Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júlí 2013 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. júní til 1.júlí 2013.

Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Erlendir ferðamenn óku á stein á veginum, Barðastrandavegi og minniháttar óhapp við verslunina Bónus á Ísafirði.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi.

Um liðna helgi fóru fram Hamingjudagar á Hólmavík, með skemmtun og dansleik þá voru einnig haldin  fjölskylduhátíðin Bíldudalsgrænar með fjölbreyttri dagskrá föstudag,laugardag og sunnudag. Báðar þessar skemmtanir fóru vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Lögreglumenn á næturvakt frá varðstöðinni á Ísafirði veittu athygli bifreið, á eftirlitsferð aðfaranótt s.l. þriðjudags þar sem henni var ekið um Holtahverfi á Ísafirði. Tóku lögreglumenn eftir því að ekki væri allt með feldu. Þarna reyndist um nytjastuld á bifreið að ræða auk þess sem ökumaður var með útrunnin ökuréttindi. Ökumaður og farþegi flúðu af vettvangi þegar þeir urðu lögreglunnar varir en lögregla hafði upp á þeim síðar og hafa þeir viðurkennt stuldinn. Engar skemmdir urðu á ökutækinu og því var komið til skila til eiganda.

Rétt er þó að nota þetta tilvik til að brýna fyrir eigendum/umráðamönnum ökutækjaað skilja ekki kveikjuláslykla eftir í viðkomandi bifreiðum,en það mun hafa gleymst í þetta sinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þakjárn komið á mikið til á bílskúr,22-11-08.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
Vefumsjón