Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. júní 2013

Þrjú tilboð bárust í klæðningu á Gjögurflugvelli.

Þrjú tilboð bárust.
Þrjú tilboð bárust.
Nú er búið að opna tilboð sem bárust í klæðningu flugbrautarinnar á Gjögurflugvelli. Þrjú tilboð bárust það er frá 1. Borgarverk ehf.
kr. 96.500.000.-  2. Borgarverk ehf.,frávikstilboð: breyttur verktími kr. 85.500.000.- 3. Skagfirskir verktakar ehf. kr. 79.679.000.- Fleiri tilboð bárust ekki. Kostnaðaráætlun vegna flugbrautar er kr. 54.546.500.-.Helstu verkþættir og magntölur eru: Klæðning 25.000 fermetrar. Efra burðarlag 4.000 rúmmetrar og neðra burðarlag 1.500 rúmmetrar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. júní 2013

Vel hepnuð skákhátíð á Ströndum.

Hrafn Jökulsson bíður gesti velkomna.
Hrafn Jökulsson bíður gesti velkomna.
1 af 4
Það fór fram mikil Skákhátíð á Ströndum um helgina. Þar fóru fjórir skákviðburðir á fjórum stöðum. Hæst bar afmælismót Jóhanns Hjartarsonar sem fram fór í Trékyllisvík á laugardaginn. Jóhann gerði sér lítið fyrir og sigraði á eigin afmælismóti!

Skákhátíðin hófst með fjöltefli í Hólmavík þar sem Róbert Lagerman tefldi við gesti og gangandi og leyfði nokkur jafntefli. 

Um kvöldið var svo tvískákmót á Hótel Djúpavík. Þar sigraði forsetaliðið en það skipuðu Hrafn Jökulsson, Róbert og Gunnar Björnsson með fullu húsi. Í öðru sæti varð Flotta liðið (Vigfús Ó. Vigfússon og Heimir Páll Ragnarsson) og í þriðja sæti varð Jónaliðið (Jón Kristinn Þorgeirsson og Jón Birgir Einarsson).

Hápunktur hátíðirnar var afmælismót Jóhanns sem fram á laugardaginn í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Þar sigraði Jóhann með fullu húsi, Hannes Hlífar Stefánsson varð annar og Stefán Bergsson varð þriðji. Jón Kristinn Þorgeirsson hlaut unglingaverðlaunin.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. júní 2013

Vikan hjá Lögregunni á Vestfjörðum 17. til 24. júní 2013.

Í liðinni viku voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Þriðjudaginn 18. júní valt bíll á þjóðvegi 60 í Dýrafirði við Gemlufallsheiði. Ökumaður var einn í bílnum og slapp án teljandi meiðsla,en fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Sunnudaginn 23. júní valt bíll á þjóðvegi nr. 60 í Vatnsfirðil,skammt frá Flókalundi,þar voru tveir erlendir ferðamenn á ferð,ökumaður missti vald á bílnum og hafnði bíllinn á hliðinni fyrir utan veg. Farþegi slasaðist,en ökumaður slapp án meiðsla. Þeir voru báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Bifreiðin var óökuhæf.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. júní 2013

Niðurstaða málþings um samgöngumál á Vestfjörðum.

Frá Tálknafirði.Mynd Mats.is
Frá Tálknafirði.Mynd Mats.is
Málþing um samgöngumál á Vestfjörðum haldið í Íþróttahúsinu Tálknafirði, föstudaginn 21. júní 2013. Þingið var vel sótt, rúmlega 100 manns mættu víðsvegar að frá Vestfjörðum.

Til málþingsins var boðað til að upplýsa ný stjórnvöld og þingmenn um áherslur Vestfirðinga í samgöngumálum. Fyrir liggur sú staðreynd að þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum eru einu byggðarlögin á landinu sem ekki eru enn komin í heilsársvegasamband, hvorki á milli helstu þéttbýlisstaða né með öruggum tengingum inn á aðalþjóðvegakerfið.

Framsögu á málþingu fluttu fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum, fulltrúar frá atvinnulífi, (fiskeldi og ferðaþjónustu), innanríkisráðherra og vegamálastjóri. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. júní 2013

Gestakokkur á Kaffi Norðurfirði.

Knútur Hreiðarsson gestakokkur.
Knútur Hreiðarsson gestakokkur.
Knútur Hreiðarsson sem er að ljúka námi undir handleiðslu meistara Friðgeir á Hótel Holti verður gesta matreiðslumaður í Kaffi Norðurfjörður næstu vikur. Knútur og félagi hans Stefán á Fiskfélaginu unnu nema keppni í matreiðslu og fóru í norræna keppni þar sem þeir deildu 1. sæti. Knútur ætlar að spreyta sig á hráefni úr hreppnum í bland við nýja strauma í matreiðslu. Að loknu námi á Holti stefnir hann á frekara nám í Danmörku þar sem þessi tími hér á ströndum verður gott veganesti.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. júní 2013

Orkubúið búið að láta skrifa undir.

Farið var með jarðstrenginn yfir Ávíkurá þar sem lónið er í ánni.
Farið var með jarðstrenginn yfir Ávíkurá þar sem lónið er í ánni.
Orkubú Vestfjarða er nú búið að láta jarðeigendur skrifa undir þar sem farið verður með jarðstrengi yfir jarðir í þessari lotu. Að sögn Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra Orkubúsins á Hólmavík urðu mannleg mistök þess valdandi að aðeins ábúendur voru látnir skrifa undir fyrir nokkru.Nú er búið að áveða að ekki verður lagður jarðkapall í sumar frá Norðurfirði og til Krossness og eða að sundlaug,það fékkst ekki fjármagn í það að sinni. En nú er hinsvegar ákveðið að leggja jarðstreng frá Víganesafleggjara og til Kjörvogs
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. júní 2013

Orkubúið leggur jarðstrengi án fullkominna leifa.

Orkubúið hefur grafið margar holur í landi  Litla-Ávíkur án leyfis jarðeiganda.
Orkubúið hefur grafið margar holur í landi Litla-Ávíkur án leyfis jarðeiganda.
Orkubú Vestfjarða hefur verið að leggja strengi,þriggja fasa um jarðir jarðeiganda og ábúanda jarða í Árneshreppi án þess að fá undirskrift undir leifi eins og þeyr lofuðu og ætluðu að gera,nota sénsinn þegar jarðeigendur hafa brugðið sér frá í smá tíma. Þetta á ekki að líðast af því að talað var um annað við landeigeindur og ábúendur,að undirskrift ætti að vera frá báðum aðilum jarða hér í Árneshreppi. Allir vilja fá þessa strengi í jörðu og það er vel af Orkubúsis hálfu og gott uppá framtíðina,hver er munurinn að láta bara aðeins ábúendur skrifa undir og sleppa jarðeigendum á sömu jörð að skrifa ekki undir. Þessir jarðeigneindur svonefndir sem ekki voru látnir skrifa undir,gætu kært Orkubúið seinna meir og reindar hvenær sem er fyrir að fara yfir sínar jarðir með jarðstrengi og náttúrspjöll ef þeyr vildu. En sennilega væru það fáir sem vildu það,enn eftir tal við lögfræðiing í
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. júní 2013

Skákhátíð í Árneshreppi.

Séð yfir Trékyllisvík.
Séð yfir Trékyllisvík.
1 af 3
Skákhátíð í Árneshreppi verður haldin dagana 21. til 23. júní og sem fyrr verður boðið upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir áhugamenn úr öllum áttum. Þetta er sjötta skákhátíðin á Ströndum, sem hefur unnið sér sess sem fastur liður í skákdagatalinu. Fjórir stórmeistarar eru skráðir til leiks, auk margra öflugra meistara og áhugamanna úr öllum áttum. Að þessu sinni verða skákviðburðir á fjórum stöðum: Hólmavík, Djúpavík, Trékyllisvík og í Norðurfirði.
Föstudaginn 21. júní klukkan 16 verður fjöltefli í Hólmavík og um kvöldið verður hið vinsæla tvískákarmót haldið á Hótel Djúpavík. Staðarhaldarar í Djúpavík bjóða gestum hátíðarinnar upp á sérstakt tilboð á gistingu og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband sem fyrst. Þá verður sérstakt tilboð á ljúffengu hlaðborði, áður en taflmennska hefst á föstudagskvöldið, og eru gestir hvattir til að setjast að veisluborði saman.

Laugardaginn 22. júní verður svo efnt til
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. júní 2013

Heflað mánuði seinna en í fyrra.

Ekki veitti af að hefla holótta vegina.
Ekki veitti af að hefla holótta vegina.
Vegagerðin á Hólmavík hefur verið að hefla vorheflunina hér í Árneshreppi í liðinni viku og kláruðu í gær. Þessi vorheflun er mánuði seinna en í fyrra vor.  Þetta er vegna þess hvað vegir komu ílla undan vetri og vegir blautir langt fram í maí mánuð. Sumstaðar er nú ósköp lítill ofaníburður í vegum til að hefla,en þetta hefur lagast mikið við þessa heflun,en vegurinn í Árneshreppi var víða mjög holóttur þótt ekki sé meyra sagt. Eitthvað hefur verið lagað við ræsi
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. júní 2013

Starf félagsmálastjóra er laust til umskóknar.

Félagsþjónusta Stranda- og Reykhóla í samvinnu við Hagvang auglýsa lausa til umsóknar stöðu félagsmálastjóra. Umsóknarfrestur er til 18. júní 2013.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps var stofnuð 1. febrúar 2011. Fjögur sveitarfélög sameinast um félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur. Félagsmálastjóri hefur aðsetur á Hólmavík en hefur auk þess haft fasta viðveru á Reykhólum einn dag í viku. Sex málaflokkar heyra undir félagsmálastjóra en þeir eru:
  • Barnavernd 
  • Félagsleg heimaþjónusta
  • Félagsleg ráðgjöf 
  • Fjárhagsaðstoð
  • Málefni aldraðra 
  • Málefni fatlaðra

Starfið:

Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar í þeim málum sem heyra undir hans málafokk og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hann situr i verkefnahópi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, hefur yfirumsjón með barnaverndarmálum samkæmt barnaverndarlögum nr 80/2002 og sér um eftirfylgd og ráðgjöf samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr 40/1991. Félagsmálastjóri vinnur náið með sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra, hefur yfirumsjón með fundum nefndarinnar auk þess að sitja í þverfaglegum teymum og ráðum. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, gerð fjárhagsáætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem heyra undir hans fagsvið.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón