Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. júlí 2013

Þrjár skútur.

Þrjár skútur á Norðurfirði.
Þrjár skútur á Norðurfirði.
1 af 2

Í póstferð undir kvöld sá fréttamaður litlahjalla þrjár skútur sem liggja inn á Norðurfirði. Ekki er vita annað en að þær séu franskar. Á hvaða leið þær eru er ekki vitað. Oft koma skútur inn á Norðurfjörð en ekki er vitað til þess að þar hafi sest þrjár skútur í einu.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. júlí 2013

Nýtt mastur við fjarskiptastöðina í Reykjaneshyrnu.

Fjarskiptastöðin er á svonefdnu Reiðholti við Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastöðin er á svonefdnu Reiðholti við Reykjaneshyrnu.

Míla hyggst reisa nýtt mastur í Árneshreppi á Ströndum svo hægt verði  að tryggja stöðugt fjarskiptasamband við hreppinn. Truflanir hafa verið á örbylgjusambandinu og hefur á stundum allt samband dottið út, jafnvel daglega. Ekki er langt síðan Míla stækkaði allt örbylgjusamband við hreppinn sem átti að efla fjarskiptin. Örbylgjunni fyrir Árneshrepp er beint frá Hnjúkum við Blönduós. Samkvæmt Sigurrós Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Mílu er talið að speglanir af sjónum í logni séu að trufla sambandið og valda því að búnaðurinn frýs,sem aftur hefur kallað á endurræsingu frá miðlægum búnaði eða í tækjahúsi í Árneshrepp. Með hærra mastri á að komast fyrir vandann. Örbylgjusambönd eru almennt mjög traust. Til að mynda héldust örbylgjusambönd ótrufluð í gosunum tveimur á Suðurlandi á síðustu misserum og það þrátt fyrir mikið öskufall úr Eyjafjallajökli.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. júlí 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 1. til 8. júlí 2013.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.
Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Í liðinni vikur voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Fyrra óhappið var á Vestfjarðavegi/Hrafnseyrarheiði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifreiðin var ekki ökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Þá var tilkynnt um minni háttar óhapp í Vestfjarðargöngum.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi/Ísafjarðardjúpi og þar af tveir á vegarkaflanum sem liggur í gegnum þorpið í Súðavík. Vert er að benda ökumönnum á að þar sem Djúpvegur liggur í gegnum þorpið,þar er hámarkshraðinn tekinn niður í 50 km/klst.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og annar vegna gruns um ölvun við akstur.

Skemmtanahald gekk nokkuð vel fyrir sig um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu,fyrir utan fyrirhugaða skemmtun sem átti að halda á Rauðasandi/Rauðasandsfestivel.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. júlí 2013

Flugbrautinni verður ekki lokað.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugbrautinni á Gjögurflugvelli verður ekki lokað eins og til stóð vegna framkvæmda í júlí. Eins og fram hefur komið var öllum tilboðum í klæðningu brautarinnar hafnað,tilboðinn voru öllu langt yfir kosnaðaráætlun. „ Að sögn Arnórs Magnússonar umdæmisstjóra flugvalla á Vestfjörðum verður efnistaka boðin út nú á næstunni og stefnt að því að vinna efni,mala og harpa efnið seint í sumar eða haust“. Ef
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. júlí 2013

Heimilissími,net og GSM úti og inni.

Myndin er frá því að menn frá Símanum settu upp auka skermir við Ávíkurstöðina 25-10-2012.
Myndin er frá því að menn frá Símanum settu upp auka skermir við Ávíkurstöðina 25-10-2012.
Miklar truflanir hafa verið á sambandi talsíma,neti og GSM símum í Árneshreppi frá miðjum júní og eru enn í dag. Síminn taldi sig vera komin fyrir þetta vandamál þegar annar móttökuskermur var settur upp í Ávíkurstöðinni í október 2012,sem tekur  á móti sendingu frá Hnjúkum við Blönduós. Enn þá sögðu þessir menn sem settu upp skerminn að ef það dygði ekki þyrfti að setja upp mastur með nýjum skermi um það bil hundrað til eitthundrað og fimmtíu metrum ofar en símaskúrin er núna og jarðstrengur lagður að því mastri. Samkvæmt samtali við ;Erling Tómasson yfirmanni hjá stjórnstöð Símans
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. júlí 2013

Hornstrandaferðir.

Sigurlína ST-47.
Sigurlína ST-47.
1 af 6

Þann 14. júní sl. hófu Hornstrandaferðir ehf. siglingar milli Norðurfjarðar og austanverðra Hornstranda á Sigurlínu ST-47. Þetta er fyrsta sumarið sem Hornstrandaferðir sigla þessa leið en í lok sumars árið 2011 lögðust af siglingar á milli þessara staða.

 

Mikil eftirspurn er meðal göngufólks,og annarra náttúruunnenda sem vilja komast í ósnortna náttúru Hornstranda,eftir ferðum á Hornstrandir svo ljóst er að mikil þörf er fyrir þjónustu Hornstrandaferða,enda er eftirsóknarvert að njóta sumarfrísins í náttúrunni í algjörri kyrrð,innan um dýraríkið og náttúruna. Ferðir eru í boði frá Norðurfirði að öllum helstu stöðum milli Drangavíkur og Látravíkur,flesta daga í júlí.

 

Samhliða Hornstrandaferðum er Urðartindur ehf. með góða gistingu í Norðurfirði í góðum herbergjum með sturtu,auk tjaldstæðis sem nýlega fékk góða einkunn í úttekt Neytendablaðs DV. Svæðið hefur fengið frábærar móttökur og er orðinn eftirsóttur staður m.a.  fyrir ættarmót og brúðkaup.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júlí 2013

Norðurljós í Árneskirkju.

Kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika í Árneskirkju.
Kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika í Árneskirkju.

Kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika í Árneskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 20.00. Létt og skemmtileg dagskrá.

Undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason og stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir.

Miðaverðið er 2000.krónur fyrir fullorðna og 1000.krónur fyrir börn.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júlí 2013

Óvíst með malbikun á Gjögurflugvelli.

Flugbrautin Gjögurflugvelli.Mynd-Kort-Isavia.
Flugbrautin Gjögurflugvelli.Mynd-Kort-Isavia.
Öllum tilboðum var hafnað. Ekki eru nægar fjárveitingar til að taka svona háum tilboðum. Óráðið er hvað verður gert í framhaldinu, það er alfarið á hendi innanríkisráðuneytisins,“ segir Friðþór Eydal talsmaður Isavia við BB.is í morgun,en þrjú tilboð bárust í klæðningu flugbrautarinnar á Gjögurflugvelli. Lægsta tilboðið var frá Skagfirskum verktökum ehf. og hljóðaði upp á tæpar 80 milljónir króna. Borgarverk ehf. bauð einnig í verkið,
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júlí 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. júní til 1.júlí 2013.

Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Erlendir ferðamenn óku á stein á veginum, Barðastrandavegi og minniháttar óhapp við verslunina Bónus á Ísafirði.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi.

Um liðna helgi fóru fram Hamingjudagar á Hólmavík, með skemmtun og dansleik þá voru einnig haldin  fjölskylduhátíðin Bíldudalsgrænar með fjölbreyttri dagskrá föstudag,laugardag og sunnudag. Báðar þessar skemmtanir fóru vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Lögreglumenn á næturvakt frá varðstöðinni á Ísafirði veittu athygli bifreið, á eftirlitsferð aðfaranótt s.l. þriðjudags þar sem henni var ekið um Holtahverfi á Ísafirði.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júlí 2013

Veðrið í júní 2013.

Júní í ár var hlýrri en júní í fyrra.
Júní í ár var hlýrri en júní í fyrra.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum síðan breytilegum vindáttum eða suðlægum að mestu með hægviðri og smá úrkomu og hlýju veðri. Eftir 7.mánaðar voru mest hafáttir eða breytilegar vindáttir,oft með smá súld og þokulofti og með svarta þoku stundum. Ákveðin Suðvestanátt var frá 26. og 27.,mánaðar með stinningskalda eða allhvössum vindi í tvo daga,síðan hægari með vestlægum vindáttum eða norðlægum.

Mánuðurinn var sæmilega hlýr fyrrihluta mánaðar en yfirleitt kaldara seinni hlutann. Vel lítur út með grassprettu víðast hvar,þó úrkomulítið hafi verið í mánuðinum. Mánuðurinn var sæmilega hlýr og hægviðrasamur í heild.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Veggir feldir.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Vatn sótt.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
Vefumsjón