Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. júní 2013
Prenta
Heflað mánuði seinna en í fyrra.
Vegagerðin á Hólmavík hefur verið að hefla vorheflunina hér í Árneshreppi í liðinni viku og kláruðu í gær. Þessi vorheflun er mánuði seinna en í fyrra vor. Þetta er vegna þess hvað vegir komu ílla undan vetri og vegir blautir langt fram í maí mánuð. Sumstaðar er nú ósköp lítill ofaníburður í vegum til að hefla,en þetta hefur lagast mikið við þessa heflun,en vegurinn í Árneshreppi var víða mjög holóttur þótt ekki sé meyra sagt. Eitthvað hefur verið lagað við ræsi þar sem vatn hefur runnið yfir vegi í þessum hlýindum sérstaklega inn með Reykjarfirðinum enda mikill snjór þar til að bráðna.