Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. mars 2013

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Orkubúið á Hólmavík.
Orkubúið á Hólmavík.
Rafmagn fór alveg af Árneshreppi í gærkvöldi,en rafmagn var á í Bæ og Finnbogastaðaskóla í morgun,en sumstaðar var rafmagn farið af strax um nónleitið í gær eftir miklar rafmagnstruflanir. Rafmagn komst á norðurlínuna til Norðurfjarðar um níu leitið í morgun og á Gjögurlínuna rétt fyrir og um hálfellefu. Nú er aðeins efir að hleypa á Krossneslínuna. Ísing og sjávarselta var á línum,en þegar hlýnaði lagaðist það.Þannig að
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. mars 2013

Forsala á árshátíð Félags Árneshreppsbúa á laugardaginn.

Frá Gjögri. Forsala miða á laugardaginn 9 mars.
Frá Gjögri. Forsala miða á laugardaginn 9 mars.
Forsala miða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram  í sal Leonsklúbbsins Lundar í Auðbrekku 25 -27 í Kópavogi laugardaginn 9. mars á milli 14 og 16. Árshátíðin fer síðan fram á sama stað laugardaginn 16. mars.
Miðaverð í mat og dansleik er krónur 8.000.
Veislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir.
Skemmtispjall flytur Guðmundur Steingrímsson.
Hljómsveitin Blek og byttur heldur að vanda uppi stuði og stemningu fram eftir nóttu.Nánar verður tilkynnt
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. mars 2013

Rafmagnstruflanir og rafmagnslaust.

Nú verður að keyra ljósavél.
Nú verður að keyra ljósavél.
Miklar rafmagnstruflanir hafa verið frá því í gærkvöldi og í nótt og dag í Árneshreppi. Rafmagn er nú farið af frá  Bæ og út á Gjögur og Kjörvog. Rafmagn tollir inni eins og er norður á Norðurfjörð eftir að Krossnes var aftengt frá norðurlínunni. Seltu á línum er kennt um,ekki lítur út fyrir að rafmagn komist á í kvöld. Veðurhæð er gífurlega slæm þetta Norðaustan 23
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. mars 2013

Rafmagn komið á Krossnes.

Rafmagn komið á Krossnes.
Rafmagn komið á Krossnes.
Heimamenn fóru að athuga með línuna frá Norðurfirði sem liggur að Krossnesi og gátu komið rafmagni á rétt fyrir þrjú í dag. En rafmagnslaust er búið að vera á Krossnesi síðan fyrir hádegi í gær. Öryggi sem er í staur á línunni að Krossnesi hafði slegið út,þegar það var sett inn slóg öllu út um leið og það var gert,þá var farið að þrífa línuna sem er úr staur og í spennir og það dugði,þannig að þetta var sjáfarseltu og ísingu um að kenna. Þórólfur Guðfinnsson og Guðlaugur Ágústsson sem unnu verkið eiga þakkir skildar fyrir,
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. mars 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25.feb til 3 mars 2013.

Tveir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Tveir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Snemma morguns þann 3. mars,eða rúmlega kl.07:00,barst lögreglunni tilkynning um að maður væri að valda skemmdum á bifreiðum sem stóðu á bifreiðastæði við sjúkrahúsið á Ísafirði. Í framhaldi útkallsins handtók lögreglan ungan karlmann sem hafði verið á hlaupum í bænum,berfættur og ölvaður. Maðurinn var færður í fangaklefa þar sem hann var látinn sofa úr sér vímuna. Lýsing á manninum sem olli skemmdunum passaði við umræddan mann. Hann var yfirheyrður þegar af honum rann víman og viðurkenndi hann að hafa valdið skemmdum á nokkrum bifreiðum sem stóðu mannlausar við sjúkrahúsið.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í vikunni. Eitt þeirra varð þegar bifreið lenti út af veginum við Arnarnes þann 26. febrúar. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist. Þá var bifreið ekið utan í kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði á Ísafirði þann 28. febrúar og loks rann bifreið út af veginum í Ísafjarðardjúpi án þess að meiðsl urðu á fólki og tjón var óverulegt. Þetta var að kveldi 3. mars sl.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. mars 2013

Rafmagnslaust á Krossnesi.

Rafmagnslaust er á Krossnesi.
Rafmagnslaust er á Krossnesi.
Rafmagn fór af bænum Krossnesi hér í Árneshreppi um hálf ellefu í morgun. Línan er sennilega slitin einhversstaðar frá Norðurfirði og að Krossnesi,einnig er þá Fell úti,en þar er ekki búið á vetrum. Óvíst er hvenær hægt verður að gera við,sennilega ekki í dag meðan veður er svona slæmt,en hægari vindur á að vera á morgun um tíma og jafnvel minni úrkoma. Ekki er kalt þar í húsum því þar er hitaveita,eini bærinn hér í Árneshreppi með hitaveitu. Annars er þar móttöku og sendistöðin fyrir sjónvarp RÚV, fyrir Trékyllisvík Mela og Ávíkina. Þar er ljósvél til að keyra inn á stöðina og til ljósa. Þannig að hreppsbúar sem nota sjónvarpssendinguna þaðan
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. mars 2013

Óveður næstu daga.

Lítið skyggni er í þessu veðri.
Lítið skyggni er í þessu veðri.
Norðan veðrið skall á hér á Ströndum í gærkvöldi fyrir alvöru,með Norðanátt fyrst og síðan Norðnorðaustan 20 til 30 m/s, og lítur út fyrir mjög slæmt veður mikið til út vikuna,með nokkru frosti og ofankomu og miklum sjógangi. Ekki lítur út fyrir flug á Gjögur næstu daga.Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra frá Veðurstofu Íslands í dag: Norðaustan 15-23 m/s, hvassast á annesjum. Snjókoma, en él í kvöld. Heldur hægari á morgun. Frost 3 til 10 stig. Veðurspá
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. mars 2013

Rafmagn fór af í um klukkutíma.

Aðalstöðvar Orkubúsins á Hólmavík.
Aðalstöðvar Orkubúsins á Hólmavík.
Rafmagn er farið að fara af áður en hið eiginlega óveður gengur upp. Rafmagn fór af Árneshreppi rétt um níu leitið í morgun og kom á aftur um tíu leitið,þannig að rafmagnslaust var í um klukkutíma. Samkvæmt starfsmönnum hjá Orkubúinu á Hólmavík  fór Hólmavíkurlína 2 út,en hún kemur niður af Tröllatunguheiði,nú eru starfsmenn Orkubúsins að gera við línuna. Keyrt er núna með varafli það er með disel vél og frá Þverárvirkjun.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. mars 2013

Björgunarsveitin Strandasól fær veglegan styrk.

Arnór Magnússon umdæmisstjóri Isavia á Vestfjörðum og stjórn Björgunarsveitarinnar Strandasólar handsala gjöfina.
Arnór Magnússon umdæmisstjóri Isavia á Vestfjörðum og stjórn Björgunarsveitarinnar Strandasólar handsala gjöfina.
Björgunarsveitinni Strandasól í Árneshreppi var boðið til móttöku á Gjögurflugvelli í gær þar sem formleg afhending fór fram á styrknum sem sveitin fékk úr styrktarsjóði Isavia. Strandasól fékk einn hæsta styrkinn úr sjóðnum, 1.400.000 og verður hann notaður til byggingar nýs húsnæðis fyrir sveitina. Sveitin þakkaði fyrir sig og sýndi teikningar af nýja húsinu.

Styrktarsjóður Isavia var stofnaður árið 2011 með það fyrir augum að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar gegna lykilhlutverki í flugslysaáætlunum og hópslysaviðbúnaði landsins og allra hagur að björgunarsveitir séu sem best búnar.

Sérstök áhersla er lögð á að styrkja sveitir nærri áætlunarflugvöllum Isavia til kaupa á tækjum og búnaði eða til þess að efla menntun og þjálfun björgunarsveitarmanna.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. mars 2013

Veðrið í Febrúar 2013.

Hitinn fór tvívegis í 9,6 stig í febrúar,það telst mikill hiti á þessum árstíma á Ströndum.
Hitinn fór tvívegis í 9,6 stig í febrúar,það telst mikill hiti á þessum árstíma á Ströndum.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum sem stóðu fram til 12.enn úrkomulitlu veðri. Þann 13. gekk í ákveðna Norðaustanátt,einnig með úrkomulitlu veðri sem stóð fram til 17. þessa mánaðar. Eftir það gerði suðlægar vindáttir með hægviðri og hlýju veðri,enn hvassari eftir 22,og allhvasst eða hvassviðri af SV þann 27. Mánuðurinn endaði síðan með hægri austlægri og síðan suðaustlægri vindátt. Snjó tók mikið upp í þessum hlýundum og varð auð jörð á láglendi. Mánuðurinn telst mjög hlýr í heild. Úrkoman var ekki mikil þótt þurrir dagar væru ekki nema 5. í mánuðinum,úrkoma var oft enn aldrei mikil á degi hverjum.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
Vefumsjón