Sími grafinn í sundur.
Meira
Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í Árneshreppi árið 2013 á eftirfarandi hátt: Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 14. September 2013 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn 21. Sepember 2013. SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG: FYRSTA LEITARSVÆÐI: Leitardagar séu tveir. Fyrri daginn, föstudaginn 13. sept. 2013, sé svæðið norðan Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þykir og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn, laugardaginn 14. september 2013
Mánudaginn 12 . ágúst voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum,fyrra óhappið varð á Djúpvegi við Hólmavík,um minniháttar óhapp að ræða,seinna óhappið þann dag varð á Dynjandisheiði,þar voru erlendir ferðamenn á ferð,þar missti ökumaður vald á bílnum og valt bíll þeirra út fyrir veg. Ökumaður og farþegi hans voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.
Þriðjudaginn 13. ágúst varð óhapp á hafnarsvæðinu á Ísafirði,þar lentu bifreið og lyftari saman,talsverðar skemmdir á bifreiðinni,en ekki slys á fólki.
Föstudaginn 16. ágúst voru tvö óhöpp tilkynnt til lögreglu,það fyrra á Ísafirði,á bifreiðastæði við sjúkrahúsið,um að ræða minniháttar óhapp. Seinna óhappið var einnig minniháttar,gerðist það með þeim hætti að tvær bifreiðar mættust á Drangsnesvegi og steinkast frá annari bifreiðinni braut hliðar rúðu,ekki slys á fólki.
Laugardaginn 17. ágúst urðu tvö óhöpp,það fyrra á Innstrandarvegi á Ströndum,þar voru erlendir ferðarmann á ferð og veltu bílaleigubíl út fyrir veg,ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla,bifreiðin flutt af vettvangi með krana.Nú um næstu helgi eru hinir árlegu Djúpavíkurdagar 16. til 18. ágúst. Eins og venjulega verður fundið upp á ýmsu fyrir alla fjölskylduna.
Dagskrá Djúpavíkurdaga er sem hér segir:
Föstudagur 16.ágúst:
19:00-21:00. Ítalskt hlaðborð
22:00. Tónleikar í “tónlistartanknum”
00:00. Vasaljósaferð í verksmiðjuna
Laugardagur 17.ágúst:
13:00. börnum 6 ára og eldri boðið að prófa kajak ( ef veður leifir ) verð 500kr fyrir 15 mín
14:00. Skoðunarferð í verksmiðjuna
16:00. Útsýnissigling á bátnum Djúpfara (miðaverð 1000 kr )hámark 6 fullorðnir í senn
Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Þrír ökumenn vor stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í og við Ísafjörð og sá sem hraðast ók var mældur á 105 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.
Nokkir ökumenn voru kærðir fyrir brot á stöðvunarskyldu/biðskyldu innanbæjar á Ísafirði.
Fimm tilkynningar bárust lögreglu um að ekið hafi verið á búfé.
Skemmtanahald um liðna