Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. desember 2012

Rafmagnslaust er enn í Árneshreppi.

Spennistöð.Úr myndasafni.
Spennistöð.Úr myndasafni.
Rafmagnslaust er enn í Árneshreppi og ekki verður hægt að reyna viðgerð á línum fyrr en á morgun. Bilun er á Bjarnarfjarðarlínu en vonast er til að viðgerð ljúki nú í kvöld. Vírslit eru á Gilsfjarðarlínu og stendur viðgerð yfir. Á Hólmavík eru allir notendur með rafmagn frá dílselrafstöðvum og Þverárvirkjun. Í Ísafjarðardjúpi er rafmagnslaust fyrir vestan Reykjanes og er viðgerðarflokkur að reyna að koma rafmagni á. Segir
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. desember 2012

Rafmagnslínan slitin norður í Árneshrepp.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Eins og fram hefur komið fór rafmagn af um sexleitið í morgun í Árneshreppi og á Ströndum. Rafmagn komst á aftur kl.07:15 í smá tíma eða í um tuttugu mínútur en fór aftur og rafmagnslaust hefur verið síðan. Nú telja orkubúsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík að línan sé slitin norður einhvarstaðar frá Geirmundastöðum í Steingrímsfirði eða á Trékyllisheiði og norður í Trékyllisvík. Ekki lítur vel út með að komast til viðgerða fyrr enn veðri slotar,þannig að rafmagnslaust gæti orðið í Árneshreppi í tvo eða á þriðja sólarhring,enn vonandi kemst rafmagn á í síðastalagi á gamlársdag. Rafmagn komst á Hólmavíkursvæðinu
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. desember 2012

Rok og ofsaveður.

Hafrót er við ströndina.Myndasafn.
Hafrót er við ströndina.Myndasafn.
Svipað veður er gefið upp á veðurstöðinni í Litlu-Ávík nú um hádegið og í morgun klukkan níu,en veðrið var þannig: NNA 27 m/s í jafnavind eða rok og mesti vindur var 35 m/s eða ofsaveður (12 vindstig gömul), hiti -0,3 stig snjókoma og skyggni 1,5 km. og hafrót er orðið. Það heldur áfram að kólna og veðurhæð heldur meiri en klukkan níu í morgun og nú er komið hafrót ölduhæð
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. desember 2012

Enn hvessir og kólnar.

Vindaspá klukkan 12 í dag.
Vindaspá klukkan 12 í dag.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var veður verra en klukkan sex í morgun,en veðrið var svona klukkan níu í morgun: NNA 26 m/s eða rok og mesti vindur var 35 m/s eða fárviðri ( 12 gömul vindstig) snjókoma og skyggni 1 km.  Hitinn var kominn niður í 0,4 stig. Og hafði því kólnað um 1,1 gráðu frá því kl. sex. Úrkoman mældist 9,4 mm og stórsjór er. Veður er nú vonandi að ná hámarki hér á þessum slóðum og gæti það verið miðað veðurspár. Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík telur vart að sé farandi út í þetta veður til að lesa af mælum og fleira. Enn er rafmagnslaust,
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. desember 2012

Rafmagnið farið.

Rafstöð.
Rafstöð.
Rafmagnið fór af hér í Árneshreppi og víðar á Ströndum um sexleitið,en rafmagnið hefur verið á í nótt,en rétt nokkur smá blikk rétt fyrir sex og svo fór það af. Orkubúsmenn á Hólmavík segja rafmagnstruflanir hafi verið í nótt víða og í tengivirki í Geiradal og vesturlína sé bara úti að mestu. Veður er kólnandi og þetta getur verið ísing,sjávarselta eða samsláttur á línum. Enn það er ekki slitin línan norður í Árneshrepp að minnsta kosti ekki enn sem betur fer. Óvíst er hvenær rafmagn kemst á aftur. Núna er keyrð
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. desember 2012

Veður versnar.

Vindaspákort.
Vindaspákort.
Á veðurstöðinni  í Litlu-Ávík í morgun klukkan sex voru 23 m/s eða stormur í jafnavind af NNA og mesti vindur var 30 m/s eða ofsaveður. Skyggni var 2,5 km og slydda og stórsjór kominn. Það hefur verið að mestu um og yfir 20 m/s síðan um og fyrir miðnætti þá meira af NA . Enn virðist vera heldur að bæta í vind og veður er að kólna. Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Norðaustan 20-30 m/s og talsverð slydda eða snjókoma.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2012

Norðan stórhríð framundan.

Stórsjór eða hafrót verður við ströndina.Ölduhæð gæti farið í 14 metra.
Stórsjór eða hafrót verður við ströndina.Ölduhæð gæti farið í 14 metra.
Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum og Ströndum og víðar nú síðustu daga og er snjóflóðahætta víða á þessu svæði. Einnig er stórstreymt þessa daga og getur sjór gengið hátt á land þegar ölduhæð verður mikil jafnvel hafrót og ölduhæð gæti farið í og yfir 14 metra. Enn hér er veðurspáin frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðaustan 5-10 m/s og él, en norðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma með kvöldinu, hvassast á Ströndum. Norðan 23-28 og talsverð snjókoma á morgun. Hiti kringum frostmark,
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2012

Jólagestir komast heim.

Djúpavík. Jólagestir komast heim í dag.
Djúpavík. Jólagestir komast heim í dag.
1 af 2
Gestir sem voru á Hótel Djúpavík um jólin komast suður í dag. Vegagerðin er að stinga í gegn frá Bjarnarfirði og til Djúpavíkur og verða bílar að fylgja vegagerðartækinu eftir til baka til Bjarnarfjarðar. Veghefillinn er kominn upp í Veiðileysuháls og er fólkið tilbúið að fara „segir Eva hótelstýra á Djúpavík". Þetta er síðasti
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. desember 2012

Flug tókst á Gjögur.

Frá snjómokstri á Gjögurflugvelli.
Frá snjómokstri á Gjögurflugvelli.
Mikið hefur snjóað síðan eftir hádegi í gær og fram yfir hádegi í dag,það fór að stytta upp um hádegið í dag alveg eins og veðurspáin frá Veðurstofu Íslands hljóðaði upp á. Flug tókst því á Gjögur og vörur komu og farþegar komust suður sem bókaðir voru með Ernum. Mokað var frá Norðurfirði til Gjögurs og var það talsverður snjór. Einnig var mikill mokstur á Gjögurflugvelli. Mjög slæm veðurspá er framundan á morgun og aðallega á laugardaginn,nánar verður farið yfir veðurspá á morgun en fólk
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. desember 2012

Gleðileg jól.

Gleðilega jólahátíð.
Gleðilega jólahátíð.
Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær. Megi góður Guð gefa okkur öllum Gleðilega jólahátíð. Jólakveðja frá
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
Vefumsjón