Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. júní 2013

Starf félagsmálastjóra er laust til umskóknar.

Félagsþjónusta Stranda- og Reykhóla í samvinnu við Hagvang auglýsa lausa til umsóknar stöðu félagsmálastjóra. Umsóknarfrestur er til 18. júní 2013.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps var stofnuð 1. febrúar 2011. Fjögur sveitarfélög sameinast um félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur. Félagsmálastjóri hefur aðsetur á Hólmavík en hefur auk þess haft fasta viðveru á Reykhólum einn dag í viku. Sex málaflokkar heyra undir félagsmálastjóra en þeir eru:
  • Barnavernd 
  • Félagsleg heimaþjónusta
  • Félagsleg ráðgjöf 
  • Fjárhagsaðstoð
  • Málefni aldraðra 
  • Málefni fatlaðra

Starfið:

Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar í þeim málum sem heyra undir hans málafokk og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hann situr i verkefnahópi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, hefur yfirumsjón með barnaverndarmálum samkæmt barnaverndarlögum nr 80/2002 og sér um eftirfylgd og ráðgjöf samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr 40/1991. Félagsmálastjóri vinnur náið með sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra, hefur yfirumsjón með fundum nefndarinnar auk þess að sitja í þverfaglegum teymum og ráðum. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, gerð fjárhagsáætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem heyra undir hans fagsvið.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. júní 2013

Áætlunarferðir landleiðis byrjaðar.

Bíll frá Strandafrakt.
Bíll frá Strandafrakt.
1 af 2
Í gær var fyrsta hefðbundna áætlun Strandafraktar til Norðurfjarðar á þessu sumri,en ferðir Strandafraktar hefjast að venju fyrsta miðvikudag í júní og áætlunarferðirnar standa út október. Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur um kvöldið og til Norðurfjarðar á miðvikudögum. Í maí var Strandafrakt búin að koma ferðir að sækja grásleppuhrogn. Eins er Strandafrakt byrjuð í fiskflutningum eftir að strandveiðar byrjuðu,enn nokkrir bátar gera út á strandveðar frá Norðurfirði bæði heimabátar og aðkomubátar. Eins og undanfarin tvö ár mun póstur koma með bílnum á miðvikudögum. Flug
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. júní 2013

Leggja raflínur í jörð.

Verið að merkja fyrir og kanna jarðveginn.
Verið að merkja fyrir og kanna jarðveginn.
1 af 2
Orkubú Vestfjarða er að byrja að leggja þriggja fasa raflínur í jörð í Árneshreppi. Nú í sumar verður lagt frá Trékyllisvik til Mela og frá Trékyllisvík að símahúsi Símans í Reykjaneshyrnu og Ávíkurbæina. Frá símahúsi er jarðstrengur að Víganesafleggjara þar sem raflínan deilist til Kjörvogs og niður á Gjögur og útá Gjögurflugvöll. Einnig verður jarðstrengur lagður frá Norðurfirði til Krossnes og að sundlaug. Nú þessa dagana verður lögð áhersla að plægja strengina niður þar sem þarf að fara yfir tún bænda. Í dag er verið að merkja fyrir og kanna jarðveginn þar sem strengir verða lagðir.Þetta þíðir ekki
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júní 2013

Veðrið í Maí 2013.

Það var alhvít jörð að morgni 26 maí í Norðurfirði.
Það var alhvít jörð að morgni 26 maí í Norðurfirði.
1 af 2
 

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum með frosti eða hita á víxl fyrstu þrjá dagana. Síðan voru mest hafáttir með fremur köldu veðri og oftast úrkomu fram til 17.mánaðar. Loks gekk í suðlægar vindáttir þann átjánda með hlýju veðri sem stóð aðeins í þrjá daga. Síðan gekk aftur í norðlægar vindáttir með skúrum eða éljum,sem stóð í tvo daga. Þann 23. var Suðaustlæg vindátt með rigningu og slyddu. Síðan voru hafáttir með kalsaveðri,rigningu eða slyddu fram á 28. mánaðar. Alhvítt var í byggð víða að morgni 26. Síðustu þrjá daga mánaðarins var hægviðri með lítilli úrkomu og sæmilega hlýju veðri. Úrkoman var talsverð í mánuðinum,því nú eru maí og júní yfirleitt þurrustu mánuðir á Ströndum.

Ræktuð tún voru farin að taka við sér uppúr tuttugusta og farin að grænka.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. maí 2013

Áburðurinn kemur seint til bænda.

Áburðurinn kom seint í ár.
Áburðurinn kom seint í ár.
Þá er Kaupfélag Steingrímsfarðar farið að láta flytja áburðinn norður í Árneshrepp til bænda þar. Áburðurinn er fluttur með dráttarbíl með aftanívagn og kemst áburðurinn í þrem til fjórum ferðum. Áburðurinn er fluttur seint til bænda þetta árið,ástæðan er að vegir komu ílla undan vetri og Vegagerðin ekki leift þungflutninga fyrr. Í fyrra var áburðurinn fluttur í endaðan apríl og í byrjun maí. Nú í ár kom fyrsti bíll með áburð í dag. Þetta er svo sem nógu snemma því bændur hafa varla tíma
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. maí 2013

Alhvít jörð í Norðurfirði.

Alhvít jörð í Norðurfirði í morgun.
Alhvít jörð í Norðurfirði í morgun.
Það snjóaði neðri byggð í nótt,alhvít jörð var orðin í Norðurfirði í morgunsárið. Bændur voru búnir að setja lambfé út á tún þótt kalt og vætusamt hafi verið,vegna plássleysis í húsum,en sumir bændur ráku fé inn aftur í gærkvöldi vegna slæmrar veðurspáar næstu daga. Nú er þröngt á þingi í fjárhúsum bænda hér í Árneshreppi þótt það elsta af lambféinu sé úti í þessu vonsku veðri. Nú er sauðburður langt kominn.Vegna mikilla anna hefur lítið verið skrifað
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. maí 2013

Kennsl borin á lík sem fannst í Kaldbaksvík.

Frá Kaldbaksvíkurkleif
Frá Kaldbaksvíkurkleif

Eins og komið hefur fram í fréttum var lögreglunni á Vestfjörðum tilkynnt um lík sem ferðafólk hafði fundið í Kaldbaksvík á Ströndum.  Lögreglan fór þá þegar á vettvang, eða að kveldi 17. maí sl. Vettvangur var rannsakaður og líkið flutt til rannsóknar hjá ID nefnd Ríkislögreglustjóraembættisins (kennslanefnd).

Nú í dag hefur kennslanefndin lokið störfum sínum hvað rannsókn þessa varðar.  Niðurstaðan var ótvíræð,  að líkið er af Gunnari Gunnarssyni fæddum 1962.  Þann 12. desember 2012 mun Gunnar Gunnarsson hafa fallið útbyrðis af Múlabergi SI-22, djúpt út af Húnaflóa.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. maí 2013

Byrjað að bera kennsl á líkamsleifarnar.

Kaldbaksvíkurhorn.
Kaldbaksvíkurhorn.

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra byrjaði í dag vinnu við að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum á föstudagskvöld. Mbl.is hefur þetta eftir Bjarna Bogasyni, rannsóknarlögreglumanni og formanni kennslanefndar.

Líkamsleifarnar fundust á föstudagskvöld og voru sendar suður morguninn eftir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. maí 2013

Líkamsleifar í Kaldsbaksvík á Ströndum.

Líkamsleifarnar fundust í Kaldbaksvík.
Líkamsleifarnar fundust í Kaldbaksvík.

Seint í gærkveldi barst lögreglunni á Vestfjörðum ábending frá ferðafólki að það hafi komið auga á líkamsleifar, n.t.t. beinagrind í Kaldbaksvík á Ströndum.

Lögreglan fór þegar á vettvang.  Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni.  Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.  Rannsókn


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. maí 2013

Ferming í Árneskirkju.

Brynjar Ingi Óðinsson.
Brynjar Ingi Óðinsson.

Einn drengur fermist frá Árneskirkju laugardaginn 18. maí klukkan 14:00.,og er það Brynjar Ingi Óðinsson. Fermingin fer fram í Árneskirkju hinni nýju og sóknarpresturinn séra Sigríður Óladóttir fermir. Foreldrar Brynjars eru Steinunn Jónatansdóttir og Óðinn Steinsson,og eru þau frá Vestmannaeyjum. Steinunn hefur verið kennari við Finnbogastaðaskóla skólaárið 2012 til 2013,hún er einnig hjúkrunarfræðingur að mennt og vann áður á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Þess má einnig geta að Steinunn á ættir að rekja til Árneshrepps. Óðinn hefur verið stundakennari við skólann og kennt smíðar og íþróttir,en hann er viðskiptafræðingur að mennt. Þau hjón eiga tvo aðra stráka Rúnar Kristinn 16 ára og yngsti drengurinn er Jónatan Árni 8 ára sem hefur verið í skólanum á Finnbogastöðum þetta skólaár. Einnig komu þau hjón með tvo hunda með sér í vistina hér í Árneshrepp sem eru miklir vinir barnanna og þeirra fullorðnu,og ekki síður skólabarnanna allra,það er tíkin Fríða og smáhundurinn Rex sem var skírður eftir frægri samnefndri austurískri lögreglumynd sem gekk lengi á RÚV.

Þessi frábæra fjölskylda er nú að hverfa frá störfum við Finnbogastaðaskóla og fara á heimslóðir aftur


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
Vefumsjón