Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. júní 2013
Prenta
Leggja raflínur í jörð.
Orkubú Vestfjarða er að byrja að leggja þriggja fasa raflínur í jörð í Árneshreppi. Nú í sumar verður lagt frá Trékyllisvik til Mela og frá Trékyllisvík að símahúsi Símans í Reykjaneshyrnu og Ávíkurbæina. Frá símahúsi er jarðstrengur að Víganesafleggjara þar sem raflínan deilist til Kjörvogs og niður á Gjögur og útá Gjögurflugvöll. Einnig verður jarðstrengur lagður frá Norðurfirði til Krossnes og að sundlaug. Nú þessa dagana verður lögð áhersla að plægja strengina niður þar sem þarf að fara yfir tún bænda. Í dag er verið að merkja fyrir og kanna jarðveginn þar sem strengir verða lagðir.
Þetta þíðir ekki það að þriggja fasa rafmagn verði komið á í hreppnum þótt nýr jarðstrengur sé lagður þriggja fasa,það verður ekki fyrr en verður lagt yfir Trékyllisheiði og norður í Trékyllisvík.