Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. febrúar 2013

Tuttugu dagar í stað 50.

Sörli ÍS 66 hefur stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði undanfarin vor.
Sörli ÍS 66 hefur stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði undanfarin vor.
Samkvæmt reglugerð um hrognkelsaveiðar 2013 hefst vertíðin 20. mars, en við ákvörðun um þá dagsetningu var tekið tillit til óska Landssambands smábátaeiganda. Meðal breytinga frá síðustu vertíð sem reglugerðin boðar er að fjöldi veiðidaga verður 20 og hámarksfjöldi neta tekur ekki lengur mið af fjölda í áhöfn, heldur verður hverjum bát heimilt að hafa að hámarki 200 net i sjó. Í fréttatilkynningu frá Atvinnuvega og Nýsköpunarráðuneytinu,kemur fram að endanleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar um fjölda veiðidaga og magn verði birt á upphafsdegi grásleppuvertíðarinnar og því getur talan breyst.Hér er um gríðarlegar
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. febrúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4. til 11. febrúar 2013.

Lögreglan vill minna ökumenn á að stilla ökuhraða í hóf, tala ekki í farsíma án handfrjáls búnaðar og hafa öryggisbelti ávalt spennt.
Lögreglan vill minna ökumenn á að stilla ökuhraða í hóf, tala ekki í farsíma án handfrjáls búnaðar og hafa öryggisbelti ávalt spennt.
Tveir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Var þetta annars vegar á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði og hins vegar á Aðalgötu í Súðavík.Tvær tilkynningar bárust lögreglunni á Vestfjörðum er varðar eignaspjöll sem unnin voru á jafnmörgum bifreiðum. Önnur þeirra stóð mannlaus við Traðarland í Bolungarvík þann 8. febrúar sl. Atvikið gæti hafa gerst aðfaranótt 9. s.m. Svo virðist sem grjóti hafi verið kastað í bifreiðina,sem er svört Mazda. Í hinu tilvikinu var um að ræða ljósgráa Chryslerbifreið sem stóð mannlaus á bryggjunni skammt frá Pollgötu á Ísafirði milli kl.02:00 og 03:00 aðfaranótt 10. febrúar sl. En svo virðist sem einhver hafi beyglað bifreiðina á tveimur stöðum. Þeir sem hafa einhverja vitneskju um þessi eignaspjöll eru hvattir til að hafa samband við lögregluna í síma 450 3730. Að morgni 4. febrúar fékk fiskibátur á sig brotsjó í mynni Ísafjarðardjúps. Rúður brotnuðu í stýrishúsi og siglingatæki hættu að virka. Þrír voru í áhöfn bátsins en þá sakaði ekki. Skipstjóra tókst að stýra bátnum heilu og höldnu til hafnar í Bolungarvík. Þann 7. febrúar varð vinnuslys í verksmiðju á Bíldudal er starfsmaður klemmdist á hendi í vél. Meiðsli urðu ekki eins mikil og talið var í fyrstu.Tilkynnt var um fjögur umferðaróhöpp
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. febrúar 2013

Siglingar hefjast á ný frá Norðurfirði á Strandir.

Það verður fallegt að taka stefnuna út frá Norðurfirði á vit ævintýranna norður á Strandir í sumar.
Það verður fallegt að taka stefnuna út frá Norðurfirði á vit ævintýranna norður á Strandir í sumar.
1 af 2
Ferðaþjónustan Urðartindur í Norðurfirði er nú að hefja sitt fjórða starfsár. Árið 2010 voru byggð tvö smáhýsi sem notið hafa mikilla vinsælda. Í fyrrasumar var hlöðunni í Norðurfirði breytt þannig að á neðri hæðinni er góð inniaðstaða fyrir tjaldgesti og aðra ferðamenn með snyrtingu og á efri hæðinni eru fjögur herbergi með baði. Gengið er inn í herbergin af svölum með útsýni yfir Norðurfjörð í átt að Reykjarneshyrnu. Um síðustu mánaðamót keypti Ferðaþjónustan Urðartindur farþegabát sem ætlaður er til siglinga með ferðamenn á Hornstrandir auk þess sem stefnt er að því að bjóða upp á sögutengdar útsýninnsiglingar um nágrenni Norðurfjarðar. Þar er af nægu að taka þar sem saga svæðisins er einstök. Má þar nefna galdra og galdrabrennur, sögur af tröllum, landnámsmönnum, útilegumönnum auk annarra þjóðsagna.Á dögunum
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. febrúar 2013

Hafísinn út í hafsauga.

Hafísröndin sást mjög greinilega á Modis mynd.
Hafísröndin sást mjög greinilega á Modis mynd.
1 af 2
Þann 5. febrúar var léttskýjað á Grænlandssundi og náðust mjög góðar tunglmyndir af MODIS tunglinu. Hafísröndin sást mjög greinilega og er fjær landi en talið var daginn áður. Hitaskil í sjónum sjást einnig mjög greinilega og má gera ráð fyrir því að eitthvað af íshröngli eða nýmyndun sé á milli hafísjaðarsins og kuldaskilanna. Gert er ráð fyrri suðlægum áttum næstu daga. Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands. Síðast sást borgarís frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík í endaðan desember 2010 ,og hlaut sá jaki nafnið Jóli og varð allumtalaður í fjölmiðlum. Sjá
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. febrúar 2013

Hólmavík skilin eftir.

Hólmavík.
Hólmavík.
Framkvæmdastjórn HVE hefur samþykkt ályktun í tengslum við áform Símans um eflingu Ljósnets á landsbyggðinni. Ályktunin hefur verið send stjórnendum Símans og er svohljóðandi: 
Framkvæmdastjórn HVE fagnar umbótum Símans h.f. á fjarskiptakerfi sínu á þessu ári með átaki í ljósnetstengingu á landsbyggðinni. Að átaki þessu loknu njóta sjö af átta starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands ljósnetstengingar sem er gríðarlegt hagsmunaatriði fyrir stofnun í heilbrigðisþjónustu þar sem vaxandi samskipti fara fram með rafrænum hætt, bæði í læknisfræðilegum og rekstrarlegum tilgangi. Aðeins Hólmavík
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. febrúar 2013

Sjö börn í Finnbogastaðaskóla.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Þegar skólaárið byrjaði í haust voru sex nemendur við Finnbogastaðaskóla,en í janúar síðastliðnum bættist einn nemandi við sem kom frá Akranesi. Öll börnin geta gengið í skólann nema þessi nýji nemandi sem er lengra frá og þarf að keyra hann í skólann,hinir nemendurnir sex eiga öll heima í Trékyllisvíkinni rétt hjá skólanum. Í Finnbogastaðaskóla eru fjórir starfsmenn,skólastjóri og kennari sem eru í fullu starfi og svo einn stundakennari og matráðskona. Enn
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. febrúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28. janúar til 4. febrúar 2013.

Bíll valt norðan við Hólmavík í morgun.
Bíll valt norðan við Hólmavík í morgun.
Nokkuð var um annir hjá lögreglunni í byrjun vikunnar vegna ófærðar á Steingrímsfjarðarheiði og nágrenni. Björgunarsveitir komu þar til aðstoðar. Tilkynnt var um eitt umferðaróhapp í liðinni viku. En þá valt bifreið út af Hnífsdalsvegi. Engin slys urðu á vegfarendum en töluvert tjón var á bifreiðinn. Þá var nú í morgun tilkynnt um aðra bílveltu,skammt norðan við Hólmavík. Engin slys urðu á fólki þar heldur en bifreiðin, sem mun hafa oltið tvær veltur,og er töluvert skemmd. Aðfaranótt sunnudagsins var karlmaður handtekinn fyrir utan veitingahús á Ísafirði. Hann hafði átt í útistöðum við gesti sem þar voru og beitt hafnarboltakylfu. Maður þessi var ölvaður og æstur. Hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og var færður í fangaklefa. Þá mun hann hafa haft í líflátshótunum við nærstadda og lögreglu. Hann gisti fangageymslu og er af honum var runnin víman var hann yfirheyrður. Honum var sleppt lausum seinni partinn í gær. Mál mannsins er litið alvarlegum augum bæði vegna hótananna og eins þar sem hann er grunaður um að hafa beitt áður greindu áhaldi.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. febrúar 2013

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2013.

Hjallskerin við Ávíkina,séð að Felli og Veturmýrarnes.Allmikill sjór.25-01-2013.
Hjallskerin við Ávíkina,séð að Felli og Veturmýrarnes.Allmikill sjór.25-01-2013.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðar var N og NA áttir með éljum eða snjókomu og slyddu. Eftir það voru suðlægar vindáttir oftast hægar nema þann 4. og fram á morgun þann 5.þá var SV rok með góðum hita og leysingum,og áframhaldandi voru suðlægar eða breytilegar vindáttir oftast með hita yfir frostmarki fram til 12. Síðan var NA í tvo daga með snjókomu eða éljum. En frá 15 voru suðlægar vindáttir aftur með oftast hægum vindum og smá vætu,enn síðan þurru veðri frá 18 og fram til 23,smá væta efir það. Þann 26. gekk í Norðaustan hvassviðri og storm með miklum stormkviðum,frekar úrkomulítið varð í þessu veðri hér á Ströndum yfirleitt. Það veður gekk alveg niður þann 30 og var ágætisveður síðasta dag mánaðar.

Nokkra spilliblota gerði í mánuðinum,það er skyndileg hláka og frystir síðan aftur við jörð,og eykur á hálkuna og svellin aftur,en svelllítið  var orðið um 10 til 12 mánaðar. Þann 13 og 15 gerði snjókomu og slyddu sem fraus,og síðan var dálítill lofthiti og allt hljóp í svell aftur. Vindur náði þann 4.um kvöldið 37 m/s eða yfir 12 gömlum vindstigum. Einnig náði vindur 37 m/s í NA óveðrinu þann 27. Tjón kom í ljós 3 janúar á bátaskýli á Gjögri sem hafði orðið í óveðrinu og hafrótinu í lok desember 2012.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. janúar 2013

Hvítt og Svart.

Séð uppí hlíðina ofan við Bassastaði.Mikill snjór.
Séð uppí hlíðina ofan við Bassastaði.Mikill snjór.
1 af 4
Guðbrandur Sverrisson bóndi á Bassastöðum við Steingrímsfjörð sendi vefnum myndir teknar á hlaðinu á Bassastöðum svona til að sýna tvær hliðar á Steingrímsfirðinum  þá hvítu og þá "dökku". Það er mikill munur á snjóalögum sunnan og norðanverðum Steingrímsfirði,allt í kafi í snjó norðanmegin fjarðarins. Tvær myndanna eru teknar upp í hlíðina ofan við Bassastaði svo er ein mynd tekin út fjörðinn þar sem grillir í snjólitla Tungusveitina og ein yfir í Borgirnar og Fellin á Ósi. Það eru mikil svell á
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. janúar 2013

Eldur í íbúðarhúsi á Hólmavík.

Eldsupptök eru rakin til matseldar.
Eldsupptök eru rakin til matseldar.
Kl.12:12 í dag barst tilkynning frá Neyðarlínunni um að eldur væri laus í tilteknu íbúðarhúsi á Hólmavík. Slökkvilið og lögregla fór þá þegar á vettvang. Eldur logaði í bárujárnsklæddu timburhúsi. Tveir íbúar tilheyra húsinu. Annar þeirra var heima þegar eldsins varð vart en hinn kom aðvífandi. Hvorugan íbúann sakaði. Slökkvistarfi lauk kl.14:12. Húsið er mjög mikið skemmt.
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Sement sett í.06-09-08.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
Vefumsjón