Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. ágúst 2013 Prenta

Frestun 58. Fjórðungsþings vegna illviðris.

Trékyllisvík-Norðurfjörður.
Trékyllisvík-Norðurfjörður.
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur í samráði við oddvita Árneshrepps ákveðið að fresta boðuðu Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem halda átti í Trékyllisvík í Árneshreppi þann 30. og 31. ágúst n.k. til 27. og 28. september n.k.. Þinginu er frestað vegna væntanlegs norðan illviðris samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands í gær,en spáð er mikilli úrkomu og hvassviðri eftir hádegi á föstudag og fram á laugardag. Einnig er spáð snjókomu á fjallvegum. Þingið verður boðað með nýrri dagskrá í byrjun næsta mánaðar,en reynt verður að halda dagskránni eins og hún hefur þegar verið boðuð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
Vefumsjón