Rafmagn verður tekið af kl:23:00.
Meira
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur í byrjun og fram til 7. Síðan oftast hafáttir eða breytilegar með fremur hægu veðri en nokkuð vætusömu og oft þokulofti. Suðlægar vindáttir voru frá 19. til 22. með litilsáttar úrkomu. Þegar suðlægar vindáttir voru hlýnaði vel í veðri,enn oft voru skúrir eða rigning í þessum suðlægu vindáttum. (sjá yfirlit dagar eða vikur). Síðan voru hafáttir aftur með þokulofti og súld með köflum út mánuðinn. Mánuðurinn var fremur kaldur í heild,miðað við árstíma,þótt nokkrir mjög hlýir dagar hafi verið. Kaldara var fyrri hluta mánaðar og einnig í seinnihluta mánaðar. Alveg úrkomu lausir dagar voru aðeins sex í mánuðinum.
Heyskapur hefur ekki gengið vel vegna vætutíðar í mánuðinum,en sprettutíð var góð í mánuðinum. Heyfengur og gæði talin góð. Enn í lok mánaðar voru margir bændur búnir að ljúka fyrri slætti og sumir alveg búnir,þeir sem slá ekki seinni slátt. Á einum bæ eru talsverðar kalskemmdir.
Yfirlit dagar eða vikur:
Sigríður María Játvarðardóttir hefur verið ráðin í starf félagsmálastjóra Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. María er með meistaragráðu í Fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands og próf í Félagsráðgjöf frá Nordland distrikthögskola í Bodö í Noregi auk þess sem hún hefur lokið 15 eininga námi í Stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun Háskóla Íslands. María hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins frá árinu 1994, hún hefur sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands við sitt fagsvið, hún var félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg á árunum 1986 – 1993 og félagsráðgjafi á Örva, starfsþjálfunarstað fyrir fatlað fólk í Kópavogi frá 1985 – 1986 auk annarra fyrri starfa.
Kalt var á Ströndum í nótt í þokunni,lágmarkshitinn var lægstur á Hornbjargsvita 5,6 stig og á Gjögurflugvelli fór hitinn niðri 5,7 stig og á mönnuðu veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn 6,2 stig. Enn lægri hiti hefur mælst í Litlu-Ávík nú í júlí en það var aðfaranótt 26. júlí þá mældist lægsti hitinn 4,0 stig.