Veðrið í júní 2013.
Mánuðurinn byrjaði með hafáttum síðan breytilegum vindáttum eða suðlægum að mestu með hægviðri og smá úrkomu og hlýju veðri. Eftir 7.mánaðar voru mest hafáttir eða breytilegar vindáttir,oft með smá súld og þokulofti og með svarta þoku stundum. Ákveðin Suðvestanátt var frá 26. og 27.,mánaðar með stinningskalda eða allhvössum vindi í tvo daga,síðan hægari með vestlægum vindáttum eða norðlægum.
Mánuðurinn var sæmilega hlýr fyrrihluta mánaðar en yfirleitt kaldara seinni hlutann. Vel lítur út með grassprettu víðast hvar,þó úrkomulítið hafi verið í mánuðinum. Mánuðurinn var sæmilega hlýr og hægviðrasamur í heild.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira





