Rafmagnið hækkar enn.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkudreifingu var hækkuð um 4% nú um áramótin, tengigjöld rafmagns voru einnig hækkuð um 4%. Hækkunin er tilkomin vegna almennra verðlagshækkana á árinu 2012.
Meira
Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur. Árið 2011 var verðskrá OV fyrir dreifing raforku í þéttbýli um 4% undir settum tekjumörkum (þ.e. mátti vera 4% hærri til tekjumörkum væri náð) og um 9% undir settum tekjumörkum í dreifbýli. Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.
Iðnaðarráðuneytið hefur auglýst niðurgreiðslur á orku til hitunar íbúðarhúsnæðis sem taka gildi nú um áramótin. Niðurgreiðslur til rafhitunar á veitusvæði Orkubús Vestfjarða hækka úr 4,32 kr/kWst í 4,99 kr/kWst í dreifbýli og úr 2,87 kr/kWst í 3,30 kr/kWst í þéttbýli. Nú um áramót hækkarMeira