Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. ágúst 2013
Prenta
Tveir buðu í efnisvinnslu.
Búið er að opna tilboð vegna efnisvinnslu fyrir Gjögurflugvöll. Norðurtak ehf bauð 37.223.000.,og Borgarverk með tilboð upp á 29,743.000., króna. Búið er að taka tilboði Borgarverks. Verkið felst í efnisvinnslu fyrir klæðningu, burðarlag og styrktarlag við flugvöllinn að Gjögri.
Helstu verkþættir og magntölur: Klæðningarefni 1.100 m3- Burðarlagsefni 5.800 m3- Styrktarlagsefni 3.600 m3. Ekki bárust fleiri tilboð. Ekki er vitað hvenær Borgarverk fer í verkið.