Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. ágúst 2013
Prenta
Nýr kennari við Finnbogastaðaskóla.
Nýr kennari tók við starfi sem kennari við Finnbogastaðaskóla nú á nýju skólaári. Það er Anna Sigríður Sigurðardóttir sem lét sig hafa það að koma á Strandir með tvö börn,annað á skólaskildu aldri,stúlku sem er 8. ára og dreng sem er 3. ára,og eiginmann,en þau koma af höfuðborgarsvæðinu. Anna er lærð spænsku kennari. Önnu líst vel á að koma í þessa fámennu en fallegu sveit og takast á við nýtt starf hér í Árneshreppi. Nemendur Finnbogastaðaskóla verða fimm á þessu skólaári. Elísa Ösp Valgeirsdóttir er skólastjóri Finnbogastaðaskóla,en hún er búin að vera skólastjóri frá 2010. Finnbogastaðaskóli verður settur í dag klukkan 13:30.