Eva fær fálkaorðuna.
Meira
Mánuðurinn byrjaði með auslægum eða suðlægum vindáttum,yfirleitt hægum. Níunda til fjórtánda var hægviðri og fallegt veður og oft var heiðskírt eða léttskýjað og vægar froststillur. Þessa daga var mjög hélað og jörð var loðin af hélu. Í tvo daga um miðjan mánuð voru NA með kalda eða allhvössum vindi og með éljum eða snjókomu. Eftir það var hægviðri með litilli úrkomu. Þann 23 snerist í ákveðna Norðausanátt með éljum eða snjókomu aftur. Enn frá 29 og út mánuðinn gerði mikið NA og N áhlaup með snjókomu og náði vindur þá gömlum 12 vindstigum í kviðum. Rafmagnslaust varð þá í Árneshreppi í rúmlega þrjá og hálfan sólarhring.
Mikinn sjógarð gerði í þessu veðri og varð hafrót (allt að eða yfir 14 metra),við ströndina. Sjór náði að flæða í fjárhúskjallara í Litlu-Ávík og einnig flæddi sjór inn í skemmu,spýtukubbar lentu á hlað fyrir framan skemmuna í einni mikilli fyllu (gífurleg alda),það hefur aldrei skeð fyrr.
Skemmdir sem vitað er um: Talsvert tjón á rafmagnslínum hjá Orkubúi Vestfjarða þegar línur slitnuðu. Einnig varð tjón á vegi í svonefndum Árneskrók,vegurinn fór þar í sundur vegna sjógangs. Menn hér í Árneshreppi líkja þessu veðri við svonefnt Flateyrarveður árið 1995 um haustið.