Tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem var að líða.
Tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem var að líða. Tólf ökumenn voru stöðvaðir á Djúpvegi,þjóðvegi nr. 61 og tíu í nágrenni Ísafjarðar.
Þá voru skráningarnúmer tekin af nokkrum bifreiðum vegna þess að eigandi/umráðamaður hefði ekki fært viðkomandi ökutæki til aðalskoðunar.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni. Jeppabifreið var ekið aftan á kyrrstæða bifreið,þar sem hún stóð í vegarkanti á þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegi. Önnur bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið og þurfti að flytja hana af vettvangi með dráttarbíl.
Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði var kölluð út á laugardag til að fara til aðstoðar fjórum erlendum ferðamönnum á vélhjólum, staddir ofan Vatnsfjarðar austur af Þingmannaheiði,þar voru þeir fastir á línuvegi við ána,treystu sér ekki yfir,þar sem áin var það vatnsmikil og snjór,þannig að þeir komust ekki til baka.
Meira