Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. janúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21. til 28. janúar 2013.

Björgunarsveitir frá Reykhólum og Hólmavík komu til aðstoðar vegfarendum sem lentu í vandræðum á Þröskuldum vegna ófærðar og óveðurs.
Björgunarsveitir frá Reykhólum og Hólmavík komu til aðstoðar vegfarendum sem lentu í vandræðum á Þröskuldum vegna ófærðar og óveðurs.
Í liðinni viku var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Eitt þeirra varð í Ísafjarðardjúpi þann 21.þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði hún utan vegar. Ökumaður kenndi til eymsla. Þá meiddist ökumaður á öxl við umferðaróhapp sem varð á Reykhólum þann 24. sl. Að kveldi sama dags missti ungur ökumaður stjórn á bifreið sinni á Skutulsfjarðarbraut,á Ísafirði. Bifreiðin hafnaði á ljósastaur. Engin slys urðu á ökumanninum eða farþegum. Ökumaður reyndist ekki hafa náð bílprófsaldri. Vinnuslys við sorpsöfnun í Funa í Skutulsfirði þann 24. janúar. En þá fauk hurð á starfsmann þar. Hann fótbrotnaði og hlaut minni háttar höfuðáverka. Að kveldi 24. janúar var ökumaður sem leið átti um götur Patreksfjarðar stöðvaður, grunaður um ölvunm við akstur. Sá grunur lögreglu reyndist á rökum reistur. Ökumaðurinn má búast við refsingu og ökuleyfissviptingu fyrir vikið.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. janúar 2013

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugi hefur verið aflýst á Gjögur í dag. NNA hvassviðri er með slyddu og eða snjókomu. Ekki lítur heldur fyrir að hægt verði að fljúga á morgun,það lítur helst út fyrir að ekkert verði flogið fyrr en næstkomandi fimmtudag. Annars er veðurspáin hér frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag. Norðaustanátt, víða 18-23 m/s og slydda eða snjókoma, en él í kvöld. Hiti kringum frostmark. Norðaustan 15-20 á morgun og slydda eða snjókoma síðdegis. Á miðvikudag: Norðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Él, einkum á N- og A-landi. Vægt frost
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. janúar 2013

Möggustaur brotnaði.

Möggustaur var alltaf skreyttur jólaljósum um jól og áramót.
Möggustaur var alltaf skreyttur jólaljósum um jól og áramót.
1 af 2
Mikið hvassviðri hefur verið í nótt með miklum kviðum og enn er stormur. Vindur hefur verið af Austnorðaustri og jafnavindur 23 til 25 m/s með kviðum upp í 37 m/s. Þegar það er þetta mikið austlægur vindur á veðurstöðinni í Litlu-Ávík myndast þessar miklu kviður af Reykjaneshyrnunni. Svonefndur Möggustaur brotnaði í látunum í morgun,það var nú alltaf talið að hann færi helst í Suðvestan stormi en nú fór hann í Austan stormi. Þessi staur sem er rétt tæplega 7.metra langur og er með hnyðju á endanum með lokuðu auga,hefur staðið frá árinu 1992 og hefur alltaf verið skreyttur jólaljósum um jól og áramót. Nú er hans hlutverki lokið
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. janúar 2013

Farþega og vöruflutningar á Gjögur árið 2012.

Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Nú hefur vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöru- og póstflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2012 frá Isavia. Fækkun er á farþegum á milli áranna 2012 og 2011 eða 19 færri, en 2011. Umtalsverð fækkun var á farþegum á milli áranna 2010 og 2009 eða 170 farþega. Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum. Vöru og póstflutningar jukust aðeins á milli áranna eða um 353 kg. Farþegafjöldi á Gjögurflugvöll árið 2012: voru 216 á móti 235 árið áður,eða 2.1 % færri, þarna er átt við bæði komu og brottfararfarþega. Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2012:18.885. kg,enn árið 2011:18.532. kg. jókst því um 1,9%. Lendingar á Gjögurflugvöll fyrir síðastliðið ár voru 170 enn árið áður 172 lendingar. Eitt sjúkraflug var á Gjögur á liðnu ári. Það verður að koma fram og hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní júlí ágúst og september,og var það þriðja árið í röð. En
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. janúar 2013

Ekki í vafa um Hvalárvirkjun.

Gunnar Gaukur Magnússon.
Gunnar Gaukur Magnússon.
Ég er í engum vafa," segir Gunnar Gaukur Magnússon,einn eigenda VesturVerks, aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn á að framkvæmdir hefjist við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum,við Bæjarins Besta í gær. Gunnar Gaukur sagði að það sem vanti upp á sé fjárfestir en áætlaður kostnaður við virkjunina er 16-20 milljarðar króna. Ekki er komið á hreint hver kostnaðurinn er við hringtengingu en það ræðst að hluta til eftir notkun raforkunnar frá virkjuninni, þ.e.a.s. hlutfalli milli sölu til stóriðju og almennra nota. Ísland er hringtengt með háspennulínum og virkjanir utan þessarar hringtengingar þurfa að bera svokallaðan tengikostnað. Því lengra sem virkjunin er frá hringtengingunni,því meiri er kostnaðurinn. Reynt er að fá þennan kostnað felldan niður. Nauðsynlegt
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. janúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. jan. 2013.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Þriðjudaginn 15. ók bifreið á grjót sem fallið hafði á Barðastrandarveg á svokallaðri Rakknadalshlíð innan við bæinn. Akstursskilyrði voru ekki góð,myrkur og lélegt skyggni. Bifreiðin varð óökuhæf eftir óhappið og flutt af vettvangi með krana. Ökumaður var einn í bílnum,hann kenndi sér eymsla eftir óhappið og fór á sjúkrahúsið til skoðunar. Fimmtudaginn 17. var tilkynnt til lögreglu að olíubíll,fullur af olíu hefði hafnar utan vegar Vestfjarðavegi í sunnanverðum Hjallahálsi og lagst þar á hliðina. Ökumann sakaði ekki. Stórvirkar vinnuvélar voru fengnar til að ná bílnum upp á veginn aftur,eftir að búið var að losa úr honum olíuna. Engin olía lak úr bílnum. Föstudaginn 18. tilkynnt til lögreglu að bíll hefði hafnað utan vegar á þjóðvegi nr. 61,Djúpvegi,
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. janúar 2013

Afleiðingar óveðurs-OV biðst afsökunar.

Unnið að viðgerðum á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Unnið að viðgerðum á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn Gunnarsson.
Í samantekt stjórnenda OV á atburðum tengdum óveðrinu 29. desember s.l. kemur m.a. eftirfarandi fram að: 1.Ljúka þarf vinnu í samstarfi við Landsnet um afhendingaröryggi. 2.Áfram þarf að vinna eftir áætlunum um að koma dreifilínum í jörð. 3.Koma þarf spennistöðvum í jörð eða loka þeim til að koma í veg fyrir seltuáhrif. 4.Bæta þarf varaafl fjarskiptabúnaður. 5.Auka þarf samstarf viðbragðsaðila, s.s. almannavarnanefndar, Orkubús, Vegagerðar, Landsnets ofl. 6.Bæta þarf upplýsingagjöf Orkubúsins á meðan að rafmagnsleysi stendur yfir.

Halda þarf áfram endurbótum á verklagi og búnaði eins og unnið hefur verið að undanfarið til þess að styrkja raforkukerfið og viðbúnað Orkubús Vestfjarða.

Það er ljóst að í þessu veðuráhlaupi uppfyllti Orkubú Vestfjarða ekki væntingar viðskiptavina sinna og biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem af rafmagnsleysinu hlaust. Segir
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. janúar 2013

Úrkoman var 789,1 mm árið 2012.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var svona nokkuð í meðallagi á nýliðnu ári 2012. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjöhundruð millimetrum á ársgrundvelli. Aðeins tvisvar fór úrkoman 2012 yfir hundrað mm það var í janúar (111,5 mm) og í september í (128,9 mm). Og minnsta úrkoma á árinu var í maí (9.0 mm). Og í júní (11,1 mm). Úrkoman var því 364,7 mm minni en árið 2011.

 

Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og  til ársins 2012:
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2013

Aðsend grein frá Finnboga Vikar.

Finnbogi Vikar.
Finnbogi Vikar.
Makríll 2013 og tækjakaup

Vonandi verður fljótlega gefinn út kvóti í makríl fyrir árið 2013 af Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Þá er ekki úr vegi að minna á að það er almennur vilji til þess að jafnræði verði gætt við úthlutun veiðiheimilda, ekki fáir útvaldir fái ríkulegan arð af þessari syndandi auðlind í lögsögn Íslands.

Fé frá uppboði makríl aflaheimilda til tækjakaupa

Þess vegna vil ég beina því til Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra og ríkisstjórnar VG og Samfylkingarinnar að gæta jafnræðis við úthlutun veiðiheimilda í makríl og slá tvær flugur í einu höggi. Það má afla peninga til tækjakaupa fyrir Landspítalann og heilbrigðisstofnanir um land allt, sem ríkið hefur ekki lokað vegna fjárskorts, með því að bjóða upp aflaheimildir í makríl á almennum og opnum uppboðsmarkaði fyrir útgerðaraðila, fiskvinnslur og almenning og skilyrða tekjur uppboðsins fyrir veiðiheimildir í makríl 2013 til tækjakaupa á Landspítalanum og heilbrigðisstofnanir um land allt. Þannig mætti fá hugsanlega milljarða til tækjakaupa og jafnræðis gætt við úthlutun veiðiheimilda í makríl 2013. Greinina í heild má lesa hér til vinstri á vefnum undir Aðsendar greinar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2013

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7.til 14.janúar 2013.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Það fyrra varð á Bíldudalsvegi í Mikladal,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt eina veltu. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með kranabíl. Ástæða þessa óhapps voru aðstæður á vettvangi, mikil hálka. Þá varð umferðaróhapp á Urðarvegi á Ísafirði,þar varð óhapp með þeim hætti að bifreið var bakkað út á götuna í veg fyrir bifreið sem ók um Urðarveg. Öðrum ökumanninum var ekið á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Ekki var um miklar skemmdir á ökutækjum að ræða. Skemmtanahald
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
Vefumsjón