Sláttur hófst í vikunni.
Meira
Míla hyggst reisa nýtt mastur í Árneshreppi á Ströndum svo hægt verði að tryggja stöðugt fjarskiptasamband við hreppinn. Truflanir hafa verið á örbylgjusambandinu og hefur á stundum allt samband dottið út, jafnvel daglega. Ekki er langt síðan Míla stækkaði allt örbylgjusamband við hreppinn sem átti að efla fjarskiptin. Örbylgjunni fyrir Árneshrepp er beint frá Hnjúkum við Blönduós. Samkvæmt Sigurrós Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Mílu er talið að speglanir af sjónum í logni séu að trufla sambandið og valda því að búnaðurinn frýs,sem aftur hefur kallað á endurræsingu frá miðlægum búnaði eða í tækjahúsi í Árneshrepp. Með hærra mastri á að komast fyrir vandann. Örbylgjusambönd eru almennt mjög traust. Til að mynda héldust örbylgjusambönd ótrufluð í gosunum tveimur á Suðurlandi á síðustu misserum og það þrátt fyrir mikið öskufall úr Eyjafjallajökli.
Í liðinni vikur voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Fyrra óhappið var á Vestfjarðavegi/Hrafnseyrarheiði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifreiðin var ekki ökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Þá var tilkynnt um minni háttar óhapp í Vestfjarðargöngum.
Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi/Ísafjarðardjúpi og þar af tveir á vegarkaflanum sem liggur í gegnum þorpið í Súðavík. Vert er að benda ökumönnum á að þar sem Djúpvegur liggur í gegnum þorpið,þar er hámarkshraðinn tekinn niður í 50 km/klst.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og annar vegna gruns um ölvun við akstur.
Skemmtanahald gekk nokkuð vel fyrir sig um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu,fyrir utan fyrirhugaða skemmtun sem átti að halda á Rauðasandi/Rauðasandsfestivel.Þann 14. júní sl. hófu Hornstrandaferðir ehf. siglingar milli Norðurfjarðar og austanverðra Hornstranda á Sigurlínu ST-47. Þetta er fyrsta sumarið sem Hornstrandaferðir sigla þessa leið en í lok sumars árið 2011 lögðust af siglingar á milli þessara staða.
Mikil eftirspurn er meðal göngufólks,og annarra náttúruunnenda sem vilja komast í ósnortna náttúru Hornstranda,eftir ferðum á Hornstrandir svo ljóst er að mikil þörf er fyrir þjónustu Hornstrandaferða,enda er eftirsóknarvert að njóta sumarfrísins í náttúrunni í algjörri kyrrð,innan um dýraríkið og náttúruna. Ferðir eru í boði frá Norðurfirði að öllum helstu stöðum milli Drangavíkur og Látravíkur,flesta daga í júlí.
Samhliða Hornstrandaferðum er Urðartindur ehf. með góða gistingu í Norðurfirði í góðum herbergjum með sturtu,auk tjaldstæðis sem nýlega fékk góða einkunn í úttekt Neytendablaðs DV. Svæðið hefur fengið frábærar móttökur og er orðinn eftirsóttur staður m.a. fyrir ættarmót og brúðkaup.
Kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika í Árneskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 20.00. Létt og skemmtileg dagskrá.
Undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason og stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir.
Miðaverðið er 2000.krónur fyrir fullorðna og 1000.krónur fyrir börn.Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi.
Um liðna helgi fóru fram Hamingjudagar á Hólmavík, með skemmtun og dansleik þá voru einnig haldin fjölskylduhátíðin Bíldudalsgrænar með fjölbreyttri dagskrá föstudag,laugardag og sunnudag. Báðar þessar skemmtanir fóru vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.
Lögreglumenn á næturvakt frá varðstöðinni á Ísafirði veittu athygli bifreið, á eftirlitsferð aðfaranótt s.l. þriðjudags þar sem henni var ekið um Holtahverfi á Ísafirði.