Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. maí 2013

Áburðurinn kemur seint til bænda.

Áburðurinn kom seint í ár.
Áburðurinn kom seint í ár.
Þá er Kaupfélag Steingrímsfarðar farið að láta flytja áburðinn norður í Árneshrepp til bænda þar. Áburðurinn er fluttur með dráttarbíl með aftanívagn og kemst áburðurinn í þrem til fjórum ferðum. Áburðurinn er fluttur seint til bænda þetta árið,ástæðan er að vegir komu ílla undan vetri og Vegagerðin ekki leift þungflutninga fyrr. Í fyrra var áburðurinn fluttur í endaðan apríl og í byrjun maí. Nú í ár kom fyrsti bíll með áburð í dag. Þetta er svo sem nógu snemma því bændur hafa varla tíma
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. maí 2013

Alhvít jörð í Norðurfirði.

Alhvít jörð í Norðurfirði í morgun.
Alhvít jörð í Norðurfirði í morgun.
Það snjóaði neðri byggð í nótt,alhvít jörð var orðin í Norðurfirði í morgunsárið. Bændur voru búnir að setja lambfé út á tún þótt kalt og vætusamt hafi verið,vegna plássleysis í húsum,en sumir bændur ráku fé inn aftur í gærkvöldi vegna slæmrar veðurspáar næstu daga. Nú er þröngt á þingi í fjárhúsum bænda hér í Árneshreppi þótt það elsta af lambféinu sé úti í þessu vonsku veðri. Nú er sauðburður langt kominn.Vegna mikilla anna hefur lítið verið skrifað
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. maí 2013

Kennsl borin á lík sem fannst í Kaldbaksvík.

Frá Kaldbaksvíkurkleif
Frá Kaldbaksvíkurkleif

Eins og komið hefur fram í fréttum var lögreglunni á Vestfjörðum tilkynnt um lík sem ferðafólk hafði fundið í Kaldbaksvík á Ströndum.  Lögreglan fór þá þegar á vettvang, eða að kveldi 17. maí sl. Vettvangur var rannsakaður og líkið flutt til rannsóknar hjá ID nefnd Ríkislögreglustjóraembættisins (kennslanefnd).

Nú í dag hefur kennslanefndin lokið störfum sínum hvað rannsókn þessa varðar.  Niðurstaðan var ótvíræð,  að líkið er af Gunnari Gunnarssyni fæddum 1962.  Þann 12. desember 2012 mun Gunnar Gunnarsson hafa fallið útbyrðis af Múlabergi SI-22, djúpt út af Húnaflóa.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. maí 2013

Byrjað að bera kennsl á líkamsleifarnar.

Kaldbaksvíkurhorn.
Kaldbaksvíkurhorn.

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra byrjaði í dag vinnu við að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum á föstudagskvöld. Mbl.is hefur þetta eftir Bjarna Bogasyni, rannsóknarlögreglumanni og formanni kennslanefndar.

Líkamsleifarnar fundust á föstudagskvöld og voru sendar suður morguninn eftir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. maí 2013

Líkamsleifar í Kaldsbaksvík á Ströndum.

Líkamsleifarnar fundust í Kaldbaksvík.
Líkamsleifarnar fundust í Kaldbaksvík.

Seint í gærkveldi barst lögreglunni á Vestfjörðum ábending frá ferðafólki að það hafi komið auga á líkamsleifar, n.t.t. beinagrind í Kaldbaksvík á Ströndum.

Lögreglan fór þegar á vettvang.  Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni.  Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.  Rannsókn


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. maí 2013

Ferming í Árneskirkju.

Brynjar Ingi Óðinsson.
Brynjar Ingi Óðinsson.

Einn drengur fermist frá Árneskirkju laugardaginn 18. maí klukkan 14:00.,og er það Brynjar Ingi Óðinsson. Fermingin fer fram í Árneskirkju hinni nýju og sóknarpresturinn séra Sigríður Óladóttir fermir. Foreldrar Brynjars eru Steinunn Jónatansdóttir og Óðinn Steinsson,og eru þau frá Vestmannaeyjum. Steinunn hefur verið kennari við Finnbogastaðaskóla skólaárið 2012 til 2013,hún er einnig hjúkrunarfræðingur að mennt og vann áður á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Þess má einnig geta að Steinunn á ættir að rekja til Árneshrepps. Óðinn hefur verið stundakennari við skólann og kennt smíðar og íþróttir,en hann er viðskiptafræðingur að mennt. Þau hjón eiga tvo aðra stráka Rúnar Kristinn 16 ára og yngsti drengurinn er Jónatan Árni 8 ára sem hefur verið í skólanum á Finnbogastöðum þetta skólaár. Einnig komu þau hjón með tvo hunda með sér í vistina hér í Árneshrepp sem eru miklir vinir barnanna og þeirra fullorðnu,og ekki síður skólabarnanna allra,það er tíkin Fríða og smáhundurinn Rex sem var skírður eftir frægri samnefndri austurískri lögreglumynd sem gekk lengi á RÚV.

Þessi frábæra fjölskylda er nú að hverfa frá störfum við Finnbogastaðaskóla og fara á heimslóðir aftur


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. maí 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 6. til 13. maí 2013.

Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar.
Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar.
Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni. Þriðjudaginn 7. maí minniháttar óhapp á Bíldudalsvegi í Mikladal. Miðvikudaginn 8. maí varð óhapp á Súðavíkurhlíð, þar bakkaði snjóruðningstæki á bíl, minniháttar skemmdir og fimmtudaginn 9. maí  minniháttar óhapp á Ísafirði.  Í þessum tilfellum var um minniháttar skemmdir að ræða og ekki slys á fólki.6 ökumenn voru stöðvaðir fyrir og hraðan akstur,
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. maí 2013

Bifreiðaskoðun á Hólmavík.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja verður staðsett á Hólmavík frá 13 til 17 maí.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja verður staðsett á Hólmavík frá 13 til 17 maí.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 13. maí til föstudagsins 17. maí 2013.
Samkvæmt auglýsingu frá Frumherja er færanlega skoðunarstöðin nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet),hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi. Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem ekki er búið að ákveða,með endastafi 8,9,eða 0.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. maí 2013

Vortónleikar.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Hinir árlegu vortónleikar Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 12.maí 2013 og hefjast þeir klukkan 16:00. Stjórnandi kórsins er Agota Joó og undirleikari á píanó verður Vilberg Viggósson. Verð aðgöngumiða er aðeins 2.500 krónur. Allir
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. maí 2013

Félagsmálastjóri segir upp.

Hildur Jakobína Gísladóttir,félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps.
Hildur Jakobína Gísladóttir,félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps.
Fréttatilkynning:
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps hefur sagt upp störfum sínum sem félagsmálastjóri. Uppsögn hennar tók gildi um síðustu mánaðarmót. Hildur Jakobína hyggur á flutninga til höfðuborgarsvæðisins af persónulegum ástæðum og lætur af störfum í júlí nk.
Félagsþjónusta- Stranda og Reykhólahrepps er yngsta félagsþjónusta landsins en hún var stofnuð þann 1.febrúar 2011 og er þar með komin félagsþjónusta á öll svæði landsins.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
Vefumsjón