Sérsveitin og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra aðstoða lögregluna á Vestfjörðum við þjálfun.
Meira
Á fyrsta sólarhringnum hafa um 6.200 heimsótt vefinn, sem jafngildir því að hann sé u.þ.b. 15. vinsælasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Moedernus.is.
Þetta jafngildir líka því að þriðjungur þeirra 18.670 sem nú kjósa til Alþingis í fyrsta sinn hafi heimsótt vefinn á einum sólarhring.
Ný, óháð vefsíða, www.kjosturett.is, er komin í loftið. Þar geta kjósendur fundið upplýsingar um stefnu allra þeirra 15 flokka og framboða sem bjóða fram lista til Alþingis í komandi kosningum 27. apríl.
Síðan tengist ekki neinum flokki, framboði eða stjórnmálahreyfingu.
Síðan er hugsuð sem hlutlaus upplýsingamiðill um kosningar fyrir almenning í landinu. Mikið er lagt upp úr því að upplýsingarnar séu samræmdar og aðgengilegar. Á síðunni má finna stefnu framboðanna 15 í 11 málaflokkum, auk hagnýtra upplýsinga og tengla.
Slagorð síðunnar er: Taktu upplýsta ákvörðun - kjóstu rétt.
Þrír ungir menn standa að baki síðunni; Ragnar Þór Valgeirsson vefsmiður, Kristján Ingi Mikaelsson forritari og Ásgeir Vísir grafískur hönnuður.
Kristján Ingi og Ragnar Þór stunda nám við Verzlunarskóla Íslands en eru jafnframt liðtækir í vefsíðugerð. Þeir standa meðal annars að rafræna skiptibókamarkaðnum www.skipta.is. Ásgeir Vísir er nýútskrifaður grafískur hönnuður og fyrrverandi nemi við Verzlunarskólann.
Kveikjan að síðunni var sú upplifun þeirra Ragnars Þórs, Kristjáns Inga og fleiri ungmenna, að erfitt væri að átta sig á stefnu allra þeirra flokka og framboða sem í boði eru. Þeir ákváðu að grípa til sinna ráða og bera saman flokka og framboð með skipulegum hætti. www.kjosturett.is er afrakstur þess.
En við stöndum við frammi fyrir áskorunum. Við búum á harðbýlu svæði þar sem fólki fækkar og atvinnulíf á erfitt uppdráttar. Samgöngur eru strjálar, raforkan ótrygg. Vestfirðir eru landsvæði sem þarf að sækja fram. Við erum svokallað varnarsvæði sem býr við ýmsar tálmanir en þær eru allar yfirstíganlegar, ef rétt er haldið á spilum og ef rétt er gefið úr stokknum.
Höfuðborgin sogar til sín bæði fjármagn og fólk.