Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. ágúst 2013
Prenta
Rafmagn verður tekið af kl:23:00.
Rafmagn verður tekið af Árneshreppi í kvöld klukkan 23:00. (klukkan ellefu). Rafmagn fer af öllum bæjum nema Djúpavík og Reykjarfirði,rafmagnslaust verður eitthvað fram eftir nóttu. Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík eru að fara að vinna við níu jarðstrengina og tengja þá að hluta inn á kerfið í stað stauralínanna. Einnig verður rafmagnslaust næstu daga á nokkrum bæjum í senn þegar tengdir verða bæjir við nýja kerfið,jarðkapalskerfið allt frá Melum og að Kjörvogi. Engar truflanir ættu að verða í Djúpavík næstu daga vegna þessarar vinnu.