Tónleikar í lýsistanknum í Djúpavík.
Anna Jónsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún lærði við Nýja Tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003. Árið eftir stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem aðalkennari hennar var Maria Slatinaru. Hún lauk svo einsöngvaraprófi frá Nýja Tónlistarskólanum í nóvember 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik. Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006. Árið 2008 gaf hún út sinn fyrsta hljómdisk, Móðurást, en á honum eru íslensk sönglög sem fjalla öll á einhvern hátt um móðurkærleikann. Sumarið 2010 tók Anna þátt í alþjóðlegu tónlistarsamstarfi á vegum Music Art Omi International í Ghent í New York fylki, þar sem hún dvaldi sem gistilistamaður. 2012 tók hún þátt í tónlistarhátíðinni SonicExchange í Kassel í Þýskalandi.
Meira
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		
		




