Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. júní til 1.júlí 2013.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Erlendir ferðamenn óku á stein á veginum, Barðastrandavegi og minniháttar óhapp við verslunina Bónus á Ísafirði.
Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi.
Um liðna helgi fóru fram Hamingjudagar á Hólmavík, með skemmtun og dansleik þá voru einnig haldin fjölskylduhátíðin Bíldudalsgrænar með fjölbreyttri dagskrá föstudag,laugardag og sunnudag. Báðar þessar skemmtanir fóru vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.
Lögreglumenn á næturvakt frá varðstöðinni á Ísafirði veittu athygli bifreið, á eftirlitsferð aðfaranótt s.l. þriðjudags þar sem henni var ekið um Holtahverfi á Ísafirði. Tóku lögreglumenn eftir því að ekki væri allt með feldu. Þarna reyndist um nytjastuld á bifreið að ræða auk þess sem ökumaður var með útrunnin ökuréttindi. Ökumaður og farþegi flúðu af vettvangi þegar þeir urðu lögreglunnar varir en lögregla hafði upp á þeim síðar og hafa þeir viðurkennt stuldinn. Engar skemmdir urðu á ökutækinu og því var komið til skila til eiganda.
Rétt er þó að nota þetta tilvik til að brýna fyrir eigendum/umráðamönnum ökutækjaað skilja ekki kveikjuláslykla eftir í viðkomandi bifreiðum,en það mun hafa gleymst í þetta sinn.