Áburðurinn kemur seint til bænda.
Meira
Eins og komið hefur fram í fréttum var lögreglunni á Vestfjörðum tilkynnt um lík sem ferðafólk hafði fundið í Kaldbaksvík á Ströndum. Lögreglan fór þá þegar á vettvang, eða að kveldi 17. maí sl. Vettvangur var rannsakaður og líkið flutt til rannsóknar hjá ID nefnd Ríkislögreglustjóraembættisins (kennslanefnd).
Nú í dag hefur kennslanefndin lokið störfum sínum hvað rannsókn þessa varðar. Niðurstaðan var ótvíræð, að líkið er af Gunnari Gunnarssyni fæddum 1962. Þann 12. desember 2012 mun Gunnar Gunnarsson hafa fallið útbyrðis af Múlabergi SI-22, djúpt út af Húnaflóa.
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra byrjaði í dag vinnu við að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum á föstudagskvöld. Mbl.is hefur þetta eftir Bjarna Bogasyni, rannsóknarlögreglumanni og formanni kennslanefndar.
Líkamsleifarnar fundust á föstudagskvöld og voru sendar suður morguninn eftir.
Seint í gærkveldi barst lögreglunni á Vestfjörðum ábending frá ferðafólki að það hafi komið auga á líkamsleifar, n.t.t. beinagrind í Kaldbaksvík á Ströndum.
Lögreglan fór þegar á vettvang. Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni. Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn
Einn drengur fermist frá Árneskirkju laugardaginn 18. maí klukkan 14:00.,og er það Brynjar Ingi Óðinsson. Fermingin fer fram í Árneskirkju hinni nýju og sóknarpresturinn séra Sigríður Óladóttir fermir. Foreldrar Brynjars eru Steinunn Jónatansdóttir og Óðinn Steinsson,og eru þau frá Vestmannaeyjum. Steinunn hefur verið kennari við Finnbogastaðaskóla skólaárið 2012 til 2013,hún er einnig hjúkrunarfræðingur að mennt og vann áður á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Þess má einnig geta að Steinunn á ættir að rekja til Árneshrepps. Óðinn hefur verið stundakennari við skólann og kennt smíðar og íþróttir,en hann er viðskiptafræðingur að mennt. Þau hjón eiga tvo aðra stráka Rúnar Kristinn 16 ára og yngsti drengurinn er Jónatan Árni 8 ára sem hefur verið í skólanum á Finnbogastöðum þetta skólaár. Einnig komu þau hjón með tvo hunda með sér í vistina hér í Árneshrepp sem eru miklir vinir barnanna og þeirra fullorðnu,og ekki síður skólabarnanna allra,það er tíkin Fríða og smáhundurinn Rex sem var skírður eftir frægri samnefndri austurískri lögreglumynd sem gekk lengi á RÚV.
Þessi frábæra fjölskylda er nú að hverfa frá störfum við Finnbogastaðaskóla og fara á heimslóðir aftur