Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. október 2013
Prenta
Vegurinn hækkaður upp í Árneskróknum.
Í liðinni viku byrjaði Vegagerðin á Hólmavík að hækka upp veginn í Árneskróknum. Vegurinn er hækkaður upp um einn meter þar sem hækkunin er mest. Búið er að setja nýtt ræsi með stærri hólk sem tekur við meyra vatnsmagni. Efni í upphækkunina er tekið í Urðunum,í skriðunum,þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar. Síðan er verið að setja grjótvörn sjávarmegin við veginn. Það grjót spengdi Jósteinn Guðmundsson við Björgin í Reykjaneslandi. Einnig verður keyrt fínna efni yfir veginn að lokum. Það stóð til að hækka veginn einnig upp og laga við Árnesstapana en ekki fékkst fjármagn til þess á þessu ári.