. september 2013

Álagablettir.

Laugardaginn 7. september klukkan 20:00 verður opnuð sögu-og listasýningin Álagablettir.
Laugardaginn 7. september klukkan 20:00 verður opnuð sögu-og listasýningin Álagablettir.

Laugardaginn 7. september (þjóðtrúardaginn mikla, 7-9-13) klukkan 20:00 verður haldin kvöldskemmtun í Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þar verður opnuð sögu-og listasýningin Álagablettir, auk þess sem flutt verður tónlist og ýmis skemmtilegur fróðleikur. Sýningin mun verða uppi á listasviðinu í Sævangi út næsta sumar. Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli hefur haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar, með dyggri aðstoð föður síns. Mun Dagrún og þjóðfræðingarnir Rakel Valgeirsdóttir og Jón Jónsson miðla fróðleik um álagabletti á opnunni.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. september 2013

Strandasól byggir.

Steyptur grunnur.Mynd Elísa Ösp.
Steyptur grunnur.Mynd Elísa Ösp.
1 af 3
Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi sem er ein minnsta björgunarsveit á landinu,er nú að byggja yfir starfssemi sína og þann búnað sem sveitin á. Strandasól fékk veglegan styrk frá styrktarsjóði Isavia í vor að upphæð 1.400.000.,sem kom sér
vel fyrir félagið. Grafið var fyrir grunni að húsinu 8. júlí síðastliðin og klárað var að steypa sökkul þann 29. ágúst. Félagsmenn sjá sjálfir um framkvæmdir undir stjórn Yngvars Bjarnasonar formanns félagsins,en hann er smiður og hefur séð um allan uppslátt fyrir grunninum,en Arinbjörn Bernharðsson trésmíðameistari er yfir verkinu. Væntanlegt

Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. september 2013

Seinni bifreiðaskoðun á Hólmavík.

Skoðað verður 9 og 10 september.
Skoðað verður 9 og 10 september.
Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni skoðun á Hólmavík dagana 9 og 10 september 2013. Færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga. Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet). Hvorttveggja er háð því að að gsm-samband sé í lagi. Símar í skoðunarbílnum eru 570-9214 og 893-3900. Einnig er minnt á skoðunarstöð Frumherja í Búðardal.
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
  • Árnesey-06-08-2008.
  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
Vefumsjón