Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. júlí 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 22. til 29. júlí 2013.

Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.
Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.
Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Af þessum sjö óhöppum var einn árekstur á þjóðvegi nr.62, þar skullu saman tvær bifreiðar með þeim hætti að önnur var óökuhæf og þurfti að flytja hana af vettvangi með krana. Önnur óhöpp voru minniháttar og litlar skemmdir á ökutækjum. Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni,þar af ellefu á Djúpvegi nr. 61 og þrír í nágrenni Ísafjarðar. Sá sem hraðast ók var mældur á 129 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Tveir ökumenn voru stöðvaðir á Ísafirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. S.l. föstudag innsiglaði lögreglan á Vestfjörðum gistiheimili á Ísafirði vegna brota á lögum um veitinga og gististaði.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. júlí 2013

Kalt var í nótt.

Hitamælar í Litlu-Ávík.
Hitamælar í Litlu-Ávík.

Kalt var á Ströndum í nótt í þokunni,lágmarkshitinn var lægstur á Hornbjargsvita 5,6 stig  og á Gjögurflugvelli fór hitinn niðri 5,7 stig og á mönnuðu veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn 6,2 stig. Enn lægri hiti hefur mælst í Litlu-Ávík nú í júlí en það var aðfaranótt 26. júlí þá mældist lægsti hitinn 4,0 stig.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. júlí 2013

Þrjár tillögur um veg yfir Veiðileysuháls.

Tillaga um veg yfir Veiðileysuháls.
Tillaga um veg yfir Veiðileysuháls.
1 af 3
Hér eru þrjár tillögur Vegargerðar ríkisins um nýjan veg um Veiðileysaháls en ein þeirra er reyndar fyrir Kamb. Sjá hér meðfylgjandi myndir hér til hægri. Verkið er á áætlun
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júlí 2013

Heyskapur síðustu daga.

Verið að rifja hey með heyþyrlu í Litlu-Ávík í þokulofti.
Verið að rifja hey með heyþyrlu í Litlu-Ávík í þokulofti.
Ekki hefur viðrað vel til heyskapar vegna vætutíðar í mánuðinum,en aftur á mótihefur verið góð grasspretta í þessari úrkomu og hlítt með köflum. Loks í síðustu viku gátu bændur farið að heyja að einhverju marki og nýtt þessa þurru daga sem hafa komið um
liðna helgi til að setja í rúllur,en það þarf helst tvo góða þurra daga til að þurrka heyið aðeins áður en rúllað er. Bændur hafa samt fengið smá vætu ofan í heyið misjafnlega mikið. Í gær og í fyrra dag var komið þokuloft afur með smá súld með köflum,en mjög lítið,en bændur eiga talsvert slegið hey á túnum
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. júlí 2013

Tveir nýir bílar OV.

Toyota LC 70.
Toyota LC 70.

Tveir nýir bílar hafa bæst í bílaflota Orkubúsins. Bílarnir sem keyptir voru frá Þýskalandi og breytt hjá Arctik Trucks eru af gerðinni Toyota LC 70. Hjá Arctik Trucks var þeim breytt fyrir 35" hjólbarða og bætt í þá aukabúnaði þannig að þeir henti við erfiðar aðstæður. Bílarnir verða staðsettir á Hólmavík og Ísafirði.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. júlí 2013

Ernir sína Árneshreppsbúum lítilsvirðingu.

TF-ORB.Þetta er áætlunarvélin á Gjögur í dag,þegar hún kemst.
TF-ORB.Þetta er áætlunarvélin á Gjögur í dag,þegar hún kemst.
1 af 2

Flugfélagið Ernir hafa ekki staðið sig vel með áætlunarflugið á Gjögur í Árneshreppi. Í sumar hefur verið flogið aðeins einu sinni í viku eins og hefur verið gert nú undanfarin ár,og sem reglur gera ráð fyrir í fjóra mánuði á ári,og þá flogið á mánudögum því póstur kemur með flutningabíl á miðvikudögum. Ernir hafa flogið á pínulitilli rellu í þetta áætlunarflug sem ekki getur flogið í blindflugi frá Reykjavík til Gjögurs. Nú í sumar hefur verið mikið dimmviðri bæði fyrir sunnan og á flugleiðinni norður á Gjögur,en oftast hefði þetta gengið með flugvél sem er útbúin blindflugstækjum. Síðan eru Ernir duglegir í því að aflýsa flugi strax ef ekki er fært á brottfarartíma ákveðnum. Út yfir allt tekur að ef farþegar ætla að komast með þá eru þeir aðeins látnir borga tryggingagjald,hversvegna.? Í fyrra vissi fréttamaður litlahjalla að farþegar fengu frítt far norður og sagt að þeir færu með á sína eigin ábyrgð,hversvegna.?  Á veturna er flugfélagið Ernir með leiguflugvél frá Mýflugi til að fljúga til Gjögurs,en sú vél er útbúin blindflugstækjum,þá eru miklar vöruflutningar því flutningabíll er þá hættur keyrslu. Það flug hefur nú gengið nokkuð sæmilega fyrir sig,þótt aflýst sé flugi oft of snemma ef eitthvað er að veðri.

Nú hefur Flugfélagið Ernir ríkisstyrk til að fljúga
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. júlí 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 15. til 22. júlí 2013.

Bifreið valt á Drangsnesvegi í vikunni.
Bifreið valt á Drangsnesvegi í vikunni.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í og við Ísafjörð í liðinni viku. Þriðjudaginn 16. júlí þar hafnaði bifreið  út fyrir veg og valt á Drangsnesvegi ,þar voru erlendir ferðamenn á ferð,ekki slys á fólki,en bifreiðin óökuhæf. Þá voru þrjú minniháttar umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu . Líkamsárás var kærð til lögreglu um liðna helgi á Patreksfirði og er málið í rannsókn.Skipstjóri handfærabáts var kærður í vikunni vegna gruns um ölvun við stjórn bátsins og naut lögregla aðstoðar Landhelgisgæslunnar vegna málsins. Tveir

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júlí 2013

Bryggjuhátíð á Drangsnesi 20.júlí.

Bryggjuhátíð á Drangsnesi fer fram í átjánda sinn þann 20. júlí næstkomandi.
Bryggjuhátíð á Drangsnesi fer fram í átjánda sinn þann 20. júlí næstkomandi.

Bryggjuhátíð á Drangsnesi fer fram í átjánda sinn þann 20. júlí næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir eru 2 ára eða 92 ára. Hátíðin hefst venju samkvæmt með dorgveiðikeppni í Kokkálsvík sem er svo fylgt eftir með sjávarréttasmakki, markaðsstemningu og kórsöng við frystihúsið. Þaðan dreifist dagskráin svo um þorpið en hægt verður að njóta allt frá kaffisopa í grunnskólanum upp í vináttulandsleik í knattspyrnu á knattspyrnuvellinum á Drangsnesi. Söngkeppni barna, grillveisla og kvöldskemmtun fara fram í samkomuhúsinu Baldri og þar endar jafnframt dagurinn með stórdansleik með hljómsveitinni Stuðlabandinu. Auk formlegra tímasettra dagskrárliða leggja íbúar á Drangsnesi ýmislegt á sig til að taka á móti gestum. Öllum húsum í hreppnum eru gefin nöfn eftir örnefnum á miðunum í kringum Drangsnes og þorpsbúar keppa sín á milli í fuglahræðugerð sem setur mikinn svip á þorpið bryggjuhátíðarhelgina. Pottarnir í fjöruborðinu hafa alltaf mikið aðdráttarafl og Malarhorn býður upp á siglingar í Grímsey, lifandi tónlist og einstakar veitingar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. júlí 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 8.til 15.júlí 2013.

Tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem var að líða.
Tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem var að líða.

Tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem var að líða. Tólf ökumenn voru stöðvaðir á Djúpvegi,þjóðvegi nr. 61 og tíu í nágrenni Ísafjarðar.

Þá voru skráningarnúmer tekin af nokkrum bifreiðum vegna þess að eigandi/umráðamaður hefði ekki fært viðkomandi ökutæki til aðalskoðunar.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni. Jeppabifreið var ekið aftan á kyrrstæða bifreið,þar sem hún stóð í vegarkanti á þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegi. Önnur bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið og þurfti að flytja hana af vettvangi með dráttarbíl.

Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði var kölluð út á laugardag til að fara til aðstoðar fjórum erlendum ferðamönnum á vélhjólum, staddir ofan Vatnsfjarðar austur af Þingmannaheiði,þar voru þeir fastir á línuvegi við ána,treystu sér ekki yfir,þar sem áin var það vatnsmikil og snjór,þannig að þeir komust ekki til baka.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. júlí 2013

Sláttur hófst í vikunni.

Heyskapur á Finnbogastöðum.
Heyskapur á Finnbogastöðum.
1 af 4
Nokkrir bændur hófu slátt í vikunni hér í Árneshreppi. Þeir sem slógu í byrjun vikunnar fengu brakandi þurrk og hlítt veður með suðvestan kalda,hitinn fór í 18 og 19 stig á þriðjudag og miðvikudag. Bændur sem voru að slá í vikunni voru að slá tún sem borin verður á áburður aftur og slegin seinni sláttur. Þetta er nú ekki vel sprottið en samt skárra en í fyrra,sumstaðar eru einhverjar kalskellur í túnum bænda,en mjög misjafnt eftir bæjum.  Nú er vætutíð byrjuð aftur
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
Vefumsjón