Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Kjörstaður opnaður kl 10:00.

Kosið verður í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Kosið verður í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Tilkynning frá kjörstjórn Árneshrepps vegna alþingiskosninganna laugardaginn 27. apríl 2013. Kjörstaður verður í Félagsheimilinu Árnesi Trékyllisvík. Kjörstaður verður opnaður klukkan 10:00 að morgni kjördags. Á kjörskrá eru
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. apríl 2013

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

Vorhátíðin verður haldinn í félagsheimilinu síðasta vetrardag.
Vorhátíðin verður haldinn í félagsheimilinu síðasta vetrardag.
Vorhátíð Finnbogastaðaskóla verður haldinn hátíðleg síðasta vetrardag miðvikudaginn 24. apríl klukkan 18:00.,í Félagsheimilinu Árnesi Trékyllisvík. Boðið verður upp á góða skemmtun, mat og drykk á góðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Segir í tilkynningu frá nemendum
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. apríl 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 22. apríl 2013.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni sem leið. Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu.

Skemmtanahald gekk nokkuð vel  um liðna helgi, þó var ein líkamsárás kærð til lögreglu og er málið í rannsókn, annars var helgin tíðindalítil.

Þá þurfti björgunarsveit að aðstoða vegfarendur á Steingrímsfjarðarheiði um helgina. Enn og aftur vill lögregla benda vegfarendum á að kanna með færð og skoða veðurspá áður en lagt er í langferð, því enn er talsveður snjór á fjöllum og aðstæður breytast á mjög stuttum tíma. 
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. apríl 2013

Ný stjórn FMSV.

Eftir aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða í Árnesi um liðna helgi voru eftirtaldir aðilar kosnir í stjórn: Ásgerður Þorleifsdóttir, formaður, Elfar Logi Hannesson. Ísafirði, Ester Rut Unnsteinsdótir, Súðavík, Harpa Eiríksdóttir, Reykhólasveit, Jón Þórðason, Bíldudal, Nancy Bechtloff, Ísafirð, Valgeir Benediktsson, Trékyllisvík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Auður er lítils virði ef hann er ekki nýttur skynsamlega!

Sólrún Jóhannesdóttir.
Sólrún Jóhannesdóttir.
Aðsend grein Sólrúnar Jóhannesardóttur frambjóðanda Lýðræðisvaktarinnar í NV kjördæmi.
Auðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt.  Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna.  Náttúruauðlindirnar er mikilvægt að nýta en um leið án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum.  Á sama hátt er mikilvægt að  koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Framlög Menningarráðs Vestfjarða til menningarstarfsemi 2013.

 Að þessu sinni var úthlutað 16,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki og 23,1 milljón í verkefnastyrki.
Að þessu sinni var úthlutað 16,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki og 23,1 milljón í verkefnastyrki.
Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við úthlutun styrkja fyrir árið 2013 og eru niðurstöður nokkuð fyrr á ferðinni en síðustu ár. Umsóknir til ráðsins hafa aldrei verið fleiri en nú eða 160 samtals. Jafnframt hafa gæði umsókna líklega aldrei verið meiri en nú. Margvísleg menningarstarfsemi fær stuðning og er ánægjulegt að sjá þá grósku og hugmyndaauðgi sem einkennir menningarlífið á Vestfjörðum.

Menningarráð Vestfjarða þakkar öllum umsækjendum kærlega fyrir umsóknir sínar og óskar þeim velfarnaðar. Það er von ráðsins að sem allra flestar hugmyndir verði að veruleika og efli og styrki mannlíf og byggð á Vestfjörðum. Framlög Menningarráðsins skiptast í tvo flokka, annars vegar eru veittir stofn- og rekstrarstyrkir til stofnanna, félaga og fyrirtækja á sviði menningarstarfsemi og hins vegar eru veittir verkefnastyrkir til afmarkaðra menningarverkefna.
Eftirtaldar stofnanir, félög og fyrirtæki fengu stofn- og rekstrarstyrk árið 2013 (í sviga er yfirskrift umsókna og upphæð framlagsins frá Menningarráði er aftast):


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Sérsveitin og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra aðstoða lögregluna á Vestfjörðum við þjálfun.

Sérsveit lögreglunnar.Mynd lögreglan.is
Sérsveit lögreglunnar.Mynd lögreglan.is
Sérsveitin hefur komið að þjálfun lögreglumanna hjá lögregluliðum um allt land. Á dögunum fóru nokkrir sérsveitarmenn ásamt lögreglumanni frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og bráðatækni frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, vestur á firði til þess að aðstoða lögregluna við æfingar. Mikill vilji og metnaður er til staðar hjá lögregluliðum á öllu landinu til þess að efla lögreglumenn í starfi með því að halda æfingar eins og þessa, en eins og gefur að skilja hefur niðurskurður til lögreglunnar sannarlega áhrif á fjölda slíkra æfinga. Æfð voru viðbrögð lögreglunnar við hinum ýmsu atvikum
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Kjosturett.is fer gríðarlega vel af stað.

Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu.
Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu.
1 af 2
Ný, óháð vefsíða, www.kjosturett.is, er komin í loftið. Þar geta kjósendur fundið upplýsingar um stefnu allra þeirra 15 flokka og framboða sem bjóða fram lista til Alþingis í komandi kosningum 27. apríl.
 

Á fyrsta sólarhringnum hafa um 6.200 heimsótt vefinn, sem jafngildir því að hann sé u.þ.b. 15. vinsælasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Moedernus.is.

 

Þetta jafngildir líka því að þriðjungur þeirra 18.670 sem nú kjósa til Alþingis í fyrsta sinn hafi heimsótt vefinn á einum sólarhring.


Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu. 
 
Síðan er hugsuð sem hlutlaus upplýsingamiðill um kosningar fyrir almenning í landinu. Mikið er lagt upp úr því að upplýsingarnar séu samræmdar og aðgengilegar. Á síðunni má finna stefnu framboðanna 15 í 11 málaflokkum, auk hagnýtra upplýsinga og tengla.
 
Slagorð síðunnar er: Taktu upplýsta ákvörðun - kjóstu rétt.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013

Nýr óháður kosningavefur fyrir almenning.

Ragnar Þór Valgeirsson vefsmiður, Kristján Ingi Mikaelsson forritari og Ásgeir Vísir grafískur hönnuður.
Ragnar Þór Valgeirsson vefsmiður, Kristján Ingi Mikaelsson forritari og Ásgeir Vísir grafískur hönnuður.
1 af 3

Ný, óháð vefsíða, www.kjosturett.is, er komin í loftið. Þar geta kjósendur fundið upplýsingar um stefnu allra þeirra 15 flokka og framboða sem bjóða fram lista til Alþingis í komandi kosningum 27. apríl.
 
Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu. 
 
Síðan er hugsuð sem hlutlaus upplýsingamiðill um kosningar fyrir almenning í landinu. Mikið er lagt upp úr því að upplýsingarnar séu samræmdar og aðgengilegar. Á síðunni má finna stefnu framboðanna 15 í 11 málaflokkum, auk hagnýtra upplýsinga og tengla.
 
Slagorð síðunnar er: Taktu upplýsta ákvörðun - kjóstu rétt.
 
Þrír ungir menn standa að baki síðunni; Ragnar Þór Valgeirsson vefsmiður, Kristján Ingi Mikaelsson forritari og Ásgeir Vísir grafískur hönnuður.
Kristján Ingi og Ragnar Þór stunda nám við Verzlunarskóla Íslands en eru jafnframt liðtækir í vefsíðugerð. Þeir standa meðal annars að rafræna skiptibókamarkaðnum www.skipta.is.  Ásgeir Vísir er nýútskrifaður grafískur hönnuður og fyrrverandi nemi við Verzlunarskólann.
 
Kveikjan að síðunni var sú upplifun þeirra Ragnars Þórs, Kristjáns Inga og fleiri ungmenna, að erfitt væri að átta sig á stefnu allra þeirra flokka og framboða sem í boði eru. Þeir ákváðu að grípa til sinna ráða og bera saman flokka og framboð með skipulegum hætti. www.kjosturett.is er afrakstur þess.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. apríl 2013

Fallegt veður í dag.

Séð til Trékyllisvíkur og Mela. Árnesfjall og Urðartindur.
Séð til Trékyllisvíkur og Mela. Árnesfjall og Urðartindur.
1 af 3
Loksins gerði fallegt veður hér í Árneshreppi,fyrir hádegi var orðið léttskýjað þótt einhverjir éljabakkar væru austan til við Húnaflóann. Búin er að vera þræsingur og leiðinlegt veður með éljum og jafnvel snjókomu eins og í gær,og dálítill snjór ennþá á láglendi. Vika er nú í sumardaginn fyrsta og ekki lítur út samkvæmt veðurspám að verði nein hlýindi hér næstu daga ef undanskilið er að hlýni aðeins á morgum með suðausanátt og rigningu,en strax á laugardag verður suðvestanátt með skúrum eða éljum,og á sunnudag norðlæg vindátt með éljum,og eftir helgina er spáð auslægum eða norðlægum áttum með slyddu eða jafnvel snjókomu. Þannig að vorverkin hjá bændum ætla að dragast fram í maí,eins og að vinna á túnum og þessáttar fyrir sauðburð. Þung fært
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Frá brunanum.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Snjókoma og dimmviðri.Litla-Ávík.
Vefumsjón