Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. desember 2012

Aðventuhátið Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna heldur aðventuhátíð í Bústaðakirkju.
Kór Átthagafélags Strandamanna heldur aðventuhátíð í Bústaðakirkju.
Kór Átthagafélags Strandamanna heldur aðventuhátíð með líku sniði og undanfarin ár. Nú verður hátíðin í Bústaðakirkju og verður hátíðin sunnudaginn 16. desember og hefst klukkan  16:30. Á hátíðinni mun Lenka Mátéová stjórna kórnum. Stefán Sigurjónsson syngur einsöng, Peter Máté leikur á píanó og Vigfús Albertsson flytur hugvekju. Að venju mun sérstakur barnakór sem stofnaður er í tilefni aðventuhátíðarinnar syngja nokkur jólalög en stjórnandi hans er Unnur Hjálmarsdóttir. Í lok hátíðarinnar er gestum boðið í kaffihlaðborð sem kórfélagar sjá um. Til
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. desember 2012

Um land allt á Drangsnesi.

Um land allt á Drangsnesi í kvöld.
Um land allt á Drangsnesi í kvöld.
Þátturinn Um land allt  sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld sunnudagskvöld að loknum fréttum kl. 18.55. er frá Drangsnesi. Þar heimsækir Kristján Már Unnarsson Drangsnesinga. Í fyrri þáttum af Um land allt, hefur Kristján heimsótt Árneshrepp í tveimur þáttum og Skjaldfannadal við Djúp í tveimur þáttum svo eitthvað sé nefnt. Þættina má nálgast á visir.is. undir sjónvarp. Þessir þættir þykja mjög vinsælir og þegar þættirnir frá Árneshreppi voru sýndir var metáhorf á Stöð 2 samkvæmt mælingum,aðeins fréttir
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. desember 2012

Flutningabíll út af vegna hálku.

Flutningabíllinn á hliðinni fyrir neðan veg.
Flutningabíllinn á hliðinni fyrir neðan veg.
1 af 2
Flutningabíll frá Strandafrakt sem var að sækja ull til bænda í gær fór út af á Kjörvogshlíðinni mitt á milli Kjörvogs og Hrafnshamars vegna mikillar hálku á leiðinni til baka í gærkvöldi,bílstjórinn Kristján Guðmundsson var búin að keðja en það dugði ekki í þessari hálku. Kristján slapp ómeiddur þótt ótrúlegt sé. Gífurleg hálka hefur verið undanfarið á leiðinni frá Bjarnarfirði og til Gjögurs,en hálkublettir þaðan og til Norðurfjarðar. Gera á út leiðangur frá Hólmavík til að ná bílnum upp í dag. "Kristján sagði við fréttavefinn að bíllinn hafi sigið útaf hægt og rólega og lagðist á hliðina fyrir neðan veg og ótrúlegt að bíllinn hafi ekki haldið áfram niður í fjöru;. Þegar
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. desember 2012

Leynivopn Vestfirska forlagins slær í gegn.

Þrautaverkefni fjölskyldunnar, jólahefti, eftir Björk Gunnarsdóttur.
Þrautaverkefni fjölskyldunnar, jólahefti, eftir Björk Gunnarsdóttur.
Hjá Vestfirska forlaginu er komin út bókin Þrautaverkefni fjölskyldunnar, jólahefti, eftir Björk Gunnarsdóttur kennara frá Bolungarvík. Hér er um að ræða allskonar þrautir, gátur, krossgátur, völundarhús og sjónhverfingar svo eitthvað sé nefnt. Gömlu góðu gáturnar svo sem eins og Hvað hét hundur karls,  Hver er sá veggur, Hvað er það sem hoppar og skoppar, svo dæmi séu nefnd og allir lærðu í gamla daga, eru hér rifjaðar upp. Mikið er um þroskandi hugleiðingar eins og þessa: " Hvað eiga þeir sameiginlegt sem stíga í vænginn við einhvern, gera hosur sínar grænar, ganga með grasið í skónum, eru á biðilsbuxum?"
Þrautaverkefnin hennar Bjarkar eru vissulega mjög hjálpleg við að brúa kynslóðabilið, ef það er fyrir hendi. Þau
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. desember 2012

Umhleypingasamt um helgina.

Reykjaneshyrna í fyrravetur.
Reykjaneshyrna í fyrravetur.
Veðurstofa Íslands spáir frekar umhleypingasömu veðri um helgina,hér er svo veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Vaxandi suðaustan átt, 10-15 um hádegi og snjókoma eða slydda, en heldur hvassara og rigning síðdegis. Suðvestan 8-13 og él seint í kvöld. Gengur í norðaustan 8-13 með snjókomu síðdegis á morgun. Hiti um og yfir frostmarki en kólnar á morgun. Það má sjá nánari veðurspá fyrir Strandir
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. desember 2012

Bókamessa í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld.

Lesið verður uppúr ýmsum Vestfirskum bókum.
Lesið verður uppúr ýmsum Vestfirskum bókum.
Bókamessa Vestfirska forlagsins verður í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld fimmtudaginn 6. des. kl. 20. Þar verða kynntar og lesið úr þessum bókum: Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt  veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði, Frá Bjargtöngum að Djúpi kynnir Björn Ingi Bjarnason, Ólafur Helgi Kjartansson segir nokkrar Mishlýjar örsögur að vestan, Valgeir Ómar Jónsson kynnir Fótungatal frá Sigga Salahúsi í Folafæti og Lýður
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. desember 2012

Vestfirsk Bókamessa á Cafe Catalina 4. des.

Reynir Ingibjartsson mun kynna og lesa úr ævisögu Dýrfirðingsins Kristínar Dahlstedt.
Reynir Ingibjartsson mun kynna og lesa úr ævisögu Dýrfirðingsins Kristínar Dahlstedt.
Bókamessa Vestfirska forlagsins á Þingeyri verður á Cafe Catalina í Kópavogi á morgun þriðjudaginn 4. des. kl. 20. Þar verða kynntar og lesið úr þessum bókum:Reynir Ingibjartsson með ævisögu Kristínar Dahlstedt veitingakonu í Fjallkonunni sem fædd var í Dýrafirði,Lárus Jóhannsson með Andvaka,lífshlaup og ljóð Tómasar Guðmundssonar Geirdælings hins víðförla,Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir með barnabækurnar Hlunkarnir  og Klubbarnir. Frá Bjargtöngum að Djúpi kynna;
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2012

Veðrið í Nóvember 2012.

Í þessum norðan veðrum var oft blindbylur.
Í þessum norðan veðrum var oft blindbylur.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Mánuðurinn byrjaði með Norðan og NA hvelli með snjókomu sem stóð í þrjá daga. Enn gerði Norðaustan og Norðan storm eða hvassviðri 9 til 11,með snjókomu eða éljum. Og enn og aftur 16 til 18. Í því hreti snjóaði mun meir en í hinum fyrri hretunum. Þann 22. var Norðaustan hvassviðri um tíma og gerði þá blota og einnig nokkur svellalög. Milli þessara hreta var mjög umhleypingasamt veður. Eftir það var nokkuð rólegt veður sem eftir var mánaðar,með hitastigi í kringum núll stigið.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2012

Met áhorf var á þáttunum úr Árneshreppi.

Met áhorf var á Stöð 2 á þáttunum úr Árneshreppi.
Met áhorf var á Stöð 2 á þáttunum úr Árneshreppi.
Kristján Már Unnarsson fréttastjóri Stöðvar 2 lét vefinn Litlahjalla vita um tölur úr áhorfsmælingu vegna þáttanna úr Árneshreppi Um land allt sem voru á dagskrá síðustu tvo sunnudaga. Fyrirtækið Capacent mælir sjónvarpsáhorf og er hlutlaus aðili. Þeir hafa nú birt tölur um áhorf á báða þættina. Á fyrri þáttinn horfðu samtals 57 þúsund manns í 5 mínútur eða lengur en 50 þúsund manns sáu allan þáttinn, frá upphafi til enda. Á seinni þáttinn horfðu 58 þúsund manns í 5 mínútur eða lengur en 45 þúsund manns sáu allan þáttinn, frá upphafi til enda. Þetta þýðir að 57-58 þúsund manns voru að horfa á þættina. Þetta telst mjög gott áhorf, raunar það næstmesta á Stöð 2 þessar vikur, aðeins fréttir Stöðvar 2 höfðu meira áhorf. Til að ímynda
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2012

Nýr framkvæmdastjóri SL.

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002,þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. Jón Svanberg var lögreglumaður á Ísafirði frá 1994-2009, varðstjóri frá 1996-2009 og settur aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglunni á Vestfjörðum 2007-2008. Einnig hefur hann gegnt trúnaðastörfum fyrir samtök lögreglumanna. Síðan 2009 hefur Jón Svanberg verið framkvæmdastjóri Pro Fishing ehf. Sambýliskona
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
Vefumsjón