Veðrið í Ágúst 2013.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mest voru norðlægar vindáttir frá byrjun mánaðar og fram til 11., með vætu af og til. Frá 12., voru suðlægar vindáttir til 15.,mánaðar. Þann 16.,fór aftur í Norðan eð Norðvestan,með súld eða rigningu,aðfaranótt 20.,festi snjó í fjöll. Þann 20.,snerist vindur í Sunnan eða suðlægar áttir,fram til 23. Eftir það voru snúningar í honum,suðlægur eða norðlægur. Tvo síðustu daga mánaðar var vestlæg vindátt,fjöll urðu flekkótt að kvöldi 30.,en mun minna en þann 20. Mánuðurinn var kaldari en ágústmánuður í fyrra 2012.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira