Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. febrúar 2013 Prenta

Hólmavík skilin eftir.

Hólmavík.
Hólmavík.
Framkvæmdastjórn HVE hefur samþykkt ályktun í tengslum við áform Símans um eflingu Ljósnets á landsbyggðinni. Ályktunin hefur verið send stjórnendum Símans og er svohljóðandi: 
Framkvæmdastjórn HVE fagnar umbótum Símans h.f. á fjarskiptakerfi sínu á þessu ári með átaki í ljósnetstengingu á landsbyggðinni. Að átaki þessu loknu njóta sjö af átta starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands ljósnetstengingar sem er gríðarlegt hagsmunaatriði fyrir stofnun í heilbrigðisþjónustu þar sem vaxandi samskipti fara fram með rafrænum hætt, bæði í læknisfræðilegum og rekstrarlegum tilgangi. Aðeins Hólmavík er undanskilin í þessu sambandi og nýtur ekki jafnræðis. Skorað er á Símann að endurskoða áætlanir sínar og gera ráðstafanir til þess að tengja Hólmavík þessu kerfi þegar á þessu ári. Segir í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
Vefumsjón