Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25. mars 2013.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Miðvikudaginn 19. hafnaði bifreið út fyrir veg í Tungudal í Skutulsfirði,ekki skemmdir á ökutæki eða slys. Ástæða óhappsins var mjög lélegt skyggni. Þann sama dag varð minniháttar óhapp við grunnskólann á Hólmavik.
Fimmtudaginn 20. varð minniháttar óhapp á Patreksfirði,ekki slys á fólki.
Föstudaginn 21. var tilkynnt um dráttarbíl með tengivagn sem lokaði veginum um Þröskulda. Björgunarsveitarmenn á Hólmavík unnu að því að aðstoða við að koma bílnum upp á veginn. Vegurinn var lokaður í nokkurn tíma.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur á Ísafirði.
Meira