Þrjár tillögur um veg yfir Veiðileysuháls.
Meira
Tveir nýir bílar hafa bæst í bílaflota Orkubúsins. Bílarnir sem keyptir voru frá Þýskalandi og breytt hjá Arctik Trucks eru af gerðinni Toyota LC 70. Hjá Arctik Trucks var þeim breytt fyrir 35" hjólbarða og bætt í þá aukabúnaði þannig að þeir henti við erfiðar aðstæður. Bílarnir verða staðsettir á Hólmavík og Ísafirði.
Flugfélagið Ernir hafa ekki staðið sig vel með áætlunarflugið á Gjögur í Árneshreppi. Í sumar hefur verið flogið aðeins einu sinni í viku eins og hefur verið gert nú undanfarin ár,og sem reglur gera ráð fyrir í fjóra mánuði á ári,og þá flogið á mánudögum því póstur kemur með flutningabíl á miðvikudögum. Ernir hafa flogið á pínulitilli rellu í þetta áætlunarflug sem ekki getur flogið í blindflugi frá Reykjavík til Gjögurs. Nú í sumar hefur verið mikið dimmviðri bæði fyrir sunnan og á flugleiðinni norður á Gjögur,en oftast hefði þetta gengið með flugvél sem er útbúin blindflugstækjum. Síðan eru Ernir duglegir í því að aflýsa flugi strax ef ekki er fært á brottfarartíma ákveðnum. Út yfir allt tekur að ef farþegar ætla að komast með þá eru þeir aðeins látnir borga tryggingagjald,hversvegna.? Í fyrra vissi fréttamaður litlahjalla að farþegar fengu frítt far norður og sagt að þeir færu með á sína eigin ábyrgð,hversvegna.? Á veturna er flugfélagið Ernir með leiguflugvél frá Mýflugi til að fljúga til Gjögurs,en sú vél er útbúin blindflugstækjum,þá eru miklar vöruflutningar því flutningabíll er þá hættur keyrslu. Það flug hefur nú gengið nokkuð sæmilega fyrir sig,þótt aflýst sé flugi oft of snemma ef eitthvað er að veðri.
Nú hefur Flugfélagið Ernir ríkisstyrk til að fljúgaBryggjuhátíð á Drangsnesi fer fram í átjánda sinn þann 20. júlí næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir eru 2 ára eða 92 ára. Hátíðin hefst venju samkvæmt með dorgveiðikeppni í Kokkálsvík sem er svo fylgt eftir með sjávarréttasmakki, markaðsstemningu og kórsöng við frystihúsið. Þaðan dreifist dagskráin svo um þorpið en hægt verður að njóta allt frá kaffisopa í grunnskólanum upp í vináttulandsleik í knattspyrnu á knattspyrnuvellinum á Drangsnesi. Söngkeppni barna, grillveisla og kvöldskemmtun fara fram í samkomuhúsinu Baldri og þar endar jafnframt dagurinn með stórdansleik með hljómsveitinni Stuðlabandinu. Auk formlegra tímasettra dagskrárliða leggja íbúar á Drangsnesi ýmislegt á sig til að taka á móti gestum. Öllum húsum í hreppnum eru gefin nöfn eftir örnefnum á miðunum í kringum Drangsnes og þorpsbúar keppa sín á milli í fuglahræðugerð sem setur mikinn svip á þorpið bryggjuhátíðarhelgina. Pottarnir í fjöruborðinu hafa alltaf mikið aðdráttarafl og Malarhorn býður upp á siglingar í Grímsey, lifandi tónlist og einstakar veitingar.
Tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem var að líða. Tólf ökumenn voru stöðvaðir á Djúpvegi,þjóðvegi nr. 61 og tíu í nágrenni Ísafjarðar.
Þá voru skráningarnúmer tekin af nokkrum bifreiðum vegna þess að eigandi/umráðamaður hefði ekki fært viðkomandi ökutæki til aðalskoðunar.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni. Jeppabifreið var ekið aftan á kyrrstæða bifreið,þar sem hún stóð í vegarkanti á þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegi. Önnur bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið og þurfti að flytja hana af vettvangi með dráttarbíl.
Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði var kölluð út á laugardag til að fara til aðstoðar fjórum erlendum ferðamönnum á vélhjólum, staddir ofan Vatnsfjarðar austur af Þingmannaheiði,þar voru þeir fastir á línuvegi við ána,treystu sér ekki yfir,þar sem áin var það vatnsmikil og snjór,þannig að þeir komust ekki til baka.Míla hyggst reisa nýtt mastur í Árneshreppi á Ströndum svo hægt verði að tryggja stöðugt fjarskiptasamband við hreppinn. Truflanir hafa verið á örbylgjusambandinu og hefur á stundum allt samband dottið út, jafnvel daglega. Ekki er langt síðan Míla stækkaði allt örbylgjusamband við hreppinn sem átti að efla fjarskiptin. Örbylgjunni fyrir Árneshrepp er beint frá Hnjúkum við Blönduós. Samkvæmt Sigurrós Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Mílu er talið að speglanir af sjónum í logni séu að trufla sambandið og valda því að búnaðurinn frýs,sem aftur hefur kallað á endurræsingu frá miðlægum búnaði eða í tækjahúsi í Árneshrepp. Með hærra mastri á að komast fyrir vandann. Örbylgjusambönd eru almennt mjög traust. Til að mynda héldust örbylgjusambönd ótrufluð í gosunum tveimur á Suðurlandi á síðustu misserum og það þrátt fyrir mikið öskufall úr Eyjafjallajökli.