Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. febrúar 2013

Ný fréttasíða á Ströndum.

Hólmavík. Mats Wibe Lund.
Hólmavík. Mats Wibe Lund.
Nú nýlega var opnuð ný fréttasíða á Hólmavík sem heitir Strandamenn. Systkinin Ingibjörg og Hafþór Benediksbörn sem standa að fréttasíðunni hafa lengi gengið með þá hugmynd að stofna fréttasíðu og slógu til fyrir nokkru. Hafþór Benediksson er margmiðlunarfræðingur og sér um öll tæknimál fréttasíðunnar ásamt því að hafa búið hana til. Ingibjörg Benediksdóttir er húsmóðir á Hólmavík og sér einnig um að skrifa fréttir á síðuna. Ljósmyndari þeirra á Strandamenn.is er ekki af verri endanum,engin annar en Jón Halldórsson frá Hrófbergi,en hann gerir líka út sínar frægu og vinsælu myndasíður  http://holmavik.123.is/ og  http://nonni.123.is/. Á fréttasíðunni eru sér tenglar á byggðarlögin í sýslunni, Hólmavík sér Bjarnarfjörður sér og Drangsnes sér
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. febrúar 2013

Umsóknarfrestur til Menningarráðs er að renna út.

Umsóknarfrestur um styrki er til og með 22. febrúar 2013.
Umsóknarfrestur um styrki er til og með 22. febrúar 2013.
Menningarráð Vestfjarða minnir á að umsóknarfrestur til ráðsins rennur út á föstudaginn kemur, 22. febrúar. Hægt er að skila inn umsóknum sem viðhengi í tölvupósti eða í gegnum vefsíðuna www.vestfirskmenning.is til miðnættis þann dag. Á vefsíðu ráðsins má einnig nálgast umsóknareyðublöð og allar leiðbeiningar. Hægt er að sækja um styrki í tveimur flokkum, bæði til afmarkaðra menningarverkefna og líka stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana í fjórðungnum. Starfsemi Menningarráðsins byggist á samningi milli ríkisins og sveitarfélaga á Vestfjörðum og er tilgangur styrkjanna að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Umsóknir og verkefni hverju sinni eru borin saman á samkeppnisgrundvelli. 
STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR  
Menningarráð Vestfjarða auglýsir nú í annað skipti eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki. Umsækjendur þurfa að skila ítarlegum upplýsingum um starfsemi sína. Ákveðið hefur verið að við úthlutun stofn- og rekstrarstyrkja 2013 verði horft sérstaklega til umsækjenda sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:   
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. febrúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11. til 18. febrúar 2013.

Nokkur erill var í liðinni viku hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Nokkur erill var í liðinni viku hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
Þann 12. febrúar var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í einbýlishús sem stendur við Fitjateig í Hnífsdal. Um er að ræða sumardvalarstað. Lögreglan hvetur alla þá sem telja sig búa yfir upplýsingum um verknaðinn að hafa samband í síma 450 3730. Þann 13. febrúar handtók lögreglan karlmann á Ísafjarðarflugvelli. Sá var grunaður um að hafa ætlað að taka á móti fíkniefnasendingu sem senda átti með áætlunarflugi frá Reykjavík. Í ljós kom að í sendingunni, sem var stöðvuð, voru alls 19 grömm af kannabisefnum. Maðurinn var yfirheyrður og sleppt að henni lokinni. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Við rannsókn þessa máls naut lögreglan aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og einnig tollgæslunnar í Reykjavík, sem lagði til fíkniefnaleitarhund.
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. febrúar 2013

Spurningakeppni átthagafélaganna 2013.

Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu spurningakeppni átthagafélaga árið 1998. F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason, Ragnheiður Elín Bjarnadóttir, keppnisstjóri og Kristján Bersi Ólafsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu spurningakeppni átthagafélaga árið 1998. F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason, Ragnheiður Elín Bjarnadóttir, keppnisstjóri og Kristján Bersi Ólafsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Þá er komið að því!  Spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus) hefst 28. febrúar. 

Sextán liða úrslit fara fram 28. febrúar og 7. mars.  Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl.   Eftir úrslitin munum við ljúka keppninni með heilmiklu húllumhæi og dansi fram á nótt.

Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00.  Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos.

Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. febrúar 2013

GóGó píurnar Strandamenn ársins 2012.

GóGó píurnar Strandamenn ársins 2012.
GóGó píurnar Strandamenn ársins 2012.
Unglingahljómsveitin Gógó píurnar voru efst í kjörinu um Strandamann ársins 2012. Hljómsveitin er skipuð þeim Brynju Karen Daníelsdóttur, Gunnu Arndísi Halldórsdóttur, Margréti Veru Mánadóttur, Söru Jóhannsdóttur og Fannari Frey Snorrasyni. Mjög góð þátttaka var í kjörinu. Aðrir sem kepptu til úrslita í annarri umferð kosningarinnar voru Björn Kristjánsson á Drangnesi (Borkó), Ester Sigfúsdóttir á Kirkjubóli og Viðar Guðmundsson í Miðhúsum. Þau fengu öll tilnefningar sínar fyrir framlag til menningar og mannlífs
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. febrúar 2013

Tónleikaröðin Mölin heldur áfram.

Hljómsveitin Ylja.
Hljómsveitin Ylja.
Tónleikaröðin Mölin heldur áfram göngu sinni næstkomandi laugardagskvöld þegar hljómsveitin Ylja kemur fram á tónleikum á Malarkaffi á Drangsnesi. Hljómsveitin Ylja kom sem stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf á síðasta ári og vakti mikla athygli fyrir grípandi,fjölbreyttar og spennandi lagasmíðar og frábæran flutning. Lag þeirra Út klifraði hátt á Vinsældalista Rásar 2 og sveitin átti eftirminnilega innkomu í áramótaþætti Hljómskálans en auk þess er Ylja tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin.
Sveitina skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir, sem báðar leika á gítar og syngja og Smári Tarfur Jósepsson sem spilar á slidegítar. Smári,eða Tarfurinn eins og hann gjarnan er kallaður,gerði garðinn frægan sem gítarleikari sveitarinnar Quarashi er frægðarsól þeirrar sveitar skein sem skærast en hann hefur auk þess vakið athygli fyrir gítarleik sinn með sveitunum Hot Damn! og Lights On The Highway. Í Ylju kveður þó við allt annan tón hjá Smára. Í félagi við stelpurnar hefur hann skapað einstakan hljóm sem sker sig töluvert úr litríkri flóru íslensks tónlistarlífs. Hnitmiðaður gítarleikur stelpnanna í bland við seiðandi raddanir,ásamt ótrúlegum slidegítarleik Tarfsins gerir tónlist Ylju að einstakri upplifun.

Frumburður sveitarinnar
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. febrúar 2013

Tuttugu dagar í stað 50.

Sörli ÍS 66 hefur stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði undanfarin vor.
Sörli ÍS 66 hefur stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði undanfarin vor.
Samkvæmt reglugerð um hrognkelsaveiðar 2013 hefst vertíðin 20. mars, en við ákvörðun um þá dagsetningu var tekið tillit til óska Landssambands smábátaeiganda. Meðal breytinga frá síðustu vertíð sem reglugerðin boðar er að fjöldi veiðidaga verður 20 og hámarksfjöldi neta tekur ekki lengur mið af fjölda í áhöfn, heldur verður hverjum bát heimilt að hafa að hámarki 200 net i sjó. Í fréttatilkynningu frá Atvinnuvega og Nýsköpunarráðuneytinu,kemur fram að endanleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar um fjölda veiðidaga og magn verði birt á upphafsdegi grásleppuvertíðarinnar og því getur talan breyst.Hér er um gríðarlegar
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. febrúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4. til 11. febrúar 2013.

Lögreglan vill minna ökumenn á að stilla ökuhraða í hóf, tala ekki í farsíma án handfrjáls búnaðar og hafa öryggisbelti ávalt spennt.
Lögreglan vill minna ökumenn á að stilla ökuhraða í hóf, tala ekki í farsíma án handfrjáls búnaðar og hafa öryggisbelti ávalt spennt.
Tveir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Var þetta annars vegar á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði og hins vegar á Aðalgötu í Súðavík.Tvær tilkynningar bárust lögreglunni á Vestfjörðum er varðar eignaspjöll sem unnin voru á jafnmörgum bifreiðum. Önnur þeirra stóð mannlaus við Traðarland í Bolungarvík þann 8. febrúar sl. Atvikið gæti hafa gerst aðfaranótt 9. s.m. Svo virðist sem grjóti hafi verið kastað í bifreiðina,sem er svört Mazda. Í hinu tilvikinu var um að ræða ljósgráa Chryslerbifreið sem stóð mannlaus á bryggjunni skammt frá Pollgötu á Ísafirði milli kl.02:00 og 03:00 aðfaranótt 10. febrúar sl. En svo virðist sem einhver hafi beyglað bifreiðina á tveimur stöðum. Þeir sem hafa einhverja vitneskju um þessi eignaspjöll eru hvattir til að hafa samband við lögregluna í síma 450 3730. Að morgni 4. febrúar fékk fiskibátur á sig brotsjó í mynni Ísafjarðardjúps. Rúður brotnuðu í stýrishúsi og siglingatæki hættu að virka. Þrír voru í áhöfn bátsins en þá sakaði ekki. Skipstjóra tókst að stýra bátnum heilu og höldnu til hafnar í Bolungarvík. Þann 7. febrúar varð vinnuslys í verksmiðju á Bíldudal er starfsmaður klemmdist á hendi í vél. Meiðsli urðu ekki eins mikil og talið var í fyrstu.Tilkynnt var um fjögur umferðaróhöpp
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. febrúar 2013

Siglingar hefjast á ný frá Norðurfirði á Strandir.

Það verður fallegt að taka stefnuna út frá Norðurfirði á vit ævintýranna norður á Strandir í sumar.
Það verður fallegt að taka stefnuna út frá Norðurfirði á vit ævintýranna norður á Strandir í sumar.
1 af 2
Ferðaþjónustan Urðartindur í Norðurfirði er nú að hefja sitt fjórða starfsár. Árið 2010 voru byggð tvö smáhýsi sem notið hafa mikilla vinsælda. Í fyrrasumar var hlöðunni í Norðurfirði breytt þannig að á neðri hæðinni er góð inniaðstaða fyrir tjaldgesti og aðra ferðamenn með snyrtingu og á efri hæðinni eru fjögur herbergi með baði. Gengið er inn í herbergin af svölum með útsýni yfir Norðurfjörð í átt að Reykjarneshyrnu. Um síðustu mánaðamót keypti Ferðaþjónustan Urðartindur farþegabát sem ætlaður er til siglinga með ferðamenn á Hornstrandir auk þess sem stefnt er að því að bjóða upp á sögutengdar útsýninnsiglingar um nágrenni Norðurfjarðar. Þar er af nægu að taka þar sem saga svæðisins er einstök. Má þar nefna galdra og galdrabrennur, sögur af tröllum, landnámsmönnum, útilegumönnum auk annarra þjóðsagna.Á dögunum
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. febrúar 2013

Hafísinn út í hafsauga.

Hafísröndin sást mjög greinilega á Modis mynd.
Hafísröndin sást mjög greinilega á Modis mynd.
1 af 2
Þann 5. febrúar var léttskýjað á Grænlandssundi og náðust mjög góðar tunglmyndir af MODIS tunglinu. Hafísröndin sást mjög greinilega og er fjær landi en talið var daginn áður. Hitaskil í sjónum sjást einnig mjög greinilega og má gera ráð fyrir því að eitthvað af íshröngli eða nýmyndun sé á milli hafísjaðarsins og kuldaskilanna. Gert er ráð fyrri suðlægum áttum næstu daga. Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands. Síðast sást borgarís frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík í endaðan desember 2010 ,og hlaut sá jaki nafnið Jóli og varð allumtalaður í fjölmiðlum. Sjá
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Við Fell 15-03-2005.
  • Drangavík 18-04-2008.
  • Vatn sótt.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
Vefumsjón