Mölin 5. Snorri Helgason.
Snorra Helgason þarf varla að kynna fyrir fólki, en við gerum það samt. Snorri ákvað 19 ára gamall að helga líf sitt tónlistinni. Þá kenndi hann sjálfum sér að spila á gítar og fór að æfa sig að semja lög. Snorri var einn af meðlimum Sprengjuhallarinnar sem tröllreið íslensku tónlistarlífi þann skamma tíma sem hún starfaði. Eftir að Sprengjuhöllin lagðist í hýði hóf Snorri að taka upp sitt eigið efni og gaf árið 2009 út plötuna "I'm Gonna Put My Name On Your Door". Árið 2011 kom svo út platan "Winter Sun" þar sem Snorri hefur náð fullkomnu valdi á list sinni. Lagasmíðarnar meitlaðar og textarnir hlaðnir merkingu og spennu. Snorri er nú kominn langt með upptökur á sinni þriðju breiðskífu sem verður gefin út síðar á þessu ári.
Á tónleikunum á Mölinni mun Snorri njóta liðsinnis Sigurlaugar Gísladóttur sem leikur á ýmis hljóðfæri og syngur.Meira