Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. júlí 2013
Prenta
Kalt var í nótt.
Kalt var á Ströndum í nótt í þokunni,lágmarkshitinn var lægstur á Hornbjargsvita 5,6 stig og á Gjögurflugvelli fór hitinn niðri 5,7 stig og á mönnuðu veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn 6,2 stig. Enn lægri hiti hefur mælst í Litlu-Ávík nú í júlí en það var aðfaranótt 26. júlí þá mældist lægsti hitinn 4,0 stig.
Nú er svarta þoka og hefur verið í alla nótt en úrkomulaust í þessu ennþá.