Veðrið í Maí 2013.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum með frosti eða hita á víxl fyrstu þrjá dagana. Síðan voru mest hafáttir með fremur köldu veðri og oftast úrkomu fram til 17.mánaðar. Loks gekk í suðlægar vindáttir þann átjánda með hlýju veðri sem stóð aðeins í þrjá daga. Síðan gekk aftur í norðlægar vindáttir með skúrum eða éljum,sem stóð í tvo daga. Þann 23. var Suðaustlæg vindátt með rigningu og slyddu. Síðan voru hafáttir með kalsaveðri,rigningu eða slyddu fram á 28. mánaðar. Alhvítt var í byggð víða að morgni 26. Síðustu þrjá daga mánaðarins var hægviðri með lítilli úrkomu og sæmilega hlýju veðri. Úrkoman var talsverð í mánuðinum,því nú eru maí og júní yfirleitt þurrustu mánuðir á Ströndum.
Ræktuð tún voru farin að taka við sér uppúr tuttugusta og farin að grænka.Meira