Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. maí 2013

Félagsmálastjóri segir upp.

Hildur Jakobína Gísladóttir,félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps.
Hildur Jakobína Gísladóttir,félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps.
Fréttatilkynning:
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps hefur sagt upp störfum sínum sem félagsmálastjóri. Uppsögn hennar tók gildi um síðustu mánaðarmót. Hildur Jakobína hyggur á flutninga til höfðuborgarsvæðisins af persónulegum ástæðum og lætur af störfum í júlí nk.
Félagsþjónusta- Stranda og Reykhólahrepps er yngsta félagsþjónusta landsins en hún var stofnuð þann 1.febrúar 2011 og er þar með komin félagsþjónusta á öll svæði landsins.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. maí 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 29. apríl til 6. maí 2013.

Bíll valt á Innstrandavegi í Bitrufirði í vikunni.
Bíll valt á Innstrandavegi í Bitrufirði í vikunni.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða. Miðvikudaginn 1. maí hafnaði bíll út fyrir veg og valt á Innstrandarvegi í Birtufirði á Ströndum. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar. Bifreiðin óökuhæf.  Aðfaranótt s.l. laugardags hafnaði bifreið út fyrir veg í Hnífsdal,um minniháttar óhapp var að ræða og ekki slys á fólki.  
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. maí 2013

Orkubú Vestfjarða ohf. fær vottun.

Ragnar Emilsson,gæðastjóri OV,Kristján Haraldsson orkubússtjóri og Ari Arnalds frá Vottun hf.
Ragnar Emilsson,gæðastjóri OV,Kristján Haraldsson orkubússtjóri og Ari Arnalds frá Vottun hf.
Orkubú Vestfjarða ohf. hefur fengið vottun á gæðstjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. og nær vottunin til allrar starfseminnar. Félagið var stofnað á miðju sumri 2001 á grundvelli laga sem þá voru samþykkt á Alþingi. Það byggir á grunni eldra sameignarfélags sem var í eigu ríkis og sveitarfélaga á svæðinu. Hlutverk Orkubúsins nær til alls orkuiðnaðar á Vestfjörðum og er tilgangur þess að virkja vatnsafl og jarðhita á Vestfjörðum, eiga og reka vatnsorkuver, jarðvarmavirki, dísilraforkustöðvar og fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til dreifingar á raforku og heitu vatni til kaupenda.
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. maí 2013

Sumarferð Átthagafélags Strandamanna.

Vestmannaeyjar.Mynd Vestmannaeyjar.is
Vestmannaeyjar.Mynd Vestmannaeyjar.is
Sumarferð  Átthagafélags Strandamanna verður farin til Vestmannaeyja og hefst ferðin föstudaginn 21. júní næstkomandi. Farið verður frá BSÍ eftir hádegi eða kl.13:00.,keyrt verður sem leið liggur austur í Landeyjahöfn og ferjan Herjólfur tekin til eyja. Í Vestmannaeyjum mun leiðsögumaður fara með hópinn vítt og breytt um eyjarnar og helstu staðir skoðaðir,svo sem Dalurinn og Sjómynjasafnið og einnig verður farið í siglingu bæði á laugardag og sunnudag. Til lands verður haldið aftur um 14:00 með Herjólfi,en komutími á umferðamiðstöðina er óviss  en verður að kvöldi sunnudagsins.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. maí 2013

Veðrið í Apríl 2013.

Mjög dimm él voru síðasta dag apríl mánaðar.
Mjög dimm él voru síðasta dag apríl mánaðar.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri og sæmilegum hita fyrstu fjóra dagana,en þá fór að kólna með samt sæmilegasta veðri og nánast úrkomulausu veðri. Þann níunda gekk í Norðan og NA með snjókomu og éljum og gerði þá talsvert frost fram á 13.mánaðar,en þá fór að draga úr frosti all nokkuð,norðlægar áttir voru fram til 18,en síðan voru suðlægar vindáttir fram til 20,með hitastigi kringum 0 stigin. Eftir það gekk í hafáttir aftur með snjókomu eða slyddu fram til 25. Þá gerði suðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 28 gekk í Norðanátt með éljum og talsverðu frosti á nóttinni en minna frosti yfir daginn,og endaði mánuðurinn með norðanátt og éljum.

Mánuðurinn var mjög kaldur í heild og mun kaldari en apríl 2012.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. apríl 2013

Ótíð.

Í morgun 30. apríl er alhvít jörð.
Í morgun 30. apríl er alhvít jörð.
Það er óhætt að segja að ótíð hafi verið í apríl og er enn þótt sumar eigi að vera komið samkvæmt almanakinu. Kalt hefur verið hiti þó oft um frostmarkið en nú í mánaðarlok hefur gert hörkufrost á næturnar. Ekki lítur þetta vel út með tún hjá bændum,svellalög voru á þeim frá því snemma í haust og langt fram á vetur þegar gerði nokkurn blota seinnihluta febrúar,og tóku þá svell mikið til af túnum,og segja bændur að það gæti hafa bjargað einhverju um að yrði minna um kal á túnum. En síðan hefur verið umhleypingar og verið talsvert frost,og en sem komið er það aðeins blessuð sólin sem bræðir snjóinn aðeins yfir daginn. Ekki er mikill snjór á láglendi og væri hann fljótur að fara ef gerði einhver hlýindi. Nú styttist í sauðburð og byrjar hann yfirleitt um tíunda maí en á einhverjum bæjum fyrr,en allt er komið á fullt um miðjan maí. Hér í Árneshreppi
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. apríl 2013

Lögreglumessa í Háteigskirkju.

Lögreglukórinn.
Lögreglukórinn.
Lögreglumessa verður haldin í Háteigskirkju í Reykjavík á morgun, 1. maí, kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari en ræðumaður verður Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar en organisti er Kári Allansson. Lögreglukórinn hvetur sérstaklega lögreglumenn, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk í lögreglunni til að fjölmenna og taka þátt í þessum hátíðlega viðburði.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. apríl 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 22.til 29.apríl 2013.

Tvö umferaðóhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferaðóhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferaðóhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, annað var á Ísafirði,minni háttar og síðara óhappið,bílvelta í Reykhólasveit. Í báðum þessum tilfellum var um minniháttar skemmdir að ræða og ekki slys á fólki.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur,annar á Djúpvegi og hinn á Ísafirði.

Þriðjudaginn 23. apríl rétt eftir hádegi fell mikil skriða á veginn um Kjálkafjörð,þjóðveg nr. 60,rétt innan við Litlanes á vegarkafla þar sem Vegagerðin er að endurnýjan veginn. Verktakinn,Suðurverk,var að snyrta svo kallaða skeringu, sem var nokkuð há og brött,ca. 130 m.,há,þegar mikið magn af jarðvegi skreið fram og yfir veginn. Um verulegt magn af jarðvegi var að ræða eða allt að 150 þús. rúmmetrar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. apríl 2013

Mjaldur við Bassastaði.

Mjaldur tekur stefnuna á kjörstað.
Mjaldur tekur stefnuna á kjörstað.
1 af 2
Mjaldur var að damla við Bekkina á Bassastöðum í morgun  um tíu leitið að morgni kjördags voru þessar myndir teknar en  þá var hann að leggja af stað að kjósa á Drangsnesi en líklega verður hann að kæra sig inn á kjörskrá því ekki var tekið eftir honum þar við yfirferð sveitarstjórnar  fyrir skömmu,hann er bæði þéttur á velli og sakleysislegur og svipar mjög til Sigmundar Davíðs enda lét hann ekki myndasmiðinn hafa nein  áhrif á stefnuna hélt bara sínu striki einbeittur hvernig sem að honum var sótt. Mjaldurinn er mjög sjaldséður við Ísland  heldur sig mest í norður Íshafinu enda vel feitur en fitan er líklega
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. apríl 2013

Hvassviðri eða stormur á morgun.

Mjög slæmu veðri er spáð á morgun.
Mjög slæmu veðri er spáð á morgun.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra hljóðar uppá Norðan 8 til 13 m/s í kvöld með slyddu í kvöld og í nótt og á morgun er spáð  norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu og slæmu ferðaveðri,segir í veðurspá Veðurstofu Íslands. Atkvæði úr Árneshreppi ættu nú að sleppa suður í Borgarnes áður en veður versnar fyrir alvöru í kvöld,það er oft búið að kjósa hér í Árneshreppi snemma eða uppúr nóni eða ekki seinna en um fimmleitið. Vegur
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Naustvík 17-08-2008.
Vefumsjón