Vel hepnuð skákhátíð á Ströndum.
Skákhátíðin hófst með fjöltefli í Hólmavík þar sem Róbert Lagerman tefldi við gesti og gangandi og leyfði nokkur jafntefli.
Um kvöldið var svo tvískákmót á Hótel Djúpavík. Þar sigraði forsetaliðið en það skipuðu Hrafn Jökulsson, Róbert og Gunnar Björnsson með fullu húsi. Í öðru sæti varð Flotta liðið (Vigfús Ó. Vigfússon og Heimir Páll Ragnarsson) og í þriðja sæti varð Jónaliðið (Jón Kristinn Þorgeirsson og Jón Birgir Einarsson).
Hápunktur hátíðirnar var afmælismót Jóhanns sem fram á laugardaginn í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Þar sigraði Jóhann með fullu húsi, Hannes Hlífar Stefánsson varð annar og Stefán Bergsson varð þriðji. Jón Kristinn Þorgeirsson hlaut unglingaverðlaunin.
Meira