Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. mars 2013
Prenta
Árshátíð Félags Árneshreppsbúa laugardaginn 16 mars.
Árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður haldinn næstkomandi laugardag 16. mars í sal Lionsklúbbsins Lundar í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi. Húsið opnar klukkan 19:00.
Veislustjóri verður Helga Björk Pálsdóttir. Skemmtispjall flytur Guðmundur Steingrímsson. Hljómsveitin Blek og byttur heldur að vanda uppi stuði og stemningu fram eftir nóttu.
Matseðillinn er glæsilegur að vanda enn hann hljóðar svo: Forréttir: taðreyktur lax með piparrótarsósu, heimagrafinn lax með gamaldags sinnepssósu, ferskt íslenskt rækjusalat með sherrýsósu, ítölsk brauð með hvítlauk og ólífum.
Aðalréttur: villikryddað ofnsteikt lambalæri, hvítlaukssteiktar kalkúnabringur
Meðlæti: ferskt salat með bláberjum og fetaosti, sherrysteikt grænmeti, steiktar kartöflur, viðeigandi heitar sósur.
Eftir mat verður boðið upp á kaffi og konfekt.