Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. ágúst 2013

Rafmagn verður tekið af kl:23:00.

Frá vinnu við jarðstreng fyrr í sumar.
Frá vinnu við jarðstreng fyrr í sumar.
Rafmagn verður tekið af Árneshreppi í kvöld klukkan 23:00. (klukkan ellefu). Rafmagn fer af öllum bæjum nema Djúpavík og Reykjarfirði,rafmagnslaust verður eitthvað fram eftir nóttu. Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík eru að fara að vinna við níu jarðstrengina og tengja þá að hluta inn á kerfið í stað stauralínanna. Einnig verður rafmagnslaust næstu daga á nokkrum bæjum í senn þegar tengdir verða bæjir við nýja kerfið,jarðkapalskerfið allt frá Melum og að Kjörvogi. Engar truflanir ættu
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. ágúst 2013

Borgarísjakar.

Yfirlitsmynd.
Yfirlitsmynd.
1 af 3
Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur sent vefnum kort og myndir af hafísjökum sem eru við Horn og úti fyrir Húnaflóa.  Það var auðvelt að finna jakann við Horn því hann kom einnig fram sem hitafrávik á hitamyndum,segir Ingibjörg,en því miður eru ekki  nógu gott kort af skerjum á þessu svæði til að vita hvað er sker og hvað er lítill jaki,þeir minnstu ná sennilega ekki að koma fram á hitamyndinni. Sem sagt,ef sjást þarna ljósir blettir á sjónum sem ekki er kannast við sem sker,gæti verið um jaka að ræða. Ingibjörg setti spurningamerki inn á yfirlitskortið til öryggis.
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. ágúst 2013

Verslunarmannahelgin: Lögreglan á Vestfjörðum.

Mikið eftirlit verður gegn fíkniefnum á Vestfjörðum um helgina.
Mikið eftirlit verður gegn fíkniefnum á Vestfjörðum um helgina.
Í firradag (1. ágúst) voru 7 ökumenn á leið til Ísafjarðar kærðir fyrir of hraðan akstur. Flestir þeirra voru í Ísafjarðardjúpi. Sá sem hraðast ók var mældur á 128 km. hraða. Sá má búast við sekt sem hljóðar upp á 70.000.- kr. Þá var einn farþegi sem kom með áætlunarvél til Ísafjarðar tekinn með 2 gr. af kannabisefnum. Fíkniefnahundurinn Clarrissa aðstoðaði lögreglumenn í því tilviki. Einn aðili var vistaður í fangageymslu á Ísafirði í firrinótt sökum ölvunar og óláta. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka um á negldum hjólbörðum og þrír ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á Ísafirði. Lögreglan býst við töluverðri umferð til Ísafjarðar í tengslum við Mýrarboltamót sem þar verður haldið um verslunarmannahelgina.  Ökumenn eru hvattir til að stilla hraða í hóf og vera vel upplagðir við aksturinn.  Lögreglan mun auka umferðareftirlit alla helgina og ekki aðeins á Ísafirði og nágrenni heldur Vestfjörðum öllum. 
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. ágúst 2013

Hafís úti fyrir Húnaflóa.

Gervitunglamynd Modis.
Gervitunglamynd Modis.
1 af 2
Borgarísjaki sást í gær norðan við Hornbjargsvita,sem og jaki norðar sem er ansi stór,tæp sjómíla á lengd (67°11'N 22°49'V) Nú í nótt birti til og þá var hægt að fá þessa góðu hitamynd sem bakgrunn. Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur tekið saman og merkt inn á kort sem hægt var en mjög skýjað var og ekki sást vel inn á Húnaflóann. Einnig sást borgarís frá Hraunadal í Fljótum,sá jaki mjakaðist í átt að Skagafirði í gær. Hér
er kort og ísmynd. Þar sem Ingibjörg hefur bætt við tilkynningum frá Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni,þó fjarlægð sé áætluð á sumum tilkynningunum.

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. ágúst 2013

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2013.

Séð af Brekkunum ofan við Litlu-Ávík til Veturmýrarness og til Sæluskersvita sem er 12 km frá L-Á.
Séð af Brekkunum ofan við Litlu-Ávík til Veturmýrarness og til Sæluskersvita sem er 12 km frá L-Á.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í byrjun og fram til 7. Síðan oftast hafáttir eða breytilegar með fremur hægu veðri en nokkuð vætusömu og oft þokulofti. Suðlægar vindáttir voru frá 19. til 22. með litilsáttar úrkomu. Þegar suðlægar vindáttir voru hlýnaði vel í veðri,enn oft voru skúrir eða rigning í þessum suðlægu vindáttum. (sjá yfirlit dagar eða vikur). Síðan voru hafáttir aftur með þokulofti og súld með köflum út mánuðinn. Mánuðurinn var fremur kaldur í heild,miðað við árstíma,þótt nokkrir mjög hlýir dagar hafi verið. Kaldara var fyrri hluta mánaðar og einnig í seinnihluta mánaðar. Alveg úrkomu lausir dagar voru aðeins sex í mánuðinum.

Heyskapur hefur ekki gengið vel vegna vætutíðar í mánuðinum,en sprettutíð var góð í mánuðinum. Heyfengur og gæði talin góð. Enn í lok mánaðar voru margir bændur búnir að ljúka fyrri slætti og sumir alveg búnir,þeir sem slá ekki seinni slátt. Á einum bæ eru talsverðar kalskemmdir.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. ágúst 2013

Verslunarmannahelgarball.

Hljómsveitin Blek og byttur munu halda uppi stuðinu.
Hljómsveitin Blek og byttur munu halda uppi stuðinu.
Hér með er athygli ykkar lesendur góðir vakin á því að laugardaginn 3.ágúst 2013 milli klukkan 23:00 og 03:00 verður hið landsfræga verslunarmannahelgarball haldið í samkomuhúsinu Árnesi í Trékyllisvík. Þar sem hljómsveitin Blek og byttur munu halda uppi stuðinu líkt og undanfarin ár og heilla alla í dansskóna og uppúr þeim aftur.! Aðgangseyrir er litlar 3.200.kr og það verður POSI á staðnum. Sjáumst
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. júlí 2013

Skrall fyrir ball.

Mikil gleði verður í Kaffi Norðurfirði um Verslunarmannahelgina.
Mikil gleði verður í Kaffi Norðurfirði um Verslunarmannahelgina.
1 af 2
Mikil gleði verður í Kaffi Norðurfirði um Verslunarmannahelgina. Karl Hallgrímsson úr hljómsveitinni Blek og Byttum verður með kráarstemmdara í bland við útilegufíling föstudaginn 2. ágúst kl. 21.00. Mun hann halda uppi stuðinu ásamt gestum fram á nótt líkt og í fyrra, en þá var fullt út að dyrum og í ár verður ekkert gefið eftir. Aðgangseyrir eruörlitlar 1000.- krónur við innganginn. Matargestir greiða einnig miðaverð sitji þeir áfram.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. júlí 2013

Nýr félagsmálastjóri ráðinn.

Hildur Jakobína núverandi félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps lætur af starfi sínu um mánaðarmótin ágúst – september.
Hildur Jakobína núverandi félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps lætur af starfi sínu um mánaðarmótin ágúst – september.

Sigríður María Játvarðardóttir hefur verið ráðin í starf félagsmálastjóra Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. María er með meistaragráðu í Fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands og próf í Félagsráðgjöf frá Nordland distrikthögskola í Bodö í Noregi auk þess sem hún hefur lokið 15 eininga námi í  Stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun Háskóla Íslands. María hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins frá árinu 1994, hún hefur sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands við sitt fagsvið, hún var félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg á árunum 1986 – 1993 og félagsráðgjafi á Örva, starfsþjálfunarstað fyrir fatlað fólk í Kópavogi  frá 1985 – 1986 auk annarra fyrri starfa.  

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. júlí 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 22. til 29. júlí 2013.

Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.
Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.
Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Af þessum sjö óhöppum var einn árekstur á þjóðvegi nr.62, þar skullu saman tvær bifreiðar með þeim hætti að önnur var óökuhæf og þurfti að flytja hana af vettvangi með krana. Önnur óhöpp voru minniháttar og litlar skemmdir á ökutækjum. Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni,þar af ellefu á Djúpvegi nr. 61 og þrír í nágrenni Ísafjarðar. Sá sem hraðast ók var mældur á 129 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Tveir ökumenn voru stöðvaðir á Ísafirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. S.l. föstudag innsiglaði lögreglan á Vestfjörðum gistiheimili á Ísafirði vegna brota á lögum um veitinga og gististaði.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. júlí 2013

Kalt var í nótt.

Hitamælar í Litlu-Ávík.
Hitamælar í Litlu-Ávík.

Kalt var á Ströndum í nótt í þokunni,lágmarkshitinn var lægstur á Hornbjargsvita 5,6 stig  og á Gjögurflugvelli fór hitinn niðri 5,7 stig og á mönnuðu veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn 6,2 stig. Enn lægri hiti hefur mælst í Litlu-Ávík nú í júlí en það var aðfaranótt 26. júlí þá mældist lægsti hitinn 4,0 stig.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Ísrek í Ávíkinni
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
Vefumsjón