Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2013
Prenta
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7.til 14.janúar 2013.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Það fyrra varð á Bíldudalsvegi í Mikladal,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt eina veltu. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir á heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með kranabíl. Ástæða þessa óhapps voru aðstæður á vettvangi, mikil hálka. Þá varð umferðaróhapp á Urðarvegi á Ísafirði,þar varð óhapp með þeim hætti að bifreið var bakkað út á götuna í veg fyrir bifreið sem ók um Urðarveg. Öðrum ökumanninum var ekið á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Ekki var um miklar skemmdir á ökutækjum að ræða. Skemmtanahald um liðna helgi gekk vel í umdæminu og án teljandi afskipta lögreglu.