Seinni bifreiðaskoðun á Hólmavík.
Meira
11 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. 6 ökumenn voru kærðir í nágreni Hólmavíkur á Djúpvegi og 5 í og við Ísafjörð.
Eitt minniháttar óhapp var tilkynnt til lögreglu,litlar skemmdir og ekki slys á fólki.
Skráningarmerki voru tekin af nokkrum ökutækjum á Ísafirði og Patreksfirði vegna vanrækslu á aðalskoðun og einnig vegna þess að tryggingar voru fallnar úr gildi. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um meinta ölvun við akstur.
Lögreglan vill beina því til ökumanna að núna eru margir ungir vegfarendur á ferð fyrr á morgnana en áður,þar sem skólar eru byrjaðir og brýnir fyrir vegfarendum að taka tillit til þeirra og aka ávallt sérstaklega varlega í nágrenni við leik og grunnskóla. Þá vill lögregla hvetja eldra reiðhjólafólk að vera fyrirmynd þeirra yngri og nota hjálma og áberandi vesti, þannig að ökumenn eigi auðveldara með að sjá þá sem eru á ferðinni á reiðhjólum.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mest voru norðlægar vindáttir frá byrjun mánaðar og fram til 11., með vætu af og til. Frá 12., voru suðlægar vindáttir til 15.,mánaðar. Þann 16.,fór aftur í Norðan eð Norðvestan,með súld eða rigningu,aðfaranótt 20.,festi snjó í fjöll. Þann 20.,snerist vindur í Sunnan eða suðlægar áttir,fram til 23. Eftir það voru snúningar í honum,suðlægur eða norðlægur. Tvo síðustu daga mánaðar var vestlæg vindátt,fjöll urðu flekkótt að kvöldi 30.,en mun minna en þann 20. Mánuðurinn var kaldari en ágústmánuður í fyrra 2012.
Yfirlit dagar eða vikur: