Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. mars 2013

Mölin 5. Snorri Helgason.

Snorri Helgason.Mynd Hilda Gunnarsdóttir.
Snorri Helgason.Mynd Hilda Gunnarsdóttir.
Tónleikaröðin Mölin heldur áfram göngu sinni á Malarkaffi á Drangsnesi laugardagskvöldið 23. mars næstkomandi. Þar munu koma fram söngvaskáldið Snorri Helgason, hólmvíski dúettinn Andri og Jón ásamt Borko.

Snorra Helgason þarf varla að kynna fyrir fólki, en við gerum það samt. Snorri ákvað 19 ára gamall að helga líf sitt tónlistinni. Þá kenndi hann sjálfum sér að spila á gítar og fór að æfa sig að semja lög. Snorri  var einn af meðlimum Sprengjuhallarinnar sem tröllreið íslensku tónlistarlífi þann skamma tíma sem hún starfaði. Eftir að Sprengjuhöllin lagðist í hýði hóf Snorri að taka upp sitt eigið efni og gaf árið 2009  út plötuna "I'm Gonna Put My Name On Your Door". Árið 2011 kom svo út platan "Winter Sun" þar sem Snorri hefur náð fullkomnu valdi á list sinni. Lagasmíðarnar meitlaðar og textarnir hlaðnir merkingu og spennu. Snorri er nú kominn langt með upptökur á sinni þriðju breiðskífu sem verður gefin út síðar á þessu ári.

Á tónleikunum á Mölinni mun Snorri njóta liðsinnis Sigurlaugar Gísladóttur sem leikur á ýmis hljóðfæri og syngur.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. mars 2013

Óvæntur sauðburður í mars.

Ærin Viða með tvö lömb,fleiri ær eiga eftir að bera í mars.
Ærin Viða með tvö lömb,fleiri ær eiga eftir að bera í mars.

Nokkrar ær eiga að bera núna í mars í Bæ í Trékyllisvík í Árneshreppi. Þessar ær skiluðu sér ekki í hefðbundnum leitum í haust síðastliðið og náðust ekki fyrr enn  í nóvember. Hrútur var með féinu og hann náðist jafnt og ærnar. Að sögn Gunnars Dalkvists bónda í Bæ hafa ærnar fengið seint í október,nú eru þrjár bornar fyrir nokkrum dögum,og aðrar þrjár munu bera á næstu dögum,og fjórar í viðbót fyrir hefðbundinn sauðburð sem er fljótlega í maí. Ekki er vitað að fé frá öðrum bæjum hafi gengið með þessu fé inní Veiðileysu


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. mars 2013

Fyrsti hákarlinn í vetur.

Hákarlinn kominn í land á Gjögurbryggju.
Hákarlinn kominn í land á Gjögurbryggju.
1 af 2
Jón Eiríksson frá Víganesi kemur oft um miðjan vetur og leggur hákarlalóðir,í gær fékk hann fyrsta hákarl vetrararins. Hann lagði hákarlalóðir fyrir fimm dögum á báti sínum Snorra ST 24 útaf svonefndum Hyrnum,en það eru góð hákarlamið útaf Reykjaneshyrnu. Jón er með lóðir áfram í sjó og ætlar að freista þess að fá helst nokkra hákarla
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. mars 2013

Markaðssofa Vestfjarða sameinast Fjórðungssambandinu.

Markaðsstofa Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga sameinast.
Markaðsstofa Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga sameinast.
Vinnuhópur á vegum stjórnar Markaðsstofu Vestfjarða ses og Ferðamálasamstaka Vestfjarða hafa á síðustu vikum rætt saman um slit á starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og fyrirkomulag markaðsmála í framhaldi af því. Unnið er að málinu í samræmi við samþykkt 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga um sameiningu starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Drög að samkomulagi er nú til umfjöllunar hjá eigendum Markaðsstofu Vestfjarða og er að vænta niðurstöðu í apríl n.k. en eigendur Markaðsstofu Vestfjarða eru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Ferðamálasamtök Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Stjórn Fjórðungssambands
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. mars 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11. til 18. mars 2013.

Fjórir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Fjórir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Í liðinni viku hafði lögreglan afskipti af einum ökumanni sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Það var um miðjan dag sunnudaginn 17. mars á Ísafirði.

Fjórir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Einn þeirra var að aka í Vestfjarðagöngum, annar í Óshlíðargöngum og hinir tveir í Ísafjarðardjúpi.

Einn ökumaður var kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum einum á Ísafirði. Sekt við slíku broti nemur krónum 15.000.- Það er því dýrt að stöðva ekki við aðstæður sem þessar.

Um miðjan dag þann 15. mars sl. var tilkynnt um vinnuslys á Bíldudal. Starfsmaður meiddist við vinnu en þó ekki lífshættulega. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Patreksfirði.

Gaskút af útigrilli sem stóð við íbúðarhús á Eyrinni
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. mars 2013

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa laugardaginn 16 mars.

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður haldinn næstkomandi laugardag 16. mars.
Árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður haldinn næstkomandi laugardag 16. mars.
1 af 2
Árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður haldinn næstkomandi laugardag 16. mars í sal Lionsklúbbsins Lundar í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi. Húsið opnar klukkan 19:00.

Veislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir. Skemmtispjall flytur Guðmundur Steingrímsson. Hljómsveitin Blek og byttur heldur að vanda uppi stuði og stemningu fram eftir nóttu.

 Matseðillinn er glæsilegur að vanda enn hann hljóðar svo: Forréttir: taðreyktur lax með piparrótarsósu, heimagrafinn lax með gamaldags sinnepssósu, ferskt íslenskt rækjusalat með sherrýsósu, ítölsk brauð með hvítlauk og ólífum.


Aðalréttur: villikryddað ofnsteikt lambalæri, hvítlaukssteiktar kalkúnabringur
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. mars 2013

Opið í Árneshrepp.

Frá snjómokstri við Hrafnshamar.
Frá snjómokstri við Hrafnshamar.
Vegagerðin  á Hólmavík er nú að opna norður í Árneshrepp. Byrjað var í gær að moka. Þetta var talsverður snjór eða skaflar á leiðinni. Nú er orðið opið en eftir er að moka ruðningum útaf. Ófært er búið að vera norður síðan í síðasta hreti sem var fjórða til áttunda mars. Ekki er spáð úrkomu miklu veðri framundan,en samt einhverri snjókomu eða éljum. Þannig
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. mars 2013

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 4. til 11. mars 2013.

Lögreglan hvetur ökumenn að gæta hófs hvað hraða varðar.
Lögreglan hvetur ökumenn að gæta hófs hvað hraða varðar.
Einn ökumaður var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku. Þetta var á Ísafirði aðfaranótt 11. mars. Aðili þessi hefur áður komið við sögu vegna fíkniefnaneyslu.

Í liðinni viku voru tveir ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Þetta var annars vegar á Hnífsdalsvegi og hins vegar í Ísafjarðardjúpi.

Lögreglu- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu mann nokkurn við að komast á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Hann hafði dottið í göngu í Höfðadal, skammt frá Patreksfirði. Þetta var um miðjan dag þann 10. mars. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en þurfti þó að fá aðstoð læknis.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. mars 2013

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Orkubúið á Hólmavík.
Orkubúið á Hólmavík.
Rafmagn fór alveg af Árneshreppi í gærkvöldi,en rafmagn var á í Bæ og Finnbogastaðaskóla í morgun,en sumstaðar var rafmagn farið af strax um nónleitið í gær eftir miklar rafmagnstruflanir. Rafmagn komst á norðurlínuna til Norðurfjarðar um níu leitið í morgun og á Gjögurlínuna rétt fyrir og um hálfellefu. Nú er aðeins efir að hleypa á Krossneslínuna. Ísing og sjávarselta var á línum,en þegar hlýnaði lagaðist það.Þannig að
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. mars 2013

Forsala á árshátíð Félags Árneshreppsbúa á laugardaginn.

Frá Gjögri. Forsala miða á laugardaginn 9 mars.
Frá Gjögri. Forsala miða á laugardaginn 9 mars.
Forsala miða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram  í sal Leonsklúbbsins Lundar í Auðbrekku 25 -27 í Kópavogi laugardaginn 9. mars á milli 14 og 16. Árshátíðin fer síðan fram á sama stað laugardaginn 16. mars.
Miðaverð í mat og dansleik er krónur 8.000.
Veislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir.
Skemmtispjall flytur Guðmundur Steingrímsson.
Hljómsveitin Blek og byttur heldur að vanda uppi stuði og stemningu fram eftir nóttu.Nánar verður tilkynnt
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Gengið upp Sýrárdal.
Vefumsjón