Metafla landað í Norðurfirði 2012.
Samkvæmt Fiskistofu,vekur eftirtekt umtalsverð aukning í lönduðum afla á flestum höfnum á Vestfjörðum. Til að mynda jókst landaður afli á Bíldudal úr 438 tonnum í 716 tonn og á Flateyri úr 647 tonnum í 1.797 tonn milli áranna 2010 og 2012. Mest hlutfallsleg aukning varð hins vegar í Norðurfirði á Ströndum þar sem landaður afli jókst úr 106 tonnum 2010 í 457 tonn 2012. Þessa aukningu má þakka strandveiðum en flestar hafnir á Vestfjörðum tilheyra svæði A í strandveiðikerfinu þar sem flestir bátar voru um hituna og mestum afla var úthlutað. Fyrir Vestfirði alla var aukning á lönduðu magni botnfisks um 15% á milli áranna 2010 og 2012 og var það mesta aukningin ef horft er til landsvæða. Á Suðurlandi sem telur aðeins tvær löndunarhafnir, Vestmannaeyjar og Þorlákshöfn var aukningin 12%, á Norðurlandi eystra sem nær frá Siglufirði austur til Bakkafjarðar var aukningin 11% og á Austurlandi um 10%. Samdráttur er á öðrum svæðum. Mestur var samdrátturinn
Meira
Meira