Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. ágúst 2013

Tveir buðu í efnisvinnslu.

Gjögurflugvöllur.Mynd Isavia.
Gjögurflugvöllur.Mynd Isavia.
Búið er að opna tilboð vegna efnisvinnslu fyrir Gjögurflugvöll. Norðurtak ehf bauð 37.223.000.,og Borgarverk með tilboð upp á 29,743.000., króna. Búið er að taka tilboði Borgarverks. Verkið felst í efnisvinnslu fyrir klæðningu, burðarlag og styrktarlag við flugvöllinn að Gjögri.

Helstu verkþættir og magntölur: Klæðningarefni 1.100 m3-Burðarlagsefni 5.800 m3- Styrktarlagsefni 3.600 m3. Ekki bárust fleiri tilboð. Ekki er vitað hvenær

Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. ágúst 2013

Frestun 58. Fjórðungsþings vegna illviðris.

Trékyllisvík-Norðurfjörður.
Trékyllisvík-Norðurfjörður.
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur í samráði við oddvita Árneshrepps ákveðið að fresta boðuðu Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem halda átti í Trékyllisvík í Árneshreppi þann 30. og 31. ágúst n.k. til 27. og 28. september n.k.. Þinginu er frestað vegna væntanlegs norðan illviðris samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands í gær,en spáð er mikilli úrkomu og hvassviðri eftir hádegi á föstudag og fram á laugardag. Einnig er spáð snjókomu á fjallvegum. Þingið verður boðað með nýrri dagskrá í byrjun næsta
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. ágúst 2013

Orkubúið tekur niður staura.

Byrjað að losa staur.
Byrjað að losa staur.
1 af 4
Starfsmenn Orkubúsins á Hólmavík hafa verið við að taka niður rafmagnsstaura í Árneshreppi þar sem jarðstrengur var lagður. Staurar eru teknir niður frá Melum og í Trékyllisvíkinni og út í Ávíkur og að símahúsi í Reykjaneshyrnu. Eitthvað af staurunum verður notaðir fyrir ljósastaura við bæi þar sem þarf að skipta um ljósastaura. Þetta eru um sjötíu staurar sem verða teknir niður. Rafmagnsvírinn er síðan spólaður inn og látinn í hankir. Rafmagnsstaurarnir eru síðan
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. ágúst 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 19.til 26.ágúst.2013.

Skráningarnúmer voru tekin af átta ökutækjum.
Skráningarnúmer voru tekin af átta ökutækjum.
Ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í og við Ísafjörð. Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.Tvö umferðaróhöpp urðu á Örlygshafnarvegi,fyrra óhappið varð mánudaginn 19. ágúst og seinna óhappið þriðjudaginn 20. ágúst. Í báðum þessum tilfellum voru erlendir ökumenn á ferð í bílaleigubílum og misstu ökumenn vald á bílunum í lausamöl,með þeim hætti að bifreiðarnar ultu út fyrir veg,ökumenn og farþegar þeirra slösuðust ekki,en báðir bílarnir voru óökuhæfir og fluttir af vettvangi með krana.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. ágúst 2013

Nýr kennari við Finnbogastaðaskóla.

Anna Sigríður Sigurðardóttir.
Anna Sigríður Sigurðardóttir.
1 af 2
Nýr kennari tók við starfi sem kennari við Finnbogastaðaskóla nú á nýju skólaári. Það er Anna Sigríður Sigurðardóttir sem lét sig hafa það að koma á Strandir með tvö börn,annað á skólaskildu aldri,stúlku sem er 8. ára og dreng sem er 3. ára,og eiginmann,en þau koma af höfuðborgarsvæðinu. Anna er lærð spænsku kennari. Önnu líst vel á að koma í þessa fámennu en fallegu sveit og  takast á við nýtt starf hér í Árneshreppi. Nemendur Finnbogastaðaskóla verða fimm á þessu skólaári. Elísa Ösp Valgeirsdóttir er skólastjóri Finnbogastaðaskóla,en hún er búin að vera skólastjóri frá 2010.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. ágúst 2013

Grafið fyrir nýju mastri.

Steyptur verður sökkull fyrir nýja mastrið.
Steyptur verður sökkull fyrir nýja mastrið.
1 af 2
Verktakafyrirtækið Græðir S.F. frá Varmadal á Flateyri hefur verið að grafa fyrir nýju mastri við fjarskiptastöðina í Reykjaneshyrnu (Ávíkurstöðina.)Steypt var í fyrrakvöld sökkull og í gær seinni hlutinn. Síðan mun verktakinn ganga frá í dag,taka mótin og fylla að og ganga frá planinu í kring um stöðina. Míla mun síðan reisa 18 metra hátt fjarskiptamastur á stöplinum. Steypan þarf að harna í ákveðinn tíma áður enn mastrið verður reist. Það mastur
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. ágúst 2013

Bæirnir tengdir sem eftir voru.

Orkubúsmenn undirbúa spennir til að tengja.
Orkubúsmenn undirbúa spennir til að tengja.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík er nú að tengja bæina inn á jarðkapalskerfið sem eftir var að tengja í daginn. Búið var að tengja allt norðan við spenniskúinn við Bæ í Trékyllisvík. En þegar átti að nota spenna við Finnbogastaði og við Ávíkurbæina voru þeir gallaðir. Orkubúið fékk spenna frá nýjum byrgjum og þeir voru gallaðir. Nú er Orkubúið búið að fá aðra spenna og geta því haldið áfram að tengja bæina inn á jarðkapalskefrið. Í dag verður Finnbogastaðir,sumarhúsið Storð og Stóra og Litla-Ávík og einnig símahús Símans í Reykjaneshyrnu tengd. Rafmagnslaust
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. ágúst 2013

Fjölmenni á hrútaþukli.

Hrútaþukl. Mynd af facebook síðu Sauðfjársetursins.
Hrútaþukl. Mynd af facebook síðu Sauðfjársetursins.
Góð stemmning var á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum sem fram fór á Sauðfjársetrinu á Ströndum um síðustu helgi. Tæplega fimmtíu manns kepptust þar við að þukla hrúta en markmið keppninnar var að finna út gæðaröðina á gripunum og segja til um kosti þeirra og galla. Þeir sem kepptu í flokki vanra hrútaþuklara gáfu þeim stig fyrir margvíslega eiginleika og sérskipuð dómnefnd helstu hrútasérfræðinga landsins sá um dómgæsluna. Keppendur og áhorfendur komu víða að af landinu og höfðu gaman af þessari sérkennilegu skemmtun.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. ágúst 2013

Sími grafinn í sundur.

Gunnar Örn við að tengja saman.
Gunnar Örn við að tengja saman.
Verktakafyrirtækið Græðir sf, sem voru að taka grunn fyrir mastur við símahúsið í Reykjaneshyrnu (Ávíkurstöðina.) voru svo óheppnir í gærkvöldi á níundatímanum að grafa símastreng í sundur þegar grafið var fyrir sökklinum. Míla sendi mann frá Tengli til að setja strenginn saman,enn allir heimilissímar duttu út nema í Ávíkurbæina. Einnig datt allt net og símasamband út við Djúpavík. Gunnar Örn Jakobsson hjá Tengli
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. ágúst 2013

Snjóaði í fjöll.

Glissa- Árnesfjall.
Glissa- Árnesfjall.
1 af 2
Það snjóaði dálítið í fjöll í gærkvöldi og í nótt þannig að fjöll eru víðast hvar flekkótt hér um slóðir. Það hefur náð að festa niðri  svona ca 300 til 400 metra hæð. Lágmarkshitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór niðri 3,4 stig,hér niðrá lálendi. Myndirnar voru teknar klukkan sex í morgun. Nú
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
Vefumsjón