Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. janúar 2013

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2012.

Frá Árneshreppi.Mynd Jóhann.
Frá Árneshreppi.Mynd Jóhann.

Úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2012.Alls bárust 54 umsóknir og voru veittir 19 styrkir að upphæð 3,5 Mkr. Alls .Einn styrkur kom í Árneshrepp það var til Björgunnarsveitarinnar Strandasól vegna kaupa á búnaði,það kemur sér örugglega vel því Björgunnarsveitin hefur litla möguleika á tekjuöflun tildæmis vegna flugfeldasölu og annarrar sölu vegna fólksfæðar í hreppnum. Þetta var því vel gert af Orkubúi Vestfjarða.Hér má sjá úthlutanirnar


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. janúar 2013

Það var 4- daga moktsur í Árneshrepp.

Mikinn snjó var til að moka. Mynd Vegagerðin.is
Mikinn snjó var til að moka. Mynd Vegagerðin.is
Snjómokstursmenn Vegagerðarinnar voru tvo daga að opna veginn í Árneshrepp 68 km leið og aðra tvo að moka ruðninga. Snjóskófla, veghefill og minni tæki tóku þátt í þessu verkefni. Það hófst á mánudagsmorgni en klukkan 19 á þriðjudegi var búið að opna leiðina. Miðvikudag og fram á fimmtudag var síðan verið að moka og minnka ruðninga. Veghefill og vegagerðarbíll með tönn fóru sunnan að en hjólaskófla að norðan. Mikill snjór var á leiðinni sérstaklega á leiðinni úr botni Veiðileysufjarðar um Veiðileysuháls og út með Reykjarfirði langleiðina að Kjörvogi. Veghefill fór frá Hólmavík um kl. 11 á mánudagsmorgun 7. janúar og komst í botn Veiðileysufjarðar um kvöldið. Á mánudagsmorguninn fór einnig hjólaskófla á móti inn Kjörvogshlíð og komst að Sætrakleif um kvöldið. Á þriðjudagsmorgun hófst vinna kl. 6 um morguninn og var unnið til kl. 23 um kvöldið. Hjólaskóflan sem kom á móti bilaði um hádegisbilið,var þá komin inn fyrir Naustvík. En þar brotnaði plógurinn af gálganum og var því sú vél úr leik. Þrátt fyrir þetta tókst að opna leiðina um kl 19:00 um kvöldið,þeir voru ótrúlega seigir strákarnir sem í þessu stóðu. Farið var í gegnum 18 misstór snjóflóð. Ekki var allri vinnu lokið þó búið væri að stinga í gegn, gríðarlegir ruðningar voru eftir og sumstaðar þannig að vart sást út úr heflinum yfir þá, ljóst var að ekki var hægt að hverfa frá með þvílíka ruðninga var því hafist handa með að
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. janúar 2013

Rafmagnið hækkar enn.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkudreifingu var hækkuð um 4% nú um áramótin, tengigjöld rafmagns voru einnig hækkuð um 4%. Hækkunin er tilkomin vegna almennra verðlagshækkana á árinu 2012.

Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur. Árið 2011 var verðskrá OV fyrir dreifing raforku í þéttbýli um 4% undir settum tekjumörkum (þ.e. mátti vera 4% hærri til tekjumörkum væri náð) og um 9% undir settum tekjumörkum í dreifbýli. Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.

Iðnaðarráðuneytið hefur auglýst niðurgreiðslur á orku til hitunar íbúðarhúsnæðis sem taka gildi nú um áramótin. Niðurgreiðslur til rafhitunar á veitusvæði Orkubús Vestfjarða hækka úr 4,32 kr/kWst í 4,99 kr/kWst í dreifbýli og úr 2,87 kr/kWst í 3,30 kr/kWst í þéttbýli. Nú um áramót hækkar
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. janúar 2013

Metafla landað í Norðurfirði 2012.

Metafla var landað í Norðurfirði 2012.
Metafla var landað í Norðurfirði 2012.
Samkvæmt Fiskistofu,vekur eftirtekt umtalsverð aukning í lönduðum afla á flestum höfnum á Vestfjörðum. Til að mynda jókst landaður afli á Bíldudal úr 438 tonnum í 716 tonn og á Flateyri úr 647 tonnum í 1.797 tonn milli áranna 2010 og 2012. Mest hlutfallsleg aukning varð hins vegar í Norðurfirði á Ströndum þar sem landaður afli jókst úr 106 tonnum 2010 í 457 tonn 2012. Þessa aukningu má þakka strandveiðum en flestar hafnir á Vestfjörðum tilheyra svæði A í strandveiðikerfinu þar sem flestir bátar voru um hituna og mestum afla var úthlutað. Fyrir Vestfirði alla var aukning á lönduðu magni botnfisks um 15% á milli áranna 2010 og 2012 og var það mesta aukningin ef horft er til landsvæða. Á Suðurlandi sem telur aðeins tvær löndunarhafnir, Vestmannaeyjar og Þorlákshöfn var aukningin 12%, á Norðurlandi eystra sem nær frá Siglufirði austur til Bakkafjarðar var aukningin 11% og á Austurlandi um 10%. Samdráttur er á öðrum svæðum. Mestur var samdrátturinn
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. janúar 2013

Frítt blað.

Bæjarins besta 20 desember 2012.
Bæjarins besta 20 desember 2012.
Á dögunum kom fram á vef Bæjarins besta að á nýju ári verði Bæjarins besta dreift ókeypis til lesenda á norðanverðum Vestfjörðum. Hringiðan, vikulegt blað sem Gúttó ehf., útgefandi BB, hefur gefið út og dreift ókeypis frá því í byrjun nóvember, verður sameinað Bæjarins besta, en með því ætti líftími blaðsins að lengjast til muna. Ástæða breytinganna er breytt landslag í útgáfu en samkvæmt nýjustu könnunum hefur sala og áskrift dagblaða, tímarita og héraðsfréttablað, minnkað töluvert frá hruninu árið 2008. Frá stofnun Bæjarins besta, 14. nóvember 1984 og fram til haustsins 1992 var blaðinu dreift ókeypis. Þá var svo komið að auglýsingatekjurnar stóðu ekki undir rekstrinum. Þá var aðeins og tvennt að ræða, að hætta útgáfu eða selja afurðina. Síðari
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. janúar 2013

Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.

Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.
Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.
Út er komin ársskrýsla starfshóps um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Skírslan var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar 21. desember s.l. að hálfu Steingríms J Sigfússonar atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn var settur á laggirnar samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarfundar á Ísafirði þann 5. apríl 2011. Hlutverk hópsins er að fylgja eftir markmiðum stjórnvalda um aukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Skírsluna er að finna á vef stjórnarráðsins.
Telja verður mikilvægt að þessi skírsla komi nú fram inn í umræðu um þá stöðu sem kom upp í óveðrinu í lok
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. janúar 2013

Opnað norður.

Það ætti að klárast að opna í dag.
Það ætti að klárast að opna í dag.
1 af 2
Vegagerðin á Hólmavík er nú að opna norður í Árneshrepp. Byrjað var í gær að opna beggja megin frá. Að sögn „Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík er um allmikinn mokstur að ræða,hjólaskóflan sem mokar norðanmegin frá komst aðeins inn í Sætrakleif í gær". Ekki er vitað hvenær verður fært í dag norður,og varað er við hálku á leiðinni enda er rigning
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. janúar 2013

Menningarráðið og Fjórðungssamband Vestfirðinga sameinuðust.

Menningarráðið og Fjórðungssamband Vestfirðinga sameinaðist.
Menningarráðið og Fjórðungssamband Vestfirðinga sameinaðist.
Breyting varð á starfsemi Menningarráðs Vestfjarða nú um áramótin, en þá sameinaðist Menningarráðið og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Menningarfulltrúi er nú starfsmaður Fjórðungssambandsins. Út á við verður starfsemin með líku sniði og nú í fyrri hluta janúar verður auglýst eftir umsóknum um bæði verkefnastyrki og stofn- og rekstrarstyrki. Fjármagn til ráðstöfunar í styrki er svipað og á síðasta ári. Sími og netfang er hið sama og áður var,
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. janúar 2013

Agnes Vestfirðingur ársins 2012.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er Vestfirðingur ársins 2012. Hún er hér ásamt Sunnu Dís Másdóttur, blaðamanni, sem afhenti henni viðurkenningarnar. Ljósm: Spessi.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er Vestfirðingur ársins 2012. Hún er hér ásamt Sunnu Dís Másdóttur, blaðamanni, sem afhenti henni viðurkenningarnar. Ljósm: Spessi.
Vestfirðingur ársins 2012 samkvæmt vali lesenda fréttavefsins bb.is er Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Agnes, sem er fædd á Ísafirði,var um árabil sóknarprestur í Bolungarvík eða allt þar til hún tók við embætti biskups Íslands á síðasta ári,fyrst íslenskra kvenna. Agnes fékk 30% greiddra atkvæða en vel á fjórða hundrað atkvæði bárust. Í öðru sæti með 10% greiddra atkvæða varð Finnbogi Örn Rúnarsson,11 ára drengur sem búsettur er í Bolungarvík. Finnbogi Örn fæddist með Downs heilkenni og hjartagalla. Þegar hann var þriggja mánaða gamall gekkst hann undir hjartaaðgerð í London og í apríl á síðasta ári gekkst hann undir stóra hjartaaðgerð í Lundi í Svíþjóð þar sem hjartaloka var lagfærð og var framtíðin björt. Stóra áfallið kom síðan 1. desember síðastliðinn þegar Finnbogi Örn fékk heilablóðfall með þeim afleiðingum að hægri hlið líkamans lamaðist auk þess sem hann
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 6. janúar 2013

Myndir frá Gjögri.

Gjögur séð frá Gjögurbryggju.
Gjögur séð frá Gjögurbryggju.
1 af 7
Myndatökumaður litlahjalla var staddur á Gjögri á föstudaginn 4 janúar og tók nokkrar myndir á svæðinu,allmiklir skaflar eru þar við hús þótt snjór hafi nú sigið mikið um helgina í hlákunni. Gjögurbryggja slapp má segja alveg í óveðrinu í lok desember,þótt einn stór steinn hafi færst til úr sjóvarnargarðinum og lent hálfur upp á bryggjuna,en varnargarðurinn hefur sennilega bjargað bryggjunni. Hús á Gjögri eru oft kennd við ábúendur eða gamla ábúendur,eins og Kallahús og Axelshús,en nú er aðeins sumarhúsabyggð á Gjögri. En hér
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Úr sal.
Vefumsjón