Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. ágúst 2013
Prenta
Frestun 58. Fjórðungsþings vegna illviðris.
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur í samráði við oddvita Árneshrepps ákveðið að fresta boðuðu Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem halda átti í Trékyllisvík í Árneshreppi þann 30. og 31. ágúst n.k. til 27. og 28. september n.k.. Þinginu er frestað vegna væntanlegs norðan illviðris samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands í gær,en spáð er mikilli úrkomu og hvassviðri eftir hádegi á föstudag og fram á laugardag. Einnig er spáð snjókomu á fjallvegum. Þingið verður boðað með nýrri dagskrá í byrjun næsta mánaðar,en reynt verður að halda dagskránni eins og hún hefur þegar verið boðuð.