Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. ágúst 2013

Sími grafinn í sundur.

Gunnar Örn við að tengja saman.
Gunnar Örn við að tengja saman.
Verktakafyrirtækið Græðir sf, sem voru að taka grunn fyrir mastur við símahúsið í Reykjaneshyrnu (Ávíkurstöðina.) voru svo óheppnir í gærkvöldi á níundatímanum að grafa símastreng í sundur þegar grafið var fyrir sökklinum. Míla sendi mann frá Tengli til að setja strenginn saman,enn allir heimilissímar duttu út nema í Ávíkurbæina. Einnig datt allt net og símasamband út við Djúpavík. Gunnar Örn Jakobsson hjá Tengli
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. ágúst 2013

Snjóaði í fjöll.

Glissa- Árnesfjall.
Glissa- Árnesfjall.
1 af 2
Það snjóaði dálítið í fjöll í gærkvöldi og í nótt þannig að fjöll eru víðast hvar flekkótt hér um slóðir. Það hefur náð að festa niðri  svona ca 300 til 400 metra hæð. Lágmarkshitinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór niðri 3,4 stig,hér niðrá lálendi. Myndirnar voru teknar klukkan sex í morgun. Nú
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. ágúst 2013

FJALLSKILASEÐILL 2013.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.

Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í Árneshreppi árið 2013 á eftirfarandi hátt: Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 14. September 2013 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  21. Sepember 2013. SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG: FYRSTA LEITARSVÆÐI: Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 13. sept. 2013, sé svæðið norðan Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn, laugardaginn 14. september 2013


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. ágúst 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 12.til 19. ágúst 2013.

Einn var tekin með fíkniefni á Hólmavík í vikunni.
Einn var tekin með fíkniefni á Hólmavík í vikunni.

Mánudaginn 12 . ágúst voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum,fyrra óhappið varð á Djúpvegi við Hólmavík,um minniháttar óhapp að ræða,seinna óhappið þann dag varð á Dynjandisheiði,þar voru erlendir ferðamenn á ferð,þar missti ökumaður vald á bílnum og  valt bíll þeirra út fyrir veg. Ökumaður og farþegi hans voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.  Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Þriðjudaginn 13. ágúst varð óhapp á hafnarsvæðinu á Ísafirði,þar lentu bifreið og lyftari saman,talsverðar skemmdir á bifreiðinni,en ekki slys á fólki.

Föstudaginn 16. ágúst voru tvö óhöpp tilkynnt til lögreglu,það fyrra á Ísafirði,á bifreiðastæði við sjúkrahúsið,um að ræða minniháttar óhapp. Seinna óhappið var einnig minniháttar,gerðist það með þeim hætti að tvær bifreiðar mættust á Drangsnesvegi og steinkast frá annari bifreiðinni braut hliðar rúðu,ekki slys á fólki.

Laugardaginn 17. ágúst urðu tvö óhöpp,það fyrra á Innstrandarvegi á Ströndum,þar voru erlendir ferðarmann á ferð og veltu bílaleigubíl út fyrir veg,ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla,bifreiðin flutt af vettvangi með krana.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. ágúst 2013

Djúpavíkurdagar.

Djúpavíkurdagar 16 til 18 ágúst. Mynd Fanny Heidenreich.
Djúpavíkurdagar 16 til 18 ágúst. Mynd Fanny Heidenreich.
1 af 2

Nú um næstu helgi eru hinir árlegu Djúpavíkurdagar 16. til 18. ágúst. Eins og venjulega verður fundið upp á ýmsu fyrir alla fjölskylduna.

Dagskrá Djúpavíkurdaga er sem hér segir:

Föstudagur 16.ágúst:

19:00-21:00. Ítalskt hlaðborð

22:00.  Tónleikar í “tónlistartanknum”

00:00. Vasaljósaferð í verksmiðjuna

Laugardagur 17.ágúst:

13:00. börnum 6 ára og eldri boðið að prófa kajak ( ef veður leifir ) verð 500kr fyrir 15 mín

14:00. Skoðunarferð í verksmiðjuna

16:00. Útsýnissigling á bátnum Djúpfara (miðaverð 1000 kr )hámark 6 fullorðnir í senn


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. ágúst 2013

Kaffi Norðurfjörður lokar.

Sveinn Sveinsson og Margrét S Nielsen kveðja með bros á vör.
Sveinn Sveinsson og Margrét S Nielsen kveðja með bros á vör.
1 af 2
Kaffi Norðurfjörður hefur nú lokað þetta árið eftir sumarið. „Sveinn Sveinsson og Margrét S Nielsen vertar segjast vera ánægð með aðsóknina í sumar en nú viku og hálfum mánuði eftir verslunarmannahelgi sé öll traffík búin að mestu.“ Sveinn og Magga segjast loka með bros á vör og þakka góðar viðtökur í sumar,og hlakka til að opna aftur
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. ágúst 2013

Ágætis sumar á Valgeirsstöðum í sumar.

Olga Zoega skálavörður í grillhúsinu.
Olga Zoega skálavörður í grillhúsinu.
1 af 2
Talsvert hefur verið um að vera í húsi Ferðafélags Íslands Valgeirsstöðum í Norðurfirði í sumar. „Að sögn Olgu Zoega skálavarðar á Valgeirsstöðum hefur þetta bara verið ágætt í sumar og örugglega meira enn síðastliðið sumar. Tjaldstæðið er vinsælt og felli og hjólhýsaeigendur nota mikið rafmagnstenglana sem eru við tjaldstæðin,en sumarið 2010 voru settir upp tenglar á tjaldstæðin. Fólk notar rafmagnið til að kynda húsin,hlaða rafgeyma og farsíma,segir Olga.“
Hús FÍ í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamalt íbúðarhús í góðu standi. Það stendur við botn Norðurfjarðar, rétt ofan við fallega sandfjöru. Fjölmargar spennandi gönguleiðir um stórbrotið land eru í nágrenninu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. ágúst 2013

Jakinn við Horn.

Jakinn við Horn er á 66°27'49''N   22°23'30'' V.
Jakinn við Horn er á 66°27'49''N 22°23'30'' V.
Samkvæmt LANDSAT mynd í gær kemur jakinn í ljós á 66°27'49''N   22°23'30'' V, tæpan kílómetra NA af Rana við Hornbjarg. Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur merkt inn á  myndina jakann sem er út af svonefndum Rana. Minni jakar geta verið í kring um aðaljakann og geta verið hættulegir skipum,sjófarendur
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. ágúst 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 6.til 12. ágúst 2013.

Fimm tilkynningar bárust lögreglu um að ekið hafi verið á búfé.
Fimm tilkynningar bárust lögreglu um að ekið hafi verið á búfé.

Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Þrír ökumenn vor stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í og við Ísafjörð og sá sem hraðast ók var mældur á 105 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.

Nokkir ökumenn voru kærðir fyrir brot á stöðvunarskyldu/biðskyldu innanbæjar á Ísafirði.

Fimm tilkynningar bárust lögreglu um að ekið hafi verið á búfé.

Skemmtanahald um liðna
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. ágúst 2013

Tónleikar í lýsistanknum í Djúpavík.

Anna Jónsdóttir verður með tónleika annað kvöld.
Anna Jónsdóttir verður með tónleika annað kvöld.
Anna Jónsdóttir verður með tónleika Laugardaginn 10. ágúst, kl. 22:00 í gamla lýsistanknum í Djúpavík! Á dagskrá tónleikanna eru íslensk þjóðlög. Þar er að finna lýsingar á fólki, börnum, fuglum, dýrum, fegurð náttúrnnar, óblíðum náttúruöflum, ástinni, veðrinu, draugum, þar eru vögguvísur, heilræðisvísur, eftirmæli, bænir og Guð. Milli atriða mun Anna segja frá lögunum og kvæðunum.
Anna Jónsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún lærði við Nýja Tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003. Árið eftir stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem aðalkennari hennar var Maria Slatinaru. Hún lauk svo einsöngvaraprófi frá Nýja Tónlistarskólanum í nóvember 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik. Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006. Árið 2008 gaf hún út sinn fyrsta hljómdisk, Móðurást, en á honum eru íslensk sönglög sem fjalla öll á einhvern hátt um móðurkærleikann. Sumarið 2010 tók Anna þátt í alþjóðlegu tónlistarsamstarfi á vegum Music Art Omi International í Ghent í New York fylki, þar sem hún dvaldi sem gistilistamaður. 2012 tók hún þátt í tónlistarhátíðinni SonicExchange í Kassel í Þýskalandi.
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
Vefumsjón