Ljósmyndabók.
Í dag,12. Desember, 2012 kemur út einstök ljósmyndabók frá Vestfjörðum. Bókin sem heitir einfaldlega Vestfirðir - Ljósmyndabók og í henni má finna yfir 100 ljósmyndir frá Vestfjörðum sem 50 Vestfirðingar hafa tekið. Bókin sem hefur verið slétt ár í vinnslu eru hugarsmíð,Eyþórs Jóvinssonar. Bókin byggist á því að safna saman 50 Vestfirðingum í eina bók, þar sem hver og einn fær eina opnu fyrir sínar myndir af Vestfjörðum. Vestfirðingar að mynda Vestfirði. Ljósmyndararnir eru jafnt áhuga- og atvinnumenn, þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun og aðrir sem hafa myndað í yfir hálfa öld. Allt frá 15 ára stelpu til karla á besta aldri. Fyrir vikið verður bókin einstaklega fjölbreytt, myndefni margvíslegt og víðsvegar af Vestfjörðum. Til að mynda er áhugavert, þegar bókin er skoðuð að sjá hvað hafið skipar stóran sess í náttúru og menningu Vestfjarðar. Hafið kemur
Meira
Meira